Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Page 16

Fréttatíminn - 14.08.2015, Page 16
Það er hægt að stilla inn á rétta orku hvar sem maður er í heim- inum. Ég er með með- hjálpara sem hjálpa mér að ná sambandi við þá orku sem tilheyrir manneskj- unni sem ég ræði við. Ekta miðlar geta að sjálfsögðu miðlað í gegnum internetið, annað væri skrítið. Fólk er hrætt við hið óþekkta Eftir að hafa misst allar sínar eigur í bruna á Nönnugötunni árið 1996 ákvað Júlíana Torfhildur Jónsdóttir að flytjast búferlum til Danmerkur með fjölskyldu sína. Nú, nítján árum síðar, er Júlí- ana einn af þekktari miðlum Danmerkur auk þess að starfa sem fjármálastjóri í stóru fyrirtæki. Hún mun ferðast til Vestfjarða með stóran hóp af erlendum miðlum í næstu viku þar sem hópurinn mun halda opinn skyggnilýsingafund og heimsækja hús þar sem er reimt, með því markmiði að mynda hina fram- liðnu með nýrri ljósmyndatækni. A llar okkar eigur hurfu í brunanum svo allt í einu stóðum við uppi með ekki neitt,“ segir Júlíana Torfhildur Jóns- dóttir. Júlíana hefur verið búsett í Esbjerg í Danmörku með fjölskyldu sinni síðastliðin 19 ár, allt frá því að hús hennar og eiginmanns hennar, Guðna Ragnars Þórhallssonar, við Nönnugötu brann til kaldra kola vorið 1996. Orsök brunans kom aldrei í ljós en fjölskyldan missi all- ar sínar eigur og slapp naumlega lifandi úr húsinu. „Strákarnir okkar voru f jög- urra ára og eins árs þegar húsið brann. Við vorum öll steinsofandi en nágrannakona okkar, Vilborg Halldórsdóttir leikkona, sá reykj- armökk og hljóp að húsinu. Við höfðum þá rétt náð að koma okkur út með drengina í fanginu. Yngri strákurinn okkar var dáinn en Vil- borg blés í hann lífi svo við eigum henni líf hans að þakka,“ segir Júlí- ana. „Þetta er lífsreynsla sem fylgir manni alltaf. Helgi Björnsson, mað- ur Vilborgar, samdi síðar lag um at- burðinn sem okkur þykir vænt um, lagið Dauðinn táknar líf.“ Nýtt líf í Danmörku „Okkur hefur gengið mjög vel hérna í Danmörku,“ segir Júlí- ana en þau hjónin starfa bæði hjá dönskum fyrirtækjum, Júlíana sem fjármálastjóri hjá stórri heildsölu í heilbrigðisgeiranum, og eru þau tveimur börnum ríkari nú nítján árum síðar. Þegar vinnudegi Júlí- önu sem fjármálastjóra lýkur opnar hún fyrir gáttir sem öðrum eru ekki sýnilegar og við tekur aukavinnan, miðilsstörfin. Júlíana hefur séð inn í annan heim síðan hún var lítil stelpa en það var ekki fyrr en hún flutti til Danmerkur sem hún fór að aðstoða ókunnuga við að ná sambandi við heim hinna framliðnu, eða andlega orkuheiminn, eins og Júlíana kallar hann. „Ég var aðeins að miðla til minna nánustu áður en ég flutti út en svo byrjaði ég að stunda þetta meira í Danmörku. Nágrannkonur mínar í Esbjerg fréttu af þessum hæfileika, fóru að kíkja í kaffi og svo vatt þetta upp á sig. Það ríkti mikil þöggun um miðla og þeirra störf í Danmörku á þessum tíma, fólk var frekar feimið við þetta og engin þorði að tala. Ég var aðallega að miðla til kvenna og þær vildu helst ekkert að aðrir vissu hvað væri í gangi. Þetta varð allt að fara fram á kvöldin og þetta var svakalegt leyndarmál,“ segir Júlí- ana og hlær. „En eftir 2009 þá varð hér hálfgerð sprenging þegar þætt- irnir Åndernes magt og Fornem- melsen for mord voru sýndir í ríkis- sjónvarpinu hér. Þá allt í einu voru allir að tala um þetta og annar hver maður var með þessa hæfileika.“ Auðvelt að miðla í gegnum internetið Eftir að kaffiheimsóknunum fjölg- aði opnaði Júlíana heimasíðu og Facebook-síðu auk þess sem hún hefur kennt fólki að miðla í gegn- um skype og í enskum miðlaskóla og í dag er Júlíana einn af þekktari miðlum Danmerkur. Hún er bókuð langt fram í tímann þrátt fyrir að hafa aldrei auglýst sig. Fyrir tveim- ur árum hafði svo þekktur breskur miðill samband við Júlíönu, Marion Dampion, en hún starfar hvað mest með lögreglunni í Englandi við að upplýsa sakamál og mannshvörf. „Marion frétti af mér og spurði hvort við gætum ekki starfað sam- Júlíana Torfhildur fluttist búferlum til Danmerkur eftir að húsið hennar við Nönnugötu brann til kaldra kola. Í dag er hún einn af þekktari miðlum Danmerkur. Júlíana á engar myndir sem hafa verið teknar með nýjustu tækninni en hún á eina mynd af látinni manneskju. Myndina fékk ég frá konu sem fékk mig til að hreinsa húsið sitt hér í Danmörku, segir Júlíana. Marion fær mikið sent til sin af myndum og hún fær sérfræðinga í photoshop til að skera úr um hvort þær séu ekta og samkvæmt þeim er þessi mynd algjörlega ekta. Á myndinni sést látinn maður standa í dyragætt. an og ég var að sjálfsögðu til í það, sérstak- lega því Marion velur vandlega með hverj- um hún starfar og hefur bara starfað með þremur öðrum miðlum í gegnum tíðina. Við byrjuðum á því að halda miðilsfund á Facebook sem 700 manns tóku þátt í en svo hef ég líka verið að kenna við skólann hennar í Englandi og haldið með henni námskeið í Danmörku.“ Júlíana segir engan mun vera á því að miðla til fólks heima í stofu eða í gegnum internetið. „Það skiptir engu máli. Við erum bara orka og þetta er hreyfanleg orka sem ég finn þegar ég tala við fólk. Það er hægt að stilla inn á rétta orku hvar sem maður er í heiminum. Ég er með meðhjálpara sem hjálpa mér að ná sambandi við þá orku sem tilheyrir manneskjunni sem ég ræði við. Ekta miðlar geta að sjálfsögðu miðlað í gegnum internetið, annað væri skrítið.“ Upplifði sterkar sýnir í Súðavík Í næstu viku munu Júlíana og Marion ferðast ásamt 18 öðrum miðlum frá Englandi og Norðurlöndunum til Íslands, alla leið vestur á firði þar sem verður haldið vikunámskeið fyrir miðla. Hópurinn mun gista í Holti í Önundarfirði þar sem verður haldinn opinn skyggnilýsingarfundur þann 18. ágúst. Framhald á næstu opnu 16 viðtal Helgin 14.-16. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.