Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 20
Verðbólgan í enska boltanum
Er Raheem Sterling 49 milljón punda virði? Er eðlilegt að hann hafi kostað
meira en Sergio Aguero? Kostaði hann í raun meira en Aguero þegar allt er
tekið með í reikninginn? Sérfræðingar hafa reiknað út fótboltaverðbólgu
og þeirra útreikningar sýna að á verðlagi dagsins í dag kostaði Aguero í
raun mun meira en Sterling. Dýrastur allra er svo Andriy Shevchenko.
M ikil umræða hefur verið í fótboltaheim-inum um verðlag á
leikmönnum í sumar. Sér í lagi
þykir dýrt pundið í ensku leik-
mönnunum og Rio Ferdinand
lýsti því sem „brandara“ á
dögunum að Raheem Sterl-
ing hafi kostað 50 milljónir
punda þegar Manchester
City keypti hann frá Liver-
pool. Sér í lagi þegar það
væri skoðað í samhengi
við þær 38 milljónir sem
Sergio Aguero kostaði
fjórum árum fyrr.
En þ et t a er
kannski ekki alveg
svo einfalt . Um
nokkurra ára skeið
hafa tveir fót-
boltasérfræð-
ingar, Paul
Tomkins
og Graeme
Riley, unnið
að því sem
þ e i r k a l l a
Félagsskiptavísi-
töluna (Transfer Price
Index - TPI) en við út-
reikning hennar hafa
þeir reiknað út meðal-
verð sem greitt hefur
verið fyrir leikmann í
ensku úrvalsdeildinni á
hverju tímabili. Ár frá ári
mæla þeir svo breytingar
á þessu meðalverði og út-
koman er það sem þeir
kalla fótboltaverðbólga.
Samkvæmt útreikn-
ingum þeirra kostuðu
kaupin á Aguero í raun
66 milljónir punda á verð-
lagi dagsins í dag. Og hinn
yfirlýsingaglaði Rio Ferdin-
and er einmitt með dýrustu
leikmönnum sögunnar. Tvö
félagsskipti hans komast á
topp 20 yfir dýrustu félags-
skiptin í enska boltanum.
Meðalverð leikmanna tvö-
faldast frá 2012
Frá 1992, á meðan hefðbundin verð-
bólga í Bretlandi hefur ekki einu
sinni tvöfaldast, hefur kostnaður
við kaup á leikmönnum ellefu-
faldast. Alan Shearer var seld-
ur til Blackburn árið 1992 fyrir metfé,
3,3 milljónir punda, sem reiknast á 5,9
milljónir punda á hefðbundnu verðlagi
dagsins í dag. En þegar sölufé Shearers
er reiknað með vísitölu Tomkins og Ri-
ley er það 37 milljónir. Það er aðeins
nær raunveruleikanum þegar um er að
ræða eftirsóttasta enska framherjann á
markaðinum, 22 ára gamlan.
Hver er svo ástæðan fyrir þessu?
Ósköp einfaldlega auknar vinsældir
enska boltans og sífellt stærri sjón-
varpsréttarsamningar. Samkvæmt
vísitölunni lækkaði verð á leikmönn-
um árið 2003 þegar virði sjónvarps-
réttarsamningsins fyrir 2004-2007 var
lægra en þess fyrri og útlit á markaði
var svart. Á árunum 2008 til 2013 var
verðið líka sveiflukennt í takt við efna-
hagsástandið og yfirvofandi reglur um
fjárhagsafkomu knattspyrnuliða. Síð-
ustu tveir sjónvarpsréttarsamningar
hafa hins vegar hleypt öllu upp í loft og
meðalverð á knattspyrnumanni í ensku
úrvalsdeildinni hefur nær tvöfaldast frá
2012.
Spikfeitir sjónvarpsréttarsamn-
ingar kynda verðbólgubálið
Þau lið sem eyddu miklu á samdráttar-
tímum í boltanum skera sig úr á verð-
lagi dagsins í dag og virðast því mun
dýrari. Þegar Chelsea og Manchester
United punguðu út 20-30 milljónum
punda í leikmenn á árunum 2002-2004
voru aðrir klúbbar í vandræðum vegna
samdráttar í tekjum af sjónvarps-
samningnum. Þegar nýr og spikfeitur
sjónvarpsréttarsamningur tók gildi
árið 2008 tók landið að rísa á ný. Þeg-
ar nýr samningur tók gildi aftur 2013
hækkaði kaupverð á leikmönnum til
muna og nú er búið að semja upp á
nýtt. Að ári tekur gildi nýr sjónvarps-
réttarsamningur sem eykur tekjur
ensku liðanna úr þremur milljörðum
punda í rúma fimm milljarða. Því má
búast við að verð á leikmönnum hækki
enn frekar á næsta tímabili.
Fólk ætti því kannski að staldra að-
eins við áður en það skammast yfir
því hverjir séu fimmtíu milljón punda
menn og hverjir ekki. Fimmtíu millj-
ón punda maður frá 2010, Fernando
Torres, er 72 milljón punda maður á
verðlagi dagsins í dag. Bæði Torres
og Rio Ferdinand voru margreyndir
landsliðsmenn þegar þeir voru seldir
fyrir metfé. Í dag kostar 20 ára, afar
efnilegur strákur, 50 milljónir punda.
Hinn ungi Ra-
heem Sterling
hefur verið á allra
vörum í sumar
eftir að hann var
seldur frá Liver-
pool til Manc-
hester City á 49
milljónir punda.
Ljósmynd/NordicPho-
tos/Getty
H
eim
ildir: Vice.com
, Tom
kinstim
es.com
.
Leikmaður Keyptur til Verð*
1. Shevchenko Chelsea 83
2. Rooney Man. Utd. 82
3. Rio Ferdinand Man. Utd. 82
4. Essien Chelsea 78
5. Drogba Chelsea 73
6. Torres Chelsea 72
7. Shearer Newcastle 67
8. Aguero Man. City 66
9. Wright-Phillips Chelsea 63
10. Veron Man. Utd. 61
11. Carvalho Chelsea 61
12. di Maria Man. Utd. 59
13. Reyes Arsenal 58
14. Duff Chelsea 56
15. Crespo Chelsea 55
16. Mutu Chelsea 52
17. Rio Ferdinand Leeds 52
18. Hazard Chelsea 52
19. Owen Newcastle 51
20. Carroll Liverpool 50
21. Carrick Man. Utd. 50
22. Yorke Man. Utd. 49
23. Sterling Man. City 49
24. Özil Arsenal 49
25. Makelele Chelsea 46
26. Tevez Man. City 44
27. Cole Man. Utd. 44
28. Robinho Man. City 44
29. Adebayor Man. City 44
30. Hasselbaink Chelsea 43
31. Cisse Liverpool 43
32. Ashley Cole Chelsea 43
33. Mata Man. Utd. 43
34. Saha Man. Utd 42
35. Heskey Liverpool 42
36. van Nistelrooy Man. Utd. 41
37. Veron Chelsea 41
38. Berbatov Man. Utd. 41
39. Stam Man. Utd. 41
40. Oscar Chelsea 41
41. Ronaldo Man. Utd 40
42. Ferreira Chelsea 40
43. Mata Chelsea 40
44. Nasri Man. City 40
45. Dzeko Man. City 40
46. Robben Chelsea 40
47. Yaya Touré Man. City 39
48. van Persie Man. Utd. 39
49. Torres Liverpool 39
50. Lescott Man. City 38
Dýrustu leikmenn sögunnar
í enska boltanum
*Kaupverð á verðlagi ársins 2015 í milljónum punda miðað við hæsta mögulega verð
kaupsamnings leiðrétt fyrir fótboltaverðbólgu.
www.odalsostar.is
TINDUR
OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM
Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar
er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir
fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem
fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu
einkennandi þétta bragði hefur verið náð.
Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir
við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér.
Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur
hann fátt yfirgnæfa sig.
20 fótbolti Helgin 14.-16. ágúst 2015