Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 28
 Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is LEIKTÆKI LEIKFÖNG REIÐHJÓLAGRINDUR KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS BJÓDUM BÖRNIN VELKOMIN BARNAHORN LEGO BORÐ LESTARBORÐ VÖLUNDARHÚS V ið leggjum hvað mesta áherslu á að breyta orðræðunni um karlmennsku og hvað það er að vera karlmaður í dag,“ segir Heimir Snorrason, sálfræðingur hjá Kvíða- meðferðarmiðstöðinni. Hann stýrir þar námskeiðinu „Styrkur og sátt“, ásamt Ásmundi Gunnarssyni sál- fræðingi, en námskeiðið er ætlað karlmönnum sem vilja efla öryggi og áræðni. „Við höfum í mörg ár verið með sjálfsstyrkingarnám- skeið en þar voru aðeins um eða undir 10% þátttakenda karlmenn sem er í hrópandi mótsögn við allar rannsóknir á skertu sjálfsmati sem sýna að það kemur fram nánast jafn mikið hjá kynjunum. Í fyrravetur byrjuðum við því með námskeið sem eru aðeins fyrir karlmenn þar sem við ræðum meðal annars kynjamun og sjálfsmynd karla út frá nýjum áherslum í samfélaginu,“ segir hann. Heimir segir flesta þeirra sem sækja námskeiðin vera í kringum fertugt en alls hafi karlmennirnir verið frá tvítugu og upp í sjötugs- aldur, sem eiga það sameiginlegt að kljást við sjálfsmat. „Lágt sjálfs- mat er ákveðin skekkja, það er til- hneiging til að meta sjálfan sig með neikvæðum hætti. Þessi tilhneiging til neikvæðrar sjálfskoðunar hefur í kjölfarið áhrif á alla okkar hegðun og hugsun. Oft á þetta upptök sín í æsku og til þess hvernig okkar nán- ustu komu fram við okkur á heimili, skóla eða félagsstörfum. Þess ber þó að geta í lang flestum tilfellum reyna foreldrar sitt besta í upp- eldi barna sinna. Foreldrar okkar eru sjálf afsprengi síns uppeldis sem litar hegðun þeirra gagnvart börnum sínum. Ég get sagt fyrir mitt leiti sem faðir tveggja barna að þetta er flóknasta verkefni sem ég mun nokkurn tíman takast á við. Í sumum tilfellum er þó um skýra vanrækslu, misnotkun eða óhóflega Endurskil- greining karl- mennskunnar Skert sjálfsmat er jafn algengt hjá körlum og konum, þrátt fyrir það sem margir halda. Heimir Snorrason sálfræðingur ákvað í félagi við Ásmund Gunnarsson að halda sérstök námskeið fyrir karla til að aðstoða þá við að byggja upp sjálfsöryggi og áræðni. Hann segir marga karlmenn ekki hafa náð að fóta sig í samtím- anum þar sem konur eru í mikilli sókn, þeir upplifa jafnvel ógnun og þurfa aðstoð við að læra að vinna með tilfinningar sínar. gagnrýni að ræða. Stundum er þó erfitt að finna ákveðin upptök neikvæðrar sjálfsmyndar. Hún hefur þá bara þróast með tímanum og getur svo styrkst í sessi eftir áföll hvers konar, eftir skilnað eða eftir uppsögn í vinnu. Hún mótast smátt og smátt,“ segir hann. Konur í sókn Samhliða jafnréttisbaráttu kynjanna hefur hlutverk karlmanna í samfélaginu breyst og eiga margir karl- menn erfitt með að fóta sig í breyttum aðstæðum. Heimir segir að þeir Ás- mundur hafi viljað skoða hvað aðgreinir karlmenn frá konum þegar kemur að því að vinna með skert sjálfsmat en í gegnum árin höfðu þeir tekið eftir eins konar óþoli hjá sumum karlmönnum fyrir sjálfs- vinnu. „Þetta birtist sem einskonar fordómar gagnvart því að vinna með tilfinningar sínar og við spurðum okkur hvers vegna karlmenn væru frekar í þeirri stöðu en konur. Í umræðum um kynin nú á dögum hafa konur mikinn meðbyr og margir karl- menn eiga erfitt með það. Ef við líkjum þessu við fótboltalið þá er eins og karlmenn séu Manchester United sem hafa verið 5-0 yfir frá örófi alda. Síðan byrjar litla liðið að sækja á og skora fjöldann allan af mörkum. Staðan er orðin 5-4 og við karlmenn eru í sjokki yfir því að horfa á okkar fastmótuðu félags- sálfræðilegu hugmyndir um eigin yfirráð eigi ekki lengur við rök að styðjast. Ég held að þetta geti út- skýrt óþol margra karlmanna fyrir femínisma og umræðu um jafnrétti kynjanna. Við upplifum ógnun,“ segir Heimir. Hann bendir þarna á kollega sína, háskólamenntaða karlmenn, sem hafa verið í fararbroddi þegar kemur að samfélagsumræðu og segir þá ekki hafa verið nógu duglega á að ræða jafn- réttismál. „Sumir þeirra hafa eflaust óttast að ef þeir spyrja „Hvað um okkur karlana?“ þá verði orð þeirra mistúlkuð sem einhvers konar afturhvarf til „mas- kúlín“ samfélagsviðhorfa. Reynsla okkar af námskeiðunum er að karlmenn eru oft brenndir af því að hafa reynt að koma áhyggjuefnum sínum á framfæri en hafa jafnvel gert það klaufalega og orðið afturreka með athugasemdir sínar vegna þess. Þeir fá karlrembustimpilinn og bregðast við með því að fara í vörn. Oft byrjar þetta sem spurning þeirra út í samfélagið „Hvað um mig?“ sem endur- speglar ótta þeirra og vanmátt sem getur þróast út í heift og jafnvel ofbeldi ef þeir finna orðum sínum engan hljóm- grunn. Karlmenn sem hafa alist upp við steríótýpísk kynjahlutverk eiga yfir- leitt erfiðara með að tileinka sér nýjar áherslur í jafnréttismiðaðri heimi,“ segir Heimir. Karllæg skekkja á toppnum og á botninum Hann bendir á að þegar karlmenn vekja athygli á einhvers konar kynbundnu óréttlæti fái þeir oftar en ekki að heyra að meirihluti stjórnenda fyrirtækja séu karlmenn, flestir milljarðmæringar heimsins eru karlmenn og þeir sem stýra ríkisstjórnum eru að stærstum hluta karlmenn. „Það er gríðarleg skekkja á toppnum – karllæg skekkja – en það er líka skekkja á botninum. Karlar eru líklegri til að svipta sig lífi en konur þó konur geri fleiri tilraunir. Fangar eru í miklum meirihluta karlmenn. Með auk- inni vélvæðingu og sjálfvirkni á vinnustöðum eiga ómennt- aðir karlmenn erfiðara með að fá vinnu. Krafan um líkamlegan styrk verður sí- fellt minni samfara þessari þróun á meðan mikil eftir- spurn er eftir störfum sem krefjast þess sem kallast steríótýpískir kvenlegir eiginleikar, svo sem við umönnun ungra barna, matargerð og ýmis heilbrigðisstörf. Þetta er þróunin og með henni er grafið undan hinni hefðbundnu stöðu karlmannsins. Samfé- lagið er að breytast og þeir karlmenn sem lifa enn í þeim heimi að mestu máli skipti sé að vera harður, duglegur og taka á málum með hörku eiga sífellt erfiðara með að fóta sig,“ segir Heimir. Hann hrekur burt mýtuna um að karlmenn hafi almennt hærra sjálfsmat en konur því fjöldi rann- sókna sýni einfaldlega annað. „Það er staðalímynd karlmanns að vera með hátt sjálfsmat. Ef mér sem karlmanni finnst ég vera vit- laus, ófyndinn og leiðinlegur þá er það á skjön við það sem ég held að aðrir karlmenn upplifi hjá sjálfum sér enda þykir karlmannlegt að bera sig alltaf vel þrátt fyrir innri vanlíðan. Við berum okkar innri mann í sífellu saman við ytra byrði annarra,“ segir hann. Jafn neikvæð líkams- skynjun Heimir telur að ein ástæða þess að fólk telur sjálfsmat mismunandi eftir kynjum eiga einnig rætur að rekja til misvísandi rannsókna á líkamsskynjun kynjanna. „Þar var sérstaklega spurt um hvort fólk myndi vilja léttast en konur vilja það í flestum tilfellum. Karlar vilja hins vegar ýmis léttast eða þyngjast, það er missa fitu eða byggja sig upp af vöðvum. Í nið- urstöðum olli þetta skekkju. Neikvæð líkamsskynjun er jafn algeng hjá konum og körlum. Algengast er að konur vilji léttast. Karlmenn vilja hins vegar verða grennri, verða vöðvastæltari, verða hávaxnari, með stærri getnaðarlim, með meira hár á höfðinu eða með minna lík- amshár. Þetta síðastnefnda er reyndar frekar nýtilkomið en hér áður fyrr vildu menn helst vera með loðna bringu. En það er margt sem karlmenn vilja breyta hjá sér,“ segir hann. Tíu ára sonur Heimis hefur einnig tekið eftir ólíkum birtingarmyndum kynjanna í barnaefni en það er af sem áður var þegar karlkyns persónurnar voru alltaf þær hraustustu. „Hann benti mér á sem dæmi að í teiknimyndinni Rio væru karlkyns persónurnar í því hlutverki að láta aðra hlæja og vera jafn- vel svolitlir rugludallar á meðan kven- persónurnar eru sterkari og ráðandi aðilinn. Það er ekki undarlegt að það geti reynt á að vera karlmaður í samfé- lagi þar sem nýjar kröfur eru gerðar til þeirra og ég held að karlmenn almennt hafi mjög gott af því að skoða tilfinning- ar sínar náið til að auka sátt og skilning á sjálfum sér og til að geta byggt sig upp á sínum eigin forsendum.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ef við líkjum þessu við fótboltalið þá er eins og karlmenn séu Manchester United sem hafa verið 5-0 yfir frá örófi alda. Heimir Snorrason, sálfræðingur hjá Kvíða- meðferðarstöðinni, fann í starfi sínu að karlmenn voru í miklum minnihluta þeirra sem sóttu sjálfsstyrkingar- námskeið sem stangað- ist á við rannsóknir sem sýna að sjálfsmat karla er síst betra en kvenna. Í félagi við annan sál- fræðing býður hann því nú upp á sérstök nám- skeið fyrir karlmenn. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 14.-16. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.