Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 64
 Í takt við tÍmann anna Hafþórsdóttir Er að spá í að gerast grænmetisæta Anna Hafþórsdóttir er 27 ára Akureyringur sem flutti suður eftir menntaskóla og lærði leiklist í Kvikmyndaskólanum. Hún lék nýverið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam og útskrifaðist í vor sem tölvunarfræðingur frá HÍ. Hún vinnur nú hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Nextcode og vonast til að leika meira meðfram þeirri vinnu í framtíðinni. Staðalbúnaður Ég tek tímabil í stílum og finnst stundum gaman að skipta um týpur. Mér finnst mjög gott að eiga nokkrar klassískar flíkur sem ég get svo dressað mig upp og niður með. Að undanförnu hef ég verið mikið í strigaskóm og þægilegum, „kasúal“ fötum. Ég er með pínu æði fyrir Adidas-skóm núna. Ég á það til að missa mig í fatakaupum þegar ég er úti því þar er allt svo ódýrt. Ég versla til dæmis í H&M, Forever 21, Topshop og Zöru en mér finnst líka gott að kaupa dýrari flíkur sem endast lengur. Um daginn keypti ég mér til dæmis leðurbuxur í Karen Millen. Svo geng ég núna alltaf með Marc Jacobs-úrið sem ég fékk í útkskriftargjöf. Það passar við allt en mér finnst líka flott að vera með úr og þurfa ekki alltaf að vaða ofan í tösku til að sjá hvað tímanum líður. Hugbúnaður Ég æfi í Mjölni, bæði víkingaþrek og jóga og áhugamálin mín snúa flest að listum. Það er leiklistin náttúrlega en líka tónlist, bíómyndir, dans og fleira. Mér finnst gaman að kynnast fólki og pæla í fólki, gaman að hanga með vinum mínum á kaffihúsum og svo finnst mér gaman að skoða í húsgagnaversl- unum – ekkert endilega af því ég ætli að kaupa eitthvað. Hús og híbýli er til dæmis eitt uppáhalds blaðið mitt. Ég er hætt að drekka en ég fer samt alveg út að skemmta mér. Mér finnst skemmtilegt að fara á staði með góðri tónlist til að dansa, ég fíla til dæmis hip hop og fer því stund- um á Prikið. Annars vel ég bara barinn með besta dj-inn. Vélbúnaður Ég er með fimmtán tommu Macbook Pro og iPhone 5. Ég er að pæla hvort ég eigi að kaupa mér iPhone 6 eða bíða eftir næstu týpu... ég hugsa að ég bíði. Ég er nokkuð virk á samfélagsmiðlunum; Facebook, Snapchat og Instagram og svo er ég nýbyrjuð á Twitter (@annahaff) og er að taka það í sátt. Ég held að það megi segja að fólk geti fylgst ansi vel með lífi mínu á þessum miðlum en ég reyni þó að vera ekki of persónuleg. Aukabúnaður Mér finnst mjög gaman að borða en ég er ekki mjög mikil kjötmanneskja. Ég er meira að segja að hugsa um að gerast grænmetisæta, það er pæling hjá mér núna. Ég mætti vera duglegri að elda en ég mætti líka vera duglegri að minnka sykurneysluna, ég er dálítill nammigrís. Uppáhalds maturinn minn er grænmet- islasagna. Ég fer mikið á Gló og Saffran af því það er hollasti skyndibitamaturinn sem ég veit um. Ég keyri um á rauðum Polo og eyði miklum tíma í bílnum, ég skil stundum ekki hvað ég er alltaf að gera keyrandi hingað og þangað. Mér finnst gaman að ferðast, bæði innanlands og utan. Ég fór í skiptinám í vor til Kaliforníu og það var algjör snilld. Þar var alltaf gott veður og allir voða glaðir. Uppáhalds borg- in mín eftir þessa dvöl er San Francisco og ég væri til í að fara þangað aftur. Ljósmynd/Hari G jörningaklúbburinn The Icelandic Love Corpora-tion f lytur verkið Cere- mony Harmony á Hamraborgar- brúnni á Cycle listahátíðinni sem haldin er um þessar mundir í Kópavogi. Gjörningurinn bygg- ir á tveimur ólíkum hópum sem koma óvænt saman. Von er á að spurningar vakni um það hvað þessir kraftmiklu hópar eigi sam- eiginlegt, hvar þeir eigi heima og hvort þeir eigi heima saman og það á þessum stað, í þessu sam- hengi. Viðburðurinn er opinn öll- um. Gjörningurinn verður mynd- aður og síðar sýndur á sýningunni New Release, sem stendur fram til 27. september í Gerðarsafni í Kópavogi. Gjörningaklúbburinn er á tuttugasta aldursári og sem fyrr eru það listakonurnar Sigrún Hrólfsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir sem standa að honum. Viðburðurinn á laugar- dag hefst klukkan 15 og allar upp- lýsingar má finna á www.cycle.is -hf  kópavoGur CyCle listaHátÍðin Gjörningaklúbburinn í Hamraborg 64 dægurmál Helgin 14.-16. ágúst 2015 Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri- legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar. Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi, þá kynnumst við menningu heimamanna m.a. Masai þjóð flokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin. 675.900.- * Tanzania 22. Janúar–4. febrúar *Verð per mann i 2ja manna herbergir r i j r r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.