Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 8
Áður var enginn ákveðinn sem hafði umsjón með þessu. Í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag var fjallað um slysahættu sem getur skapast við notkun útdraganlegra hundatauma í ákveðnum aðstæðum. Þar var talað um að taumarnir væru kallaðir Flexi-taumar. Flexi er það fyrir- tæki sem var fyrst á markað með tauma af þessu tagi og eru útdraganlegir taumar því gjarnan kallaðir Flexi-taumar þó þeir séu framleiddir af öðru fyrirtæki, svipað og talað er um „to google“, eða að gúggla, þó verið sé að tala um leit með annarri leitarvél en Google. Það var mat fréttamanns að það hefði meira upplýsinga- gildi fyrir lesendur að nota þau heiti sem algengust eru þegar talað er um tauma af þessu tagi Til að fyrirbyggja misskilning vill Fréttatíminn því koma því á framfæri að í fréttinni var ekki aðeins átt við útdraganlega tauma frá Flexi heldur alla útdraganlega tauma. Með fréttinni fylgdi einnig mynd af Flexi-taumi til að þeir sem þekkja ekki til hundatauma átti sig betur á því hvers konar tauma er átt við.  Samgöngur Árétting vegna fréttar fréttatímanS Á við alla útdraganlega tauma B örnin finnast mun fyrr og við höfum mun betri aðgang að lög-reglunni eftir að þetta verkefni hófst,“ segir Böðvar Björnsson, deildar- stjóri Neyðarvistunar Stuðla, um sérstakt 12 mánaða átaksverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir að óæskilegir einstaklingar hýsi börn og ungmenni undir lögaldri. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir áframhaldandi fjárhagslegum stuðningi frá velferðarráðuneytinu til að halda verk- efninu úti en samkvæmt upplýsingum Fréttatímans hafa ekki borist endanleg svör. Guðmundur Fylkisson yfirvarðstjóri sem stýrir átaksverkefninu sagði í síðasta Fréttatíma frá því að frá því verkefnið hófst hafi tekist að minnka tímann sem leit hefst að barni frá um 8 klukkutímum eftir að leitarbeiðni berst niður í 20 mínútur. Lögreglan fer með hluta þeirra barna sem leitað er að á Stuðla og finnur Böðvar mik- inn mun á samstarfi við lögregluna eftir að verkefnið hófs. „Við getum alltaf haft samband við Guðmund. Áður var enginn ákveðinn sem hafði umsjón með þessu en nú eru allar boðleiðir styttri og samstarf lögreglu við fagaðila í málaflokknum hefur verið til fyrirmyndar,“ segir hann. Neyðarvistum Stuðla var breytt nokkuð um síðustu áramót og plássum þar fjölgað um eitt. Áður voru fimm pláss en Böðvar segir að jafnaði hafi fjögur þeirra verið nýtt á hverjum degi. „Nú erum við með sex pláss; þrjú fyrir stráka, tvö fyrir stelpur og eitt rými sem er ætlað fyrir sérstaklega erfiðar vistanir eða jafnvel gæsluvarðhald,“ segir Böðvar. Hann segist ekki hafa tekið það nákvæmlega saman hefur þó fundið að nýting rýma á Neyðarvistun sé minni í ár frekar en hitt. Þó sé fjöldi þeirra sem þar eru vistaðir mjög breytilegur og jafnast yfirleitt út þegar árin eru skoðuð í heild sinni. Kynjahlutfall þeirra sem vistaðir eru á Stuðlum er heldur jafnt. Stuðlar heyra undir Barnaverndarstofu en hún starfrækir einnig meðferðarúrræði sem kallast MST, eða fjölþrepameðferð, fyrir fjölskyldur unglinga með svo alvar- legan vanda að vistun hans utan heimilis er talin koma til greina en markmiðið er að foreldrar verði bjargráða við leit barna sinna. Þar er þeim því leiðbeint um ákveð- ið verklag ef börn týnast og ef þau atriði sem lögð er áhersla á virkar ekki að þá sé rétt að hafa samband við lögreglu. Böðvar segir þetta viðkvæman málaflokk og ein- staka unglingum finnist það einhvers kon- ar upphefð að lögregla leiti að þeim. Því sé mikilvægt að leita allra annarra leiða áður. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  LögregLumÁL nýtt verkLag SkiLar Árangri Týndu börnin finnast fyrr Deildarstjóri Neyðarvistunar Stuðla finnur mikinn mun á því hversu fljótt týnd börn finnast eftir að sérstakt átaksverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hófst. Hann lýsir yfir ánægju með samstarf við lögreglu og segir boðleiðir hafa styst mikið með tilkomu verkefnisins. Al- gjört neyðarúrræði er að kalla til lögreglu vegna týndra barna. Framhald verkefnisins veltur á stuðningi frá velferðarráðuneytinu. Deildarstjóri Neyðarvistunar Stuðla segir merkjanlegan mun á því hversu fljótt týnd börn finnast eftir að lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu fór í sérstakt átak í málaflokknum.Ljósmynd/Hari Opnunartímar Virkir dagar 11—18 Laugardagar 12—16 Síðumúla 21 s: 537 51 01 snuran.is fæst hjá okkur VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is 8 fréttir Helgin 14.-16. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.