Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 18
„Það er einfaldlega vegna þess að ég þekki þar til og veit um marga staði þar sem eru möguleikar á að ná myndum,“ segir Júlíana aðspurð um ástæðu þess að hópurinn heldur vestur á firði. „Áður en ég fór í heil- brigðisgeirann vann ég sem fjármála- stjóri hjá sjávarútvegsfyrirtæki í Esb- jerg. Það fyrirtæki var í samstarfi við íslenskt fyrirtæki í Súðavík sem vant- aði aðstoð við reksturinn og ég var fengin í það verkefni. Ég flutti ekki frá Danmörku heldur skrapp reglu- lega til Súðavíkur en fyrsta sumarið, þegar ég var að byrja, fékk ég skrif- stofu í frystihúsinu og hús á snjó- flóðasvæðinu. Ég man að ég kom í bæinn seint um kvöldið og um leið og ég lagðist upp í rúm fann ég að það var einhver í rúminu með mér. Ég sneri mér við og sá þar liggja konu. Það er auðvitað ekkert óeðlilegt fyrir mig að sjá en mér fannst þetta óþægi- legt því yfirleitt þegar ég ákveð að sýnin eigi að hverfa þá hverfur hún, en það gerðist ekki í þetta skiptið. Konan stóð upp og fór fram á klósett, pissaði og sturtaði svo niður. Og þá hélt ég að hún mundi hverfa en held- ur betur ekki. Hún gerði þetta stans- laust alla nóttina svo ég gat ekkert sofið. Um leið og klukkan varð sjö fór ég á bæjarstjórnarskrifstofuna alveg brjáluð yfir því að hafa fengið þetta hús en bæjarstjóranum fannst ekkert um þetta. En ég fékk nú samt nýja íbúð,“ segir Júlíana sem hefur sömu sögu að segja af frystihúsinu. „Ég gat aldrei verið frameftir á skrifstofunni, það var allt of mikið um að vera þar.“ Leitar eftir húsum þar sem eru reimleikar Júlíana sagði Marion frá þessari reynslu sinni að vestan eftir að þær kynntust og Marion vildi sam- stundis fara á staðinn. „Hún hafði áhuga á því að fara í þessi hús og jafnvel önnur til að reyna að ná ljós- myndum af framliðnum,“ segir Júlíana en Marion hefur fjárfest í myndavél sem byggir á tækni sem gerir kleift að mynda framliðna. „Þetta er ný tækni og ég hef séð út- komuna sem er alveg frábær. Okk- ur langar auðvitað til að fara inn í hús þar sem gerst hafa einhverjir atburðir en það er auðvitað erfitt að komast inn í hús þar sem býr fólk. En við höfum fengið aðgang Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu jafn mikla orku og skákklukka þarf til að ganga í næstum 100 ár Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Verið velkomin. Opið 10-17 alla daga. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Þessa mynd fékk ég senda frá Svíþjóð, segir Júlíana, en á henni má sjá hest umkringdan fleiri hestum út öðrum heimi. 18 viðtal Helgin 14.-16. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.