Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 59
Ég verð seint talinn fótboltabulla
en sjónvarpssjúklingur er orð sem
lýsir mér ágætlega. Það er nefnilega
svo skemmtilegt með gott sjónvarp
að það er sama hvaðan gott kemur.
Þættirnir Goðsagnir efstu deildar
eru slíkir þættir. Þar er farið yfir
feril bestu leikmanna í efstu deild
á Íslandi. Ég festist alltaf yfir þætt
inum, lendi ég á honum í stöðvaf
lakki mínu. Enda virkilega gott efni
á ferðinni. Jafnvel fyrir fótbolta
aukvisa eins og mig. Augljóslega
vandað til verka í öllum hornum.
Það er alltaf skemmtilegt að horfa
yfir farinn veg, hvort sem það er
efni úr stríði, pólitík eða íþróttum.
Það er líka ótrúlegt hvað finnst af
kappleikjum og gömlu efni. Nýju
viðtölin eru líka einstaklega góð.
Vel tekin, vel proppsuð, vel lýst og
bara vel gerð yfir höfuð.
Ég er búinn að sjá þáttinn um
Eyjamennina Tryggva Guðmunds
son og Steingrím heitinn Jóhannes
son sem var skemmtileg upprifjun
á fótbolta þegar fleiri lið en KR og
FH voru að berjast um titlana. Þótt
sá fyrrnefndi hafi reyndar átt fullt
í uppgangi Fimleikafélagsins eftir
aldamótin. Það sama má segja um
þáttinn þar sem Ólafur Þórðarson
var stjarna kvöldsins og þátt hans
í að Skagamenn hirtu dolluna ein
fimm ári í röð. Hvílíkur nagli sem
þessi maður er og endurspeglar
í raun hvers konar hörkutól voru
í íþróttum fyrir tíma upphitaðra
knattspyrnuhalla og lúxussamn
inga. Líka gaman að sjá grasið sem
menn létu bjóða sér í denn. Jaðrar
stundum við drulluboltann á Ísa
firði. En þátturinn er í það minnsta
ljómandi skemmtun og ég veit ekki
hvort þátturinn um Hödda Magg er
búinn eða á eftir að koma. Ég veit
bara að ég ætla að horfa á hann.
Haraldur Jónasson
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
STÖÐ 2
07:00 Barnatími Stöðvar 2
12:00 Nágrannar
13:45 Ísland Got Talent (9/11)
15:20 Impractical Jokers (1/13)
15:50 Margra barna mæður (2/7)
16:25 Mike & Molly (11/22)
16:45 The Middle (15/24)
17:10 Feðgar á ferð (8/10)
17:40 60 mínútur (45/53)
18:30 Fréttir og Sportpakkinn
19:10 Modern Family (16/24)
19:30 Planet’s Got Talent (2/6)
19:55 Grantchester (2/6)
20:45 Rizzoli & Isles (5/15)
21:30 The Third Eye (4/10) Hörku-
spennandi og vandaðir norskir
þættir um rannsóknarlögreglu-
mann sem verður fyrir því áfalli
að dóttir hans hverfur sporlaus í
hans umsjá. Hann á erfitt með að
sætta sig við veruleikann og neitar
að trúa því að hún komi ekki í
leitirnar og reynir að hafa uppi á
henni ásamt því að leysa önnur
glæpamál.
22:15 Shameless (12/12)
23:10 60 mínútur (46/53)
00:00 Daily Show: Global Edition
00:30 Suits (6/16)
01:15 Orange is the New Black (9/14)
02:10 Men in Black 3
03:55 The Mentalist (1/13)
04:40 Hostages (1/15)
05:25 Grantchester (2/6)
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
10:10 Valur - KR
12:00 MotoGP 2015 - Tékkland Beint
13:10 Barcelona - Sevilla
15:55 Einvígið á Nesinu
16:50 League Cup Highlights
17:20 Valur - KR
19:10 MotoGP 2015 - Tékkland
20:10 Arsenal - Galatasaray
21:55 Portsmouth - Derby
23:35 Valur - Breiðablik
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
09:00 West Ham - Leicester
10:40 Swansea - Newcastle
12:20 Crystal Palace - Arsenal Beint
14:50 Man. City - Chelsea Beint
17:00 Crystal Palace - Arsenal
18:40 Man. City - Chelsea
20:20 Valur - KR
22:10 Southampton - Everton
23:50 Tottenham - Stoke
SkjárSport
09:15 B. München - Hamburger SV
11:05 Werder Bremen - Schalke
12:55 Bundesliga Weekly (1:34)
13:25 Wolfsburg - Eintracht Frankfurt
15:25 Stuttgart - Köln
17:25 B. Dortmund - B. Mönchengl.
19:15 Wolfsburg - Eintracht Frankfurt
21:05 Stuttgart - Köln
16. ágúst
sjónvarp 59Helgin 14.-16. ágúst 2015
Stöð 2 Sport GoðSaGnir efStu deildar
Gott sjónvarp er gott sjónvarp
VIÐKVÆM HÚÐ?
PRÓFAÐU
ALLA LÍNUNA…
ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR
ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS
MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL
…fyrir heimilið, fjölskylduna og þig.
Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur
engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral
þér að vernda húð allra í fjölskyldunni.
Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
N
AT
7
16
82
1
1/
14