Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 19
Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu
jafn mikla orku og skákklukka þarf
til að ganga í næstum 100 ár
Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar
við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð
frá Reykjavík. Verið velkomin.
Opið 10-17 alla daga.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
að tveimur húsum og ef einhver vill
fá 18 miðla í heimsókn með mynda-
vél þá er bara hægt að hafa samband
við okkur. Það er ekki oft sem svo
margir sterkir miðlar koma saman
á einum stað,“ segir Júlíana en auk
þess að skoða hús munu þær halda
skyggnilýsingafund á Holti.
„Marion mun stjórna fundinum og
notast þá við gamlar aðferðir spírit-
ista en bætir líka við nýjum aðferðum
sem hún sjálf hefur þróað. Ég hef upp-
lifað svona fundi með Marion og það
er óhætt að segja að þetta er stórkost-
leg upplifun. Hún breyttist frá því að
vera ljóshærð falleg kona í að vera eld-
gamall maður með skeggbrodda. Og
það var einn á þeim fundi sem sagði;
„gvuð minn góður, Jósep frændi er
kominn í gegn.!““
Áföll tengja þig við andlega
orku
Júlíana segist vera hissa á litlum
áhuga íslenskra miðla á námskeið-
inu og þessari nýju ljósmynda-
tækni. „Mér finnst þessi litli áhugi
hálfsorglegur því ég taldi Íslend-
inga vera opnari fyrir þessu. En
maður heyrir eiginlega meiri krítík
en annað,“ segir Júlíana sem telur
gagnrýnina vera eðlilega, hún sé af-
sprengi hræðslu. „Fólk er svo hrætt
við hið óþekkta.“
En hvað veldur því að sumir sjá og
aðrir ekki?
„Ég tala við margt fólk sem seg-
ir aðra heima hafa opnast fyrir sér
eftir einhverskonar áföll eða slys.
Þess vegna segi ég oft að fólk þurfi
að lenda í áföllum sjálft til að upplifa
þetta, jafnvel deyja sjálft. Það er eins
og maður tengist betur við andlegu
orkuna við áföll. En það eru mis-
jafnar skoðanir á þessu og hver og
einn hefur sína upplifun. Sjálf man
ég enn mjög sterkt eftir minni fyrstu
sýn en þá var ég bara tveggja ára og
búin að vera veik af mislingum. Ég
bjó í Hafnarfirði í húsi þar sem voru
langar tröppur og ég sá mann í búri
efst í tröppunum með kúst í hönd-
unum. Þegar ég kem í miðjar tröpp-
urnar bendir hann á mig með kúst-
inum. Þetta voru mín fyrstu kynni
af þessum heimi og síðan þá hafa
sýnirnar ekki hætt.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Úrklippa úr
DV, 18. maí
1996.
viðtal 19 Helgin 14.-16. ágúst 2015