Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 24
Hann er ekki
sá fyrsti sem
ég er í sam-
bandi með,
sem á börn.
Hann er samt
sá fyrsti sem
ég sé ein-
hverja fram-
tíð með, svo
maður þurfti
að vanda
sig í byrjun
að nálgast
börnin.
Er greinilega of sæt til að vera gáfuð
M argrét Erla Maack hitti mig við tjaldið sem hýsir Sirkus Íslands á Klam-
bratúni. Tjald sem hún og vinir
hennar í sirkusnum fjármögnuðu
með söfnun á netinu og þau hafa
notað undir sýningar sínar undan-
farin ár. Það þarf helling af elju og
enn meiri sannfæringu í það reka
sirkus, en það er eins og Margrét
eigi nóg af hvorutveggja. Hún er
dugleg og áberandi, en hún er ekki
á því að hún sé að gera of mikið. „Ég
á marga hatta, en þetta kemur allt í
skorpum,“ segir hún. „Ég er ekki
alltaf að sýna þrjár sýningar á dag
og kenna í fjórum gæsapartíum og
stjórna karaoke um kvöldið. Þetta
er allt tekið í törnum. Þetta er ein-
hverskonar viðleitni við að vinna við
það sem manni finnst skemtilegt.
Til þess þarf maður að geta gert
allskonar. Ég ætla aldrei að ákveða
hvað ég verð þegar ég verð stór,“
segir Margrét.
RÚV er skrýtið ástarsamband
Það stóð aldrei til hjá Margréti að
gera svona margt, en einhvern veg-
inn þróuðust hlutirnir í þessa átt.
Hún hefur áhuga á mörgu og fátt er
henni óviðkomandi. „Ég hafði mik-
inn áhuga á leikhúsinu sem krakki
og langaði mikið að verða leikkona.
Ég kem úr mikilli leiklistarfjöl-
skyldu í móðurættinni,“ segir hún.
„Svo heillaðist ég meira af því sem
gerðist á bak við tjöldin og komst
inn í skóla í Englandi þar sem ég
ætlaði að læra sýningarstjórnun og
leikhúsframleiðslu. Á þeim tíma átti
ég breskan kærasta sem ég gat búið
hjá. Það samband kláraðist, svo ég
varð að hætta við námið og þá hafði
ég verið í ensku líka í háskólanum í
rúm þrjú ár, en kláraði ekki. Í ástar-
sorginni 2007 fór ég til New York
og tók Master-class í magadansi.
Þar fékk ég vinnu á klúbbi en kom
svo aftur heim, hjakkaði í skólanum
eina önn og frétti svo að það var laus
staða skriftu hjá RÚV,“ segir Mar-
grét. „Ég hafði áhuga á sjónvarpi
eins og leikhúsi og fékk þá vinnu.
Þetta var 2008. Þegar þetta starf
hjá RÚV bauðst þá fannst mér ég
bara þurfa að taka því aðeins rólega
í því sem ég var að gera og stökk
bara á það,“ segir hún. „Um svipað
leyti voru auglýstir sirkustímar hjá
Kramhúsinu, sem ég fór í og þar
kemur grunnurinn að sirkusnum.
Ég hef alltaf bara haft augun og
eyrun opin, og svo finna hlutirnir
mig. Ég er óhrædd við að skipta um
og breyta. Þegar hlutirnir eru búnir
þá get ég auðveldlega byrjað á ein-
hverju nýju,“ segir Margrét. „Þótt
ótrúlegt megi virðast þá er sirkus-
inn stabílasta vinna sem ég hef haft
í gegnum tíðina, ásamt dansinum.
Allt sem maður hefði haldið að væri
eitthvert hobbí hefur náð að verða
það sem ég geri mest af.“
Þú hefur ekki verið smeyk við að
festast á RÚV, eins og algengt er?
„Nei, ég fékk að gera svo margt
þar,“ segir Margrét. „Ég var í sjón-
varpinu og útvarpinu og öllu þar á
milli. Sem var frábært, svo var ég
rekin,“ segir hún. „Mér var sagt upp
í nóvember 2013, en átti svo að vera
í Gettu betur eftir áramót. Ég fékk
sjokkið en samt gat ég ekki bölvað
staðnum vegna þess að ég þurfti
að vera þar áfram. Pabbi hefur lýst
þessu eins og skrýtnu ástarsam-
bandi sem lauk, en það var samt
verið að halda manni volgum í al-
veg tvö ár með Gettu betur,“ segir
Margrét. „Innst inni var ég vonast
eftir því að fá endurráðningu en í
dag er ég búin að segja mínu starfi
í Gettu betur lausu vegna annarra
anna. Ég er búin að spyrja um allt
sem ég veit,“ segir Margrét.
Ég er ekki feit
Margrét hefur verið iðin við að
skrifa pistla á netinu um samfé-
lagið sem við búum í. Hún er beitt
og óhrædd við að tjá sig um þau
mál sem snerta ungar konur í dag.
„Þessir pistlar mínir eru mjög egó-
sentrískir, finnst mér,“ segir hún.
„Ég held að þeir þurfi að vera það.
Ef maður er að skrifa fyrir of marga,
er maður ekki að skrifa fyrir neinn.
Margrét Erla Maack er kamelljón. Hún kennir magadans og ýmislegt fleira í Kramhúsinu, er plötusnúður, rekur sirkus með vinum sínum, stjórnar karaoke og
stundum selur hún herramönnum föt hjá Kormáki og Skildi. Hún er með sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni og er sterk fyrirmynd sjálfstæðra ungra kvenna. Hún
er ástfangin og hefur einskæran áhuga á Eurovision og KFC. Hún blæs á staðalímyndir kvenna og finnst ekkert að því vera í of litlum fötum þó öðrum konum finnst
það. Ef fólk fær leið á henni þá er því frjálst að sleppa því að fylgjast með.
Þetta eru hlutir sem ég rekst á í daglega lífinu
eins og jafnrétti. Ef þetta væru einhver fljótandi
hugtök úti í bæ þá væri ég ekki að skrifa um
þetta,“ segir hún. „Það eru oft pínulitlir hlutir
sem eru skakkir þegar maður er stelpa og kona.
Ég geri mér samt fullkomlega grein fyrir því að
ég er forréttindapési að mörgu leyti. Ég er alin
upp í miklu jafnrétti og á jafnmarga karla- og
konuvini og fæ allskonar spegla á samfélagið.
Konur á mínum aldri eru duglegar að tjá sig og
í mínum litla heimi eru allir femínistar. Ég veit
samt alveg af öllu hinu fólkinu sem er ekki með
sömu skoðanir og ég, og það er bara allt í lagi,“
segir Margrét sem er 31 árs gömul. „Svo er það
kynslóðin sem kemur á eftir mér, stelpur uppúr
tvítugu. Þær eru enn duglegri. Sem er gaman að
sjá. Með samfélagsmiðlunum er auðvelt að tjá sig,
en ef það er heimskulegt og illa ígrundað þá týnist
það í síbyljunni. Það sem er vert að taka eftir, það
nær oftast í gegn.“
Margir mundu halda að Margrét væri með ein-
hverskonar athyglissýki eða nyti þess að stinga
á kýlum í samfélaginu. Hún stofnaði Skinnsemi-
Fullorðinssirkus, var áberandi í Free the nipple
umræðunni og er ófeiminn við að tjá sig um alls-
kyns feimnismál. Henni finnst mannslíkaminn
það fallegasta í veröldinni. „Mér finnst nekt ekki
vera feimnismál,“ segir hún. „Ég fattaði ekki fyrr
en eftir á að ég er að sýna meira af mér en þyk-
ir kannski eðlilegt. Þegar ég sýni magadans þá
koma stundum konur og karlar til mín og segja
að þeim þyki svo gott hjá stelpu „eins og mér“,
að vera í svona litlum fötum. Ég fatta aldrei hvað
þau eru að meina. Meina þau yfir þrítugu? eða ís-
lenska? Nei, þau meina svona „feita stelpu“ eins
Framhald á næstu opnu
Ég er ekki feit, en ég er heldur ekki mjó. Það er svo skrýtið hvað fólk er upptekið af þessu. Ljósmyndir/Hari
24 viðtal Helgin 14.-16. ágúst 2015