Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 66
 TónlisT Bone symphony með lag í Ted 2 Gamlar glæður Jakobs Frímanns í Hollywoodmynd Í kvikmyndinni Ted 2, sem nú er í kvik- myndahúsum, má heyra skemmtilegt „synthapopp“ með hljómsveitinni Bone Symphony, sem þekktust var fyrir lagið It´s A Jungle Out There, snemma á níunda áratugnum. Einn af meðlimum sveitarinnar var Jakob Frímann Magn- ússon. Hann mundi ekki eftir laginu One Foot In Front Of The Other, sem hljómar í myndinni en það rifjaðist upp fyrir honum við hlustun. „Bone Symphony er sveit sem ég var í með þeim Scott Wilk og Marc Levint- hal þegar ég bjó í Los Angeles í byrjun níunda áratugarins,“ segir Jakob. „Sveitin starfaði bara í eitt ár, en gaf þó út eina EP plötu þar sem It´s A Jungle Out There hljómar. Það varð mjög vinsælt, en þetta lag sem hér um ræðir komst ekki á plötuna. Við tókum þó upp alveg helling af lögum og þetta er eitt þeirra,“ segir Jakob en lög Bone Symphony hafa hljómað í nokkrum kvikmyndum sem og í þáttunum um Family Guy. Jakob segir þó að Stuðmenn hafi togað hann heim. „Stuðmannagiggið var nú bara betur borgað á þessum tíma, svo það varð ekkert meira úr þessu. Það er þó gaman að heyra að þetta lifir,“ segir Jakob Frímann Magnússon. -hf Íris Hólm heldur í haust til New York í leiklistar- nám.  KveðjuTónleiKar íris hólm í leiKlisTarnám í new yorK Kvíðir því að skilja dótturina eftir heima Söngkonan Íris Hólm flytur á næstunni til Bandaríkjanna þar sem hún ætlar í leiklistarnám í New York. Hún er bæði spennt og einnig mjög kvíðin þar sem tveggja ára dóttir hennar mun verða eftir heima í umsjá föður síns. Íris hefur komið víða við í söngnum en fékk hugljómun síðasta vetur og fann að sig langaði að hella sér út í leiklist. Íris ætlar að halda kveðjutónleika áður en hún flytur út. É g fer út í byrjun september,“ segir Íris Hólm söngkona. „Það er bara alveg að koma að þessu. Það eru allskonar til- finningar í loftinu yfir þessu. Spenna, kvíði og tilhlökkun og allt þar á milli,“ segir hún. „Ég á tveggja ára dóttur sem mun bíða heima með pabba sínum og vonandi verða þeir hjá Icelandair sanngjarnir þannig að maður komist heim í frí- unum sínum,“ segir Íris sem tók þá ákvörðun í vetur að skella sér í prufur í leiklistarskóla. „Leiklist var aldrei eitthvað sem ég hafði verið að pæla í, því ég var alltaf meira að hugsa um sönginn. Svo tók ég þátt í uppfærslu Leik- félags Mosfellsbæjar á Ronju ræningjadóttur og það var eitthvað sem heillaði mig,“ segir Íris. „Svo fór ég til London ásamt Agnesi Wild, vinkonu minni og leikstjóra Ronju, og fór að sjá söngleikinn Memphis, sem sýndur var í London. Þá má segja að ég hafi fengið ein- hverskonar hugljómun um hvað mig langaði til að gera. Ég var alveg vitlaus að geta ekki bara hoppað upp á svið til að vera með. Sama kvöld tók ég þá ákvörðun að fara í prufur,“ segir Íris. „Ég skoðaði nokkra skóla á netinu, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og fór í prufur í fjóra sem allir voru í New York,“ segir hún. „Ég komst inn í þrjá þeirra og valdi skóla sem heitir Circle in the Square, sem er á Manhattan. Þar er söngurinn jafn mikilvægur og leiklistin og mér leist best á það, því mig langar líka til þess að syngja meira. Þetta verður mikið ævintýri og ég hlakka til,“ segir Íris. Hún var í bakradda- hópi Maríu Ólafsdóttur í Euro- vision síðasta vor, en í sumar hefur hún verið að njóta þess að vera með dóttur sinni. „Manni finnst eins og maður hafi svo langan tíma, en svo eru bara allt í einu nokkrir dagar. Svo ég hef bara verið að njóta sumarsins með fólkinu mínu.“ Íris ætlar að halda kveðju- tónleika á Rósenberg þann 1. september þar sem vinir og fjölskylda munu koma fram. „Þetta eru líka smá fjáröflunar- tónleikar, þar sem þetta er dýrt ferðalag og dýr skóli,“ segir hún. „Afi minn mun syngja og bróðir minn og frændi líka og mamma ætlar að syngja líka,“ segir Íris. „Svo verða þarna minni stjörnur eins og Páll Óskar, María Ólafs, Pétur Örn, Friðrik Dór og fullt af öðrum vinum mínum sem ætla að koma fram,“ segir Íris Hólm og glottið heyrist í gegnum símann. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Bláu húsin v/Faxafen • S. 555 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun Æðisleg sundföt! ÚTSALAN hefst í dag! 30-60% afsl. af völdum vörum.Undirföt sundfö t náttföt Fjallið til Mexíkó Kraftajötuninn Hafþór Július, eða Fjallið eins og hann er kallaður, hélt til Mexíkó í gærmorgun, fimmtudag, þar sem hann mun taka þátt í Expo Fitness þar í landi. Hann birti mynd af sér í flugvélinni í morgun þar sem hann var að leggja af stað og var ekkert sérlega glaðlegur þar sem hann þarf að millilenda í Toronto og Dallas áður en til Mexíkó er komið. Hafþór er vinsæll um allan heim eftir að hafa leikið Fjallið í Game of Thrones þáttunum vinsælu. Veglegt Tónaflóð Tónaflóð, tónleikar Rásar 2 á Menn- ingarnótt í ár, verða veglegir að vanda. Ungstirnið Gísli Pálmi mun koma fram ásamt AmabAdama og Dimmu og hljómsveit allra lands- manna, Stuðmenn munu einnig stíga á stokk. Dimma mun einnig koma fram á tónleikum X977 sem haldnir verða í portinu við Bar 11, en þar mun Bubbi Morthens einnig koma fram, ásamt Agent Fresco, Júníusi Meyvant og fyrrnefndum Gísla Pálma, meðal annarra. Það er því tónleikastríð á milli stærstu út- varpsstöðvanna þetta kvöld. Mannakjöt á Menningarnótt Hljómsveitin Mannakjöt, sem samanstendur af meðlimum Dr. Spock, Botnleðju og Ham ásamt Valla sport og fleiri góðum mönnum, mun koma fram á stórtón- leikum Bylgjunnar sem haldnir verða á Ingólfs- torgi á Menningarnótt í Reykjavík, 22. ágúst næstkomandi. Mannakjöt kom fram á Gay Pride á Steini í Quarashi á Xið 977 Rapparinn Steinar Fjelds- ted, eða Steini í Quarashi eins og hann er gjarnan kallaður, hefur undan- farið haldið úti tónlistar- vefsíðunni albumm.is þar sem umfjallanir um íslenska tónlist má finna. Bæði fréttir og viðtöl. Steini mun í næstu viku færa sig upp á skaftið og hefja upp raust sína á útvarps- stöðinni X977 og byrja með þátt samnefnd- an síðunni, Albumm. Steini verður í loftinu á miðvikudagskvöldum klukkan 23 og fer um víðan völl í íslenskri tónlist. dögunum og vakti mikla lukku. Í vikunni kom út myndband með sveitinni við lagið Þrumustuð sem hljómar stanslaust á öldum ljósvakans um þessar mundir, en það var tekið upp á Gay Pride. 66 dægurmál Helgin 14.-16. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.