Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 12
Veldu f lot tustu Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri. Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 Skoðaðu úrvalið af flo um DELL tölvum fyrir skólann á advania.is/skoli, verð frá 69.990 kr. una É g er búin að vera virk innan samtakanna í mörg ár og hjarta mitt slær fyrir þessum mála- flokki,“ segir Auður Magndís Auðardóttir, nýr fram- kvæmdastjóri Samtakanna ´78. Hún bendir á að hinsegin samfélagið sé sífellt að stækka og undir regn- hlíf Samtakanna nú séu mun fleiri hópar en hommar og lesbíur. Á síðasta aðalfundi hafi til að mynda bæst við ókynhneigðir (asexual), persónuhneigðir (pansexual) og intersex fólk sem líkamlega er ein- hvers staðar á milli þess að vera karlkyns og kvenkyns. „Transfólk tilheyrir einnig félaginu og Trans Ísland bauð nýverið velkomna þá sem eru kynsegin, fólk sem hvorki vill flokka sig sem karl né konu held ur hvor ug kyn eða bæði í einu. Ritar Hinsegin handbók Tilkynnt var um ráðningu Auðar Magndísar á mánudag. Hún út- skrifaðist árið 2007 með meistara- gráðu í stjórnmálafélagsfræði frá London School of Economics með áherslu á kynjafræði, þar á meðal kynverund. Þá hefur hún BA próf í félags- og kynjafræðum frá Há- skóla Íslands og stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Auður hefur gegnt starfi verkefna- stjóra Jafnréttisskóla Reykjavíkur frá 2013, þar sem hún sinnti meðal annars jafnréttisráðgjöf til skóla og frístundamiðstöðva og tók þar einnig á málefnum hinsegin fólks. Í starfinu hefur hún haldið vinnustof- ur, útbúið kennsluverkefni og leið- beiningar til kennara og starfsfólks. Auður starfaði hjá Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands á árunum 2007-13 þar sem hún meðal annars verkstýrði fjölda verkefna, vann kostnaðaráætlanir og bar ábyrgð á gæðum verkefna. Auður Magndís hlaut nýverið ritlaunastyrk úr Þró- unarsjóði námsgagna til ritunar Hinsegin handbókar, ásamt dr. Írisi Ellenberger, eiginkonu sinni, sem mun koma út árið 2016. Flytja á Suðurgötu Samtökin festu fyrir nokkru kaup á húsnæði við Suðurgötu 3. Flutning- ur þangað hefur tafist vegna endur- bóta á húsinu en Auður Magndís segir loks sjá fyrir endann á þeim. „Við reiknum með að það verði tölu- verð vítamínsprauta fyrir félagið að komast á svona sýnilegan og að- gengilegan stað,“ segir hún en sam- tökin hafa um árabil verið í bakhúsi á þriðju hæð við Laugaveg. „Þarna getur fólk komið inn af götunni og aðgengi fyrir fatlaða er þarna mög gott. Þó hinsegin fólk sé að miklu leyti samþykkt í samfélaginu þá er alltaf viss kraftur sem fylgir því að geta tekið þátt í hinsegin samfé- laginu, hitt fólk sem er á svipuðum stað og þú og stundað hinsegin félagslíf,“ segir hún. Í gegnum tíðina hefur Auður Magndís starfað mikið að fræðslu- starf með ungu fólki. „Ég hef tekið þátt í að valdefla ungt fólk í jafn- réttisátt og Samtökin leggja einnig mikið upp úr slíku. Ungliðahópur Samtakanna er mjög öflugur. Fyrir einhverjum árum samanstóð hann af ungu fólki á aldrinum 18-25 ára en meðalaldurinn hefur lækkað mjög hratt á stuttum tíma. Fólk kemur nú mun fyrr út úr skápnum og þeir sem tilheyra ungliðahópn- um nú eru að mestu unglingar í efstu bekkjum grunnskóla, þeir yngstu eru 13 ára. Það er mikil- vægt að halda vel utan um þennan dýrmæta hóp. Það er enginn dans á rósum að koma út úr skápnum nú til dags þó það sé auðveldara en áður. Hinsegin börn og ungmenni eru í margfaldri hættu á einelti og annarri útskúfun. Fólk lendir enn í mótlæti og okkur finnst mikilvægt að ná til þessa hóps. Það eru börn sem halda að þau séu eini hinsegin krakkinn í skólanum og þau þurfa einhvern til að tala við,“ segir hún. Auður Magndís leggur áherslu á að hún hafi ekki forystu um að móta stefnu Samtakanna heldur sé það samvinnuverkefni félags- manna, stjórnarinnar sem félags- Regnhlífin stækkar sífellt Auður Magndís Auðardóttir hefur um árabil verið virk innan Sam- takanna ´78 og tekur í haust við sem framkvæmdastjóri þeirra. Hún segir að þrátt fyrir að hinsegin fólk sé að miklu leyti samþykkt í samfélaginu sé enn mikil þörf fyrir Samtökin ´78, ekki síst sem vettvang til að hitta aðra í sömu stöðu og maður sjálfur. Auður Magndís leggur áherslu á hversu mikilvægt sé að sinna öflugri fræðslu fyrir ungt hinsegin fólk en sífellt fleiri hópar eru boðnir velkomnir undir hinsegin regnhlíf Samtakanna. Fædd: 15. apríl 1982. Maki: Íris Ellenberger. Börn: Ástrós Inga og Bjartur Einar. Menntun: Meistara­ gráða í stjórnmála­ félagsfræði með áherslu á kynjafræði. Áhugamál: Jafn­ réttismál í sínum víðasta skilningi, dramatískar sjónvarpsþáttaseríur, prjón og hekl. Leyndir hæfileikar: Að kunna öll möguleg prjónatækniorð á norsku eftir að hafa unnið við þýðingu slíkra uppskrifta í mörg ár. Uppáhaldsmatur: Grillað lambakjöt. Auður Magndís Auðardóttir er nýr framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Hún segir mikilvægt að styðja vel við ungt hinsegin fólk en yngstu meðlimir Ungliðahreyfingar Samtakanna ´78 eru 13 ára. Ljósmynd/Hari menn kjósa, og svo trúnaðarráðs sem er eins konar ráðgjafaráð stjórnarinnar. „Okkar verkefni er að halda utan um sístækkandi hin- segin samfélag þannig að allir finni sig velkomna og geti hitt fólk sem er í sömu stöðu og þú sjálfur eða sjálf eða sjálft.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Það eru börn sem halda að þau séu eini hinsegin krakkinn í skólanum. Hver er ? Auður Magndís Auðardóttir 12 fréttaviðtal Helgin 14.-16. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.