Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 39
S kóla- og frístundastarf Reykja-víkurborgar er viðamikið en borgin rekur 36 grunnskóla, þar af tvo sérskóla. Í þeim stunda um 14 þúsund börn og unglingar nám. Í borginni eru að auki sex sjálfstætt starfandi grunnskólar sem njóta framlags frá borginni. Í skólastarfi er haft að leiðarljósi að börnum líði vel, að þeim fari stöðugt fram og að þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf, að því er fram kemur á heimasíðu borgarinnar. Átján tónlistarskólar og fjórar skólahljómsveitir Tónlistarnám í borginni er um- fangsmikið en Reykjavíkurborg starfrækir fjórar skólahljómsveit- ir, Skólahljómsveit Vesturbæjar, Skólahljómsveit Grafarvogs, Skóla- hljómsveit Austurbæjar og Skóla- hljómsveit Árbæjar og Breiðholts, og einn tónlistarskóla á Kjalarnesi. Um 450 grunnskólanemendur eru í skólahjómsveitunum. Að auki hafa verið gerðir þjónustusamningar við 18 einkarekna tónlistarskóla en á þriðja þúsund nemendur í Reykjavík fá styrki til náms í tónlistarskólum. Sex frístundamiðstöðvar Í Reykjavík eru 6 frístundamið- stöðvar, Ársel, Frostaskjól, Gufu- nesbær, Kampur, Kringlumýri og Miðberg. Starfsvettvangur frí- stundamiðstöðva er frítími allra borgarbúa en megináherslan er lögð á barna- og unglingastarf. Frí- stundamiðstöðvarnar sjá um rekst- ur félagsmiðstöðva og frístunda- heimila í sínu hverfi. Frístundaklúbbar Frístundaklúbbar eru í borginni fyrir börn og unglinga með fötlun á aldrinum 10-16 ára. Frístunda- klúbburinn Hofið þjónustar börn og unglinga úr almennum grunn- skólum á höfuðborgarsvæðinu vest- an Elliðaáa, Frístundaklúbburinn Garður þjónustar 10-12 ára börn úr Klettaskóla, Frístundaklúbburinn Höllin í Grafarvogi þjónustar börn og unglinga í Grafarvogi og Grafar- holti, Frístundaklúbburinn Hellir- inn í Breiðholti þjónustar börn og unglinga í Árbæ, Norðlingaholti og Breiðholti og loks frístundaklúbbur- inn Hlíðin við Brúarskóla. Klúbbarnir eru opnir eftir að skóladegi lýkur til klukkan 17 alla virka daga. Þeir eru einnig opnir frá klukkan 8 til 17 í öllum skólafríum fyrir utan vetrarfrí, Þá eru þeir lok- aðir. Opið er allan daginn í páska-, jóla- og sumarfríum og á starfsdög- um og foreldraviðtalsdögum. Félagsmiðstöðvar Fyrsta félagsmiðstöðin í Reykja- vík, Fellahellir, hóf starfsemi sína 1974. Í Reykjavík starfa nú 23 fé- lagsmiðstöðvar undir hatti sex frí- stundamiðstöðva. Þær eru ýmist starfræktar í eigin húsnæði eða í húsnæði grunnskólanna. Opnunar- tími félagsmiðstöðva yfir vetrartím- ann fylgir að mestu starfsári grunn- skólanna. Opnunartími er misjafn eftir miðstöðvum en er þó að lág- marki 2-3 kvöld í viku. Yfir sumar- tímann er megináhersla lögð á hóp- astarf og því ekki um formlegan opnunartíma að ræða. Upplýsingar um hann er að finna á heimasíðum félagsmiðstöðvanna. Félagsmiðstöðvar starfa sam- kvæmt Starfsskrá skrifstofu tóm- stundamála og er megináherslan á starf fyrir unglinga á aldrinum 13- 16 ára. Borgin rekur 36 grunnskóla Reykjavíkurborg rekur 36 grunnskóla, þar af tvo sérskóla. Í þeim stunda um 14 þúsund börn og unglingar nám. Helgin 14.-16. ágúst 2015 www.flugskoli.is www.facebook.com/flugskoli snapchat/flugskoli instagram: flugskoli Flugskóli Íslands Bæjarflöt 1-3 . Sími: 514-9400 info@flugskoli.is Atvinnuflugmannsnám Tveggja anna staðbundið nám Námstími er u.þ.b. níu mánuðir. Nokkur pláss laus í haust. Er lánshæft hjá LÍN. Vinsamlegast kynnið ykkur reglur LÍN um lántöku. Skráning á www.flugskoli.is Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað RV skrifstofuvörutilboð – í ágúst og september 25 stk. Milan kúlupenni, Blár 1.482 kr. (1.838 kr. með vsk) Aðein s             Streitustjórnunarnámskeið Við  Kvíðameðferðarstöðina  er  að  hefjast  hið  sívinsæla  námskeið  í   hugrænni  atferlismeðferð  við  streitu.     Á  námskeiðinu  er  þátttakendum  kennt  að  kortleggja  streituvalda   sína,  huga  að  grunnskipulagi  sólarhringsins,  bæta  svefn,  breyta   viðbrögðum  undir  álagi,  setja  ytri  streituvöldum  mörk,  bæta   samskipti  og  endurskoða  hugarfar,  meðal  annars  draga  úr  kröfum   sem  fólk  gerir  til  sín.     Námskeiðið  hefst  16.  september  en  jafnframt  eru  önnur  námskeið   á  döfinni,  m.a.  við  námskvíða,  félagskvíða,  áhyggjum,  almennum   kvíða  og  sjálfstyrkingarnámskeið.     Skráning  og  fyrirspurnir  í  síma  534-­‐0110  eða  kms@kms.is   Nánari  upplýsingar:  www.kms.is    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.