Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 32
Í efri byggðum Kópavogs eru nú, þótt ótrúlegt megi virðast, framleidd hjólabretti. Alvöru hjólabretti úr sjö lögum af kanadísk- um hlyni, pressuðum við tæp tutt- ugu tonn í heimasmíðaðri glussa- pressu. Maðurinn sem á bílskúrinn og stendur á bak við þetta allt sam- an heitir Haukur Már Einarsson. Hugmyndina fékk hann fyrir tveim- ur árum sem smíðakennari í Lækj- arskóla í Hafnarfirði. Þá hjálpaði hann nokkrum nemendum að búa til einföld hjólabretti sem krakk- arnir nostruðu svo við um veturinn. Hugmyndin sat í kollinum og fyr- ir um ári, í félagi við annan mann, Einar Marteinsson smið, smíðuðu þeir eftir teikningum Hauks press- una góðu sem gerir hjólabretta- framleiðslu í bílskúr við Elliðavatn mögulega. Haukur prófaði margar krossviðs= tegundir, reyndi meira að segja að fá íslenskt birki til framleiðslunn- ar, en það gekk ekki og fyrir valinu varð sérvalinn kanadískur hlynur, innfluttur sérstaklega til framleiðsl- unnar og nú rúlla undan pressunni hjólabretti sem upp á síðkastið hafa verið í prófunum hjá mörgum af helstu bretturum landsins, sem láta vel af. Steinar Fjeldsted, fyrrum Qua- rashi-rappari, hjólabrettakappi og nú prímus mótor á bak við heima- síðuna Albúmm hefur fylgst með Hauki og brettatilraunum hans frá því að fyrstu nothæfu brettin litu dagsins ljós fyrir um ári. Svo áhuga- samur var Steini orðinn að nú er svo komið að þeir eru farnir að krukka í hjólabrettaframleiðslunni saman, undir heitinu Mold. Þeir fengu svo Ómar Örn Hauksson, grafískan hönnuð og annan fyrrum rappara Lilli api stjarnan á fyrsta íslenska hjólabrettinu lÍs en ku ALPARNIR s ÚTSALAN ER Í FU LLUM GANGI FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS 20- Fatnaður 20 - 70% afsl. Bakpokar 20 - 50% afsl. 100% merino ull 20 - 30% afsl. Skór 20 - 50% afsl. og margt fleira ... Ekki missa af þessu. Takmarkað magn! hljómsveitarinnar Quarashi, til að teikna grafíkina fyrir fyrsta brettið sem fer í framleiðslu. Þar kom Ómar fyrir tveimur ástkærum karakterum úr sjálfum Brúðu- bílnum. Þeir Lilli api og Svarti Svalur skarta því nýjum hlutverkum þarna undir brettinu. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Haukur Már Einarsson, Steini í Albúmm og Ómar Swarez með fyrstu hjóla- brettin. Mynd Hari 32 hjólabretti Helgin 14.-16. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.