Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Side 32

Fréttatíminn - 14.08.2015, Side 32
Í efri byggðum Kópavogs eru nú, þótt ótrúlegt megi virðast, framleidd hjólabretti. Alvöru hjólabretti úr sjö lögum af kanadísk- um hlyni, pressuðum við tæp tutt- ugu tonn í heimasmíðaðri glussa- pressu. Maðurinn sem á bílskúrinn og stendur á bak við þetta allt sam- an heitir Haukur Már Einarsson. Hugmyndina fékk hann fyrir tveim- ur árum sem smíðakennari í Lækj- arskóla í Hafnarfirði. Þá hjálpaði hann nokkrum nemendum að búa til einföld hjólabretti sem krakk- arnir nostruðu svo við um veturinn. Hugmyndin sat í kollinum og fyr- ir um ári, í félagi við annan mann, Einar Marteinsson smið, smíðuðu þeir eftir teikningum Hauks press- una góðu sem gerir hjólabretta- framleiðslu í bílskúr við Elliðavatn mögulega. Haukur prófaði margar krossviðs= tegundir, reyndi meira að segja að fá íslenskt birki til framleiðslunn- ar, en það gekk ekki og fyrir valinu varð sérvalinn kanadískur hlynur, innfluttur sérstaklega til framleiðsl- unnar og nú rúlla undan pressunni hjólabretti sem upp á síðkastið hafa verið í prófunum hjá mörgum af helstu bretturum landsins, sem láta vel af. Steinar Fjeldsted, fyrrum Qua- rashi-rappari, hjólabrettakappi og nú prímus mótor á bak við heima- síðuna Albúmm hefur fylgst með Hauki og brettatilraunum hans frá því að fyrstu nothæfu brettin litu dagsins ljós fyrir um ári. Svo áhuga- samur var Steini orðinn að nú er svo komið að þeir eru farnir að krukka í hjólabrettaframleiðslunni saman, undir heitinu Mold. Þeir fengu svo Ómar Örn Hauksson, grafískan hönnuð og annan fyrrum rappara Lilli api stjarnan á fyrsta íslenska hjólabrettinu lÍs en ku ALPARNIR s ÚTSALAN ER Í FU LLUM GANGI FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS 20- Fatnaður 20 - 70% afsl. Bakpokar 20 - 50% afsl. 100% merino ull 20 - 30% afsl. Skór 20 - 50% afsl. og margt fleira ... Ekki missa af þessu. Takmarkað magn! hljómsveitarinnar Quarashi, til að teikna grafíkina fyrir fyrsta brettið sem fer í framleiðslu. Þar kom Ómar fyrir tveimur ástkærum karakterum úr sjálfum Brúðu- bílnum. Þeir Lilli api og Svarti Svalur skarta því nýjum hlutverkum þarna undir brettinu. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Haukur Már Einarsson, Steini í Albúmm og Ómar Swarez með fyrstu hjóla- brettin. Mynd Hari 32 hjólabretti Helgin 14.-16. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.