Fréttatíminn - 14.08.2015, Blaðsíða 38
Hópurinn á bak við Profectus. F.v. Hrefna Brigitta, Ingvar Jónsson, Guðrún Snorradóttir, Guðbjörn Gunnarsson, Unnar Sigurðs-
son og Matti Ósvald Stefánsson.
Gera gott betra
Sérstaða Profectus, sem samanstendur af öflugum hópi markþjálfa með ICF vottun, er að miðla
þekkingu og efla persónufærni þeirra sem hafa löngun til að gera gott betur. Profectus býður
upp á fjölbreytt námskeið í fræðslusetri sínu í haust, sem öll miða að því með ýmsum hætti að
fólk geti orðið betra eintak af sjálfum sér.
K jarninn í okkar vinnu er hjálpa fólki að vaxa, ná markmiðum sínum og auka
árangur sinn í því sem fólk er að fást
við,“ segir Ingvar Jónsson, mark-
þjálfi og framkvæmdastjóri Profec-
tus. „Það gerum við með aðferða-
fræði markþjálfunar að leiðarljósi
ásamt ýmsum greiningarverkfær-
um þar sem við viljum helst alltaf
vinna út frá raunstöðu ef því er við
komið. Á mörgum námskeiðum
notum við til dæmis NBI-greining-
ar sem greina hvernig við höfum
tilhneigingu til að hugsa. Allt sem
við gerum byrjar í heilanum, allt frá
því hvernig við hugsum, bregðumst
við öðrum, tökum ákvarðanir, eig-
um samskipti, veljum okkur störf,
stjórnum fólki, til hvernig við ölum
upp börnin okkar. Allt veltur á því
hvernig við hugsum.“
Með NBI-huggreiningu er á
hugsanferlið kortlagt og nýtt til
þjálfunar til dæmis til að öðlast
færni í að vinna með þeim sem
hugsa öðruvísi en maður sjálfur.
„Sumir leggja áherslu á staðreyndir,
aðrir leita eftir tengslum. Sumir eru
gefnir fyrir smáatriði, aðrir vilja sjá
heildarmyndina,“ segir Ingvar og
þegar búið er að kortleggja hugsun-
ina nýtist það til dæmis við að bæta
árangur í samskiptum og samvinnu.
„Sá hópur sem nær bestum árangri
samanstendur af fólki með ólíkar
hughneigðir sem nær að skilja hvert
annað, styrkleika og takmarkanir
hvers og eins.“
Ingvar segir að það sé öllum til
framdráttar að þekkja eigið hugs-
anaferli og leggur hann ríka áherslu
á að hver og einn geti auðveldlega
lært að beita heildarhugsun í starfi,
námi og í samskiptum. NBI-grein-
ingar hafa verið notaðar af náms-
ráðgjöfum, þjálfurum, kennurum,
markþjálfum og afreksmönnum í
íþróttum í yfir 20 löndum í meira
en 20 ár.
Profectus sem hefur verið starf-
andi í rúm tvö ár býður upp á mik-
ið úrval námskeiða og í haust mun
NBI-ráðgjafanám, fyrir þá sem vilja
vinna með NBI-huggreiningar og
nám í markþjálfun, bætast við.
Markþjálfaranámið sem við ætl-
um að bjóða upp á nú í haust und-
irbýr nemendur undir ACC-vott-
un og er byggt að hluta til á NLP
samskiptagrunni. „Námskeiðið er
lengra en tíðkast þar sem við viljum
fara dýpra í samskiptaþætti eins og
djúpa hlustun, svipbrigðalestur og
líkamstjáningu og aðra mikilvæga
samskiptaþætti. Það eru bæði þeir
sem vilja starfa sem markþjálfar
sem sækja þetta nám og eins þeir
sem vilja öðlast framúrskarandi
samskiptafærni.“
Námið er leitt af markþjálfum
Profectus sem allir eru með vott-
un frá ICF sem stendur fyrir Inter-
national Coach Federation.
„Markþjálfi er ekki ráðgjafi!
Hann nýtir hæfnisþætti sína til
þess að virkja þig og vitundarskapa
þá framtíð sem þú þráir að verði að
veruleika. Góður markþjálfi hálp-
ar þér að komast þangað sem þig
hefur einungis dreymt um að kom-
ast. Hann vinnur líka með þér við
að finna, greina og yfirstíga þær
hindranir sem standa í vegi fyrir
því að þú ert ekki kominn þangað”
segir Ingvar.
Þjálfun leiðtoga er stór hluti
af starfsemi Profectus. Í október
kemur út bókin „The Whole Brain
Leader“ þar sem stjórnendum er
kennd heildarhugsun og hvernig
þeir geta orðið markþjálfandi leið-
togar. Bókin byggir að mestu á Leið-
togafærninámskeiði Profectus og er
skrifuð af framkvæmdastjóra Prof-
ectus, Ingvari Jónssyni og Sjoerd de
Waal, hollenskum stjórnendaþjálfa.
Bókin er skrifuð á ensku og verð-
ur fyrst gefin út í Suður-Afríku og
verður einnig fáanleg í bókabúðum
og á Amazon. Ingvar kynntist NBI-
greiningum í MBA námi við CBS
og varð sér í framhaldinu út um ráð-
gjafaréttindi til að starfa með NBI-
greiningar og einnig NBI-kennar-
araréttindi og gekk það vel að eftir
var tekið og úr varð að honum var
boðið til Suður-Afríku til að kenna
leiðtogafærni. „Það felst í því að
kenna leiðtogum heildarhugsun og
markþjáflun. Góður leiðtogi hefur
það sem þarf til að skapa fleiri leið-
toga, ekki bara afla sér fylgjenda,“
segir Ingvar.
Unnið í samstarfi við
Profectus
38 fréttir Helgin 14.-16. ágúst 2015
Vilt þú gera
gott betur?
Við höfum opnað fræðslusetur þar sem við
bjóðum upp á opin námskeið. Að sjálfsögðu
bjóðum við einnig öll okkar námskeið til
fyrirtækja eins og við höfum gert hingað til.
Lengri námskeið og alþjóðlega vottað nám:
ACC markþjálfanám (byggt á NLP-samskiptagrunni)
Leader as a Coach - leiðtogaþjálfun
NBI-leiðbeinendanám
NLP-practitioner
NLP-master practitioner
Mentor markþjálfun til ACC-vottunar
Styttri námskeið:
Nútíma- og orkustjórnun
Listin að viðhalda árangri
Styrkleikar - þín innri auðlind
Kjarninn í jákvæðri vinnumenningu
Þrautseigja - að bogna án þess að brotna
BTM - starfsmannasamtalið
Vitundaveisla og hópefli
Liðsheildin - samskipti og samvinna
Persónuleg stefnumótun (markþjálfun)
Áhrifaríkar kynningar
Heildarhugsun - lærðu að lesa í fólk og aðstæður
Umsjón með heilsudögum fyrirtækja
Upplýsingar og skráning á www.profectus.is
Námskeið í boði á haustönn: