Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Side 31

Fréttatíminn - 02.10.2015, Side 31
Árlega deyja 52 einstaklingar úr ristilkrabbameini. Það má koma í veg fyrir það. Kauptu Bleiku slaufuna og hjálpaðu okkur að hefja skipulagða leit að ristilkrabbameini.Bra nd en bu rg   52    . # É g les það í fréttum að borgin sé svo vond við fatlað fólk,“ segir Sigurjón Kjartansson, söngvari og gítarleikari HAM, er hann situr á spjalli við við S. Björn Blöndal, borgarfulltrúa og bassaleikara HAM, „á meðan við sem búum í Kópavogi þekkjum þetta ekki.“ „Kosturinn er sá að í Kópavogi er greinilega enginn vondur við fatlað fólk. Þá spyr maður hvort það sé ekki góður staður fyrir fatlað fólk,“ segir Björn. „Ég segi að við getum ekki ver- ið eins góð við fatlað fólk og við mund- um vilja vera. Vegna þess að við höfum ekki fjármunina til þess og ríkið vill ekki láta okkur fá þá. Þá segi ég ok, ef ríkið telur sig geta gert þetta mikið betur fyrir þetta fjármagn þá er sam- félagslega ábyrgt að þessi málaflokkur gangi aftur til ríkisins. Ríkið sjái þá um að þjónusta það fólk sem á þarf að halda. Bæði ódýrar og betur. Við eigum ekki að vera að vasast í þessu ef við eigum ekki að gera það almenni- lega. Reykjavík þarf milljarð til þess að gera þetta almennilega og ef við fáum hann ekki, þá eigum við ekki að vera að gera þetta.“ En nóg af pólitík. Kapítalismi ekkert endilega slæmur „Hljómsveitin HAM er búin að vera til síðan 1988, sem gera 27 ár,“ segir Sigurjón og dæsir. „Ef þú vilt endilega segja að það séu að verða þrjátíu ár síðan, þá gerir þú það.“ „Umræðuefnið innan bandsins hefur samt ekkert breyst neitt rosalega mikið,“ segir Björn. „Þrátt fyrir að menn hafi gert allan fjandann á þess- um tíma. Ungir menn vorum við oft að tala um pólitík og slíkt, en við vorum þó ekki reiðir ungir menn. Við erum bara þokkalega meðvitaðir um okkar umhverfi sem hópur og höfum pælt í því. Hver ræður og svona, hver maðurinn, og slíkt. Sigurjón var lengi mjög hægri sinnaður,“ segir Björn og Sigurjón hlær við. „Þú varst á frjáls- hyggjulínunni,“ segir Björn. „Já, ég var það,“ segir Sigurjón. „Að vissu leyti hefur það breyst en að öðru leyti ekki,“ segir hann. „Ég er kap- ítalískur í hugsun. Sem fyrir mér er grunn-element í því að vera skapandi.“ „En þú veist líka að það þarf alltaf ákveðin sósíal element til þess að þetta gangi upp,“ segir Björn. „Kapít- alisminn sem stundaður er á Íslandi og víðar er ekki alvöru. Þetta er svona fals-kapítalismi. Hér ertu bara í skjóli opinbers fjármagns, og svo er þetta spurning hvern þú þekkir og slíkt.“ „Í grunninn er ég samt meira til vinstri,“ skýtur Sigurjón inn í. „Kapítalisimi er ekkert endilega slæmur en það er meðferð hans, sem er ábótavant,“ segir Björn. „Það er samt bein tenging milli frjálshyggju og sköpunar.“ Björn og Sigurjón komu báðir að stofnun Besta flokksins á sínum tíma, þó Sigurjón hafi alltaf verið meira til baka í pólitísku brasi félaga sinna. „Upphaflega ætlaði enginn í pólitík. Þetta var bara hugmynd. Við létum þetta bara eftir Jóni Gnarr að vera með í þessari hugmynd,“ segir Sigurjón. „Við höfum alltaf látið allt eftir honum. Það varð samt engin breyting á okkur í sjálfu sér,“ segir Björn. „Það varð bara einhver að gera þetta.“ Framhald á næstu opnu Við fórum að reyna að gera ýmislegt annað þegar við vorum yngri. Buffalo Virgin, önnur platan okkar er til dæmis ekki góð plata.“ Ljósmynd/Teitur viðtal 31 Helgin 2.-4. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.