Fréttatíminn - 02.10.2015, Page 58
tíska & snyrtivörur Helgin 2.-4. október 201558
Faglegt og fjölbreytt nám
í Snyrtiakademíunni
129.900 kr.Frá:
Ferðatímabil: 1-3. desember 2015. Verð á mann miðað við
2 saman í herbergi. Innifalið er flug, gisting í 2 nætur,
morgunmatur og miði á tónleikana.
www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000
TÓNLEIKAR MADONNA Í LONDON
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
Vertu einstök – eins og þú ert
stærðir 38-52
my styleStærðir 38-52
Netverslun á tiskuhus.is
Smart haustlína
Snyrtiakademían er einkarekinn snyrti- og förðunarskóli og hefur
verið starfandi síðan 2002 og er elsti einkarekni snyrtiskóli lands-
ins. Skólinn hefur alþjóðalega Cidesco viðurkenningu og eru tæki-
færin að námi loknu því fjölmörg.
V ið leggjum áherslu á að nem-endur læri fagmennsku og öðlist þekkingu og færni,“
segir Jóna Dóra Óskarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Snyrtiakademíunnar.
Námsleiðirnar eru tvær, annars vegar
eins árs nám í snyrtifræði og hins veg-
ar 14 vikna diplómanámskeið í förðun.
Eini snyrtiskóli landsins með
alþjóðlega viðurkenningu
Námið í Snyrtiskólanum skiptist í
bóklegt og verklegt og er tekið á
einu ári. „Einn af kostum skólans
er að námið er þétt og tekið á stutt-
um tíma, sem þýðir að hægt er að
fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Nem-
endur okkar eru margir hverjir að
láta drauminn rætast og skipta um
starfsvettvang og skiptir því máli að
komast hratt út á vinnumarkaðinn,“
segir Jóna Dóra. Atvinnutækifærin
eru fjölmörg að námi loknu. „Nem-
endur okkar hafa farið á snyrtistof-
ur, í snyrtivöruheildsölur og sumir
snyrtifræðingar hafa starfað með
húðlæknum, svo dæmi séu tekin.“
Ein af sérstöðum skólans er alþjóð-
leg viðurkenning. „Snyrtiskólinn
er eini íslenski skólinn sem hefur
alþjóðlega Cidesco viðukenningu,
sem þýðir að nemendum okkar gefst
tækifæri á að starfa erlendis,“ segir
Jóna Dóra. Auk þess býðst útskrift-
arnemum að fara á námssamning
erlendis, en hluti af náminu eru 40
vikur á snyrtistofu eftir útskrift. „Í
nóvember eru tveir nemar frá okkur
á leiðinni til Noregs.“ Nám í snyrti-
fræði býður upp á endalausa mögu-
leika og segir Jóna Dóra að alltaf sé
hægt að bæta við þekkinguna. „Við
tökum vel á móti öllum nemendum
og sérstaklega strákum. Hingað til
höfum við útskrifað tvo stráka og
það væri gaman að sjá fleiri stráka
hér í Snyrtiakademíunni.“ Ný önn
hefst í nóvember og er opið fyrir
skráningu. Námið er lánshæft hjá
LÍN og er 18 ára aldurstakmark.
Nýjar áherslur í Förðunarskól-
anum
Förðunarskólinn hefur verið leið-
andi í kennslu í förðun allt frá stofn-
un hans árið 1997. Þóra Kristín
Þórðardóttir er yfirkennari skól-
ans. Nýir kennarar hafa bæst í
hópinn og verða nýjar áherslur í
skólanum í vetur. „Við höfum nú-
tímavætt förðunarskólann,“ segir
Jóna Dóra. Hvert námskeið stendur
yfir í 14 vikur og hljóta nemendur
diplómu í förðun að námi loknu. „Í
náminu er lögð áhersla á tísku- og
ljósmyndaförðun, leikhúsförðun,
airbrush, special effects og líkams-
förðun. Auk þess læra nemendur
smokey, dag- og kvöldförðun, brúð-
arförðun, tímabilafarðanir, grafíska
hönnun, tattoo, catwalk, umhirðu
húðar og margt fleira,“ segir Jóna
Dóra. Á námskeiðinu er notast við
fyrsta flokks vörur frá Smashbox og
mikið lagt upp úr að útskrifa nem-
endur sem eru sjálfstæðir í vinnu-
brögðum og tilbúnir að takast á við
þá fjölbreytni sem einkennir starf
förðunarfræðings. „Námið krefst
nákvæmni, aga, hugmyndaflugs
og sköpunargleði og við leggjum
áherslu á að nemendur virki þessa
eiginleika. Skráning stendur nú yfir
og næsta námskeið hefst í janúar
2016. Aldurstakmark er 16 ár. All-
ar nánari upplýsingar má nálgast á
heimasíðunni snyrtiakademian.is
Unnið í samstarfi við
Snyrtiakademíuna
Snyrtiakademían býður upp á faglegt og fjölbreytt nám, annars vegar í snyrtifræði og hins vegar í förðunarfræði. Skólinn er eini
snyrtiskólinn á landinu sem hefur alþjóðlega Cidesco viðurkenningu. Mynd/Teitur.
Haustlúkkið frá Lancôme
Undirbúningur
húðar er mikil-
vægur og því er
krem eða serum
undir farða
nauðsynlegt til
að húðin sé vel
nærð og ljómi.
Einnig er augn-
skuggagrunnur
mikilvægur svo
að augnskugg-
arnir setjist ekki
í línur og haldist
fullkomlega allan
daginn. Sérstak-
lega gott fyrir
konur sem eru
með hrukkur og
línur í kringum
augun eða lítil
augnlok sem eru
farin að síga.
Haustlitir Lan-
côme eru hann-
aðir af Caroline
De Maigret sem
er tískugoð-
sögn í Frakk-
landi. Línan er
elegant, þægileg
og hentar öllum
konum. Áherslan
er lögð á augun
og augnum-
gjörðina.
Stjörnuráð make-up artistans
n Ef leggja á áherslu á augun er gott að
byrja á að setja augnskuggann á og enda á
því að setja farða á húðina svo augnskugg-
inn myndi ekki skugga undir augun.
n Mjög gott er að nota augnskuggagrunn/
base á varirnar. Þá helst varaliturinn mikið
betur á og blæðir ekki.
Andlit: Visionnaire serum. Gefur svo fal-
legan ljóma.
Farði: Teint Miracle farði númer 010.
Augu: Hypnôse Palette ST8 haustlitir 2015,
Khol augnblýantur 02 brúnn, Hypnôse
Volume A Porter svartur. Hypnôse Base NU
augnskuggabase 02.
Kinnar: Belle De Teint sólarpúður númer
04. Gefur fallegan ljóma og hægt að nota til
að skyggja og móta. Blush Subtil kinnalitur
númer 11.
Varir: Ĺ Absolue Rouge varalitur númer 305.
Förðun: Krist-
jana Rúnars-
dóttir, National
Make-up artist
hjá Lancôme.
Módel: Helga
Soffía frá Es-
kimo módels