Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 02.10.2015, Blaðsíða 58
tíska & snyrtivörur Helgin 2.-4. október 201558 Faglegt og fjölbreytt nám í Snyrtiakademíunni 129.900 kr.Frá: Ferðatímabil: 1-3. desember 2015. Verð á mann miðað við 2 saman í herbergi. Innifalið er flug, gisting í 2 nætur, morgunmatur og miði á tónleikana. www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000 TÓNLEIKAR MADONNA Í LONDON Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Smart haustlína Snyrtiakademían er einkarekinn snyrti- og förðunarskóli og hefur verið starfandi síðan 2002 og er elsti einkarekni snyrtiskóli lands- ins. Skólinn hefur alþjóðalega Cidesco viðurkenningu og eru tæki- færin að námi loknu því fjölmörg. V ið leggjum áherslu á að nem-endur læri fagmennsku og öðlist þekkingu og færni,“ segir Jóna Dóra Óskarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Snyrtiakademíunnar. Námsleiðirnar eru tvær, annars vegar eins árs nám í snyrtifræði og hins veg- ar 14 vikna diplómanámskeið í förðun. Eini snyrtiskóli landsins með alþjóðlega viðurkenningu Námið í Snyrtiskólanum skiptist í bóklegt og verklegt og er tekið á einu ári. „Einn af kostum skólans er að námið er þétt og tekið á stutt- um tíma, sem þýðir að hægt er að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Nem- endur okkar eru margir hverjir að láta drauminn rætast og skipta um starfsvettvang og skiptir því máli að komast hratt út á vinnumarkaðinn,“ segir Jóna Dóra. Atvinnutækifærin eru fjölmörg að námi loknu. „Nem- endur okkar hafa farið á snyrtistof- ur, í snyrtivöruheildsölur og sumir snyrtifræðingar hafa starfað með húðlæknum, svo dæmi séu tekin.“ Ein af sérstöðum skólans er alþjóð- leg viðurkenning. „Snyrtiskólinn er eini íslenski skólinn sem hefur alþjóðlega Cidesco viðukenningu, sem þýðir að nemendum okkar gefst tækifæri á að starfa erlendis,“ segir Jóna Dóra. Auk þess býðst útskrift- arnemum að fara á námssamning erlendis, en hluti af náminu eru 40 vikur á snyrtistofu eftir útskrift. „Í nóvember eru tveir nemar frá okkur á leiðinni til Noregs.“ Nám í snyrti- fræði býður upp á endalausa mögu- leika og segir Jóna Dóra að alltaf sé hægt að bæta við þekkinguna. „Við tökum vel á móti öllum nemendum og sérstaklega strákum. Hingað til höfum við útskrifað tvo stráka og það væri gaman að sjá fleiri stráka hér í Snyrtiakademíunni.“ Ný önn hefst í nóvember og er opið fyrir skráningu. Námið er lánshæft hjá LÍN og er 18 ára aldurstakmark. Nýjar áherslur í Förðunarskól- anum Förðunarskólinn hefur verið leið- andi í kennslu í förðun allt frá stofn- un hans árið 1997. Þóra Kristín Þórðardóttir er yfirkennari skól- ans. Nýir kennarar hafa bæst í hópinn og verða nýjar áherslur í skólanum í vetur. „Við höfum nú- tímavætt förðunarskólann,“ segir Jóna Dóra. Hvert námskeið stendur yfir í 14 vikur og hljóta nemendur diplómu í förðun að námi loknu. „Í náminu er lögð áhersla á tísku- og ljósmyndaförðun, leikhúsförðun, airbrush, special effects og líkams- förðun. Auk þess læra nemendur smokey, dag- og kvöldförðun, brúð- arförðun, tímabilafarðanir, grafíska hönnun, tattoo, catwalk, umhirðu húðar og margt fleira,“ segir Jóna Dóra. Á námskeiðinu er notast við fyrsta flokks vörur frá Smashbox og mikið lagt upp úr að útskrifa nem- endur sem eru sjálfstæðir í vinnu- brögðum og tilbúnir að takast á við þá fjölbreytni sem einkennir starf förðunarfræðings. „Námið krefst nákvæmni, aga, hugmyndaflugs og sköpunargleði og við leggjum áherslu á að nemendur virki þessa eiginleika. Skráning stendur nú yfir og næsta námskeið hefst í janúar 2016. Aldurstakmark er 16 ár. All- ar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni snyrtiakademian.is Unnið í samstarfi við Snyrtiakademíuna Snyrtiakademían býður upp á faglegt og fjölbreytt nám, annars vegar í snyrtifræði og hins vegar í förðunarfræði. Skólinn er eini snyrtiskólinn á landinu sem hefur alþjóðlega Cidesco viðurkenningu. Mynd/Teitur. Haustlúkkið frá Lancôme Undirbúningur húðar er mikil- vægur og því er krem eða serum undir farða nauðsynlegt til að húðin sé vel nærð og ljómi. Einnig er augn- skuggagrunnur mikilvægur svo að augnskugg- arnir setjist ekki í línur og haldist fullkomlega allan daginn. Sérstak- lega gott fyrir konur sem eru með hrukkur og línur í kringum augun eða lítil augnlok sem eru farin að síga. Haustlitir Lan- côme eru hann- aðir af Caroline De Maigret sem er tískugoð- sögn í Frakk- landi. Línan er elegant, þægileg og hentar öllum konum. Áherslan er lögð á augun og augnum- gjörðina. Stjörnuráð make-up artistans n Ef leggja á áherslu á augun er gott að byrja á að setja augnskuggann á og enda á því að setja farða á húðina svo augnskugg- inn myndi ekki skugga undir augun. n Mjög gott er að nota augnskuggagrunn/ base á varirnar. Þá helst varaliturinn mikið betur á og blæðir ekki. Andlit: Visionnaire serum. Gefur svo fal- legan ljóma. Farði: Teint Miracle farði númer 010. Augu: Hypnôse Palette ST8 haustlitir 2015, Khol augnblýantur 02 brúnn, Hypnôse Volume A Porter svartur. Hypnôse Base NU augnskuggabase 02. Kinnar: Belle De Teint sólarpúður númer 04. Gefur fallegan ljóma og hægt að nota til að skyggja og móta. Blush Subtil kinnalitur númer 11. Varir: Ĺ Absolue Rouge varalitur númer 305. Förðun: Krist- jana Rúnars- dóttir, National Make-up artist hjá Lancôme. Módel: Helga Soffía frá Es- kimo módels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.