Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.10.2015, Side 69

Fréttatíminn - 02.10.2015, Side 69
heilsutíminn 69Helgin 6.-8. júní 2014 Blómabúðadagar 1.-4. október 2015 Líttu við í næstu blómabúð. Fjölbreytt úrval talandi blóma á frábæru verði. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Sýningin Heilsa og Lífsstíll 2015 fer fram í Hörpu um helgina. Um er að ræða stóra og glæsilega sýningu um allt sem viðkemur heilsusam- legum lífsstíl. S ýningar af þessu tagi duttu upp fyrir eftir hrun en eru að koma sterkar inn aftur,“ segir Katrín A. Friðriksdóttir sýningar- stjóri. „Við tókum saman 40 fyrir- tæki úr mismunandi áttum sem munu kynna vörur sínar og þjón- ustu. Fólk getur gengið á milli bása og kynnt sér alla flóruna, allt frá líf- rænu súkkulaði og náttúrukremum til jóga. Það er nefnilega þannig að ef þú ætlar að lifa heilsusamlegu lífi er ekki nóg að mæta bara í rækt- ina, það er meira sem spilar inn í og á sýningunni er hægt að kynn- ast öllu sem tengist heilsusamleg- um lífsstíl.“ Á sýningunni verður lögð áhersla á vitundarvakningu og samvinnu allra hagsmunaaðila og þeirra sem starfa í heilsugeir- anum, hvort sem er í grasrót eða fyrirtækjarekstri og allt þar á milli. Ekkert verður til sparað við að gera viðburðinn eins árangursrík- an, eftirminnilegan og upplýsandi og kostur er, bæði fyrir þátttöku- fyrirtæki og ekki síður fyrir gesti sýningarinnar. „Samhliða sýning- unni stendur Félag lýðheilsufræð- inga fyrir fyrirlestrum með sér- fræðingum, hverjum á sínu sviði, þar sem áhersla verður lögð á þau málefni sem heitast eru og tengjast heilsu okkar og lífsstíl,“ segir Katr- ín. Dagskránni lýkur á rólegum nót- um bæði laugardag og sunnudag. Að loknum fyrirlestrum á laugar- deginum mun Gyða Dís jógakennari leiða jógatíma og á sunnudeginum mun Tolli bjóða upp á hugleiðslu. „Við hlökkum til að sjá sem flesta. Stefnan er tekin á 25.000 gesti og til að ná því markmiði verður meðal annars frítt inn á sýninguna,“ segir Katrín. Sýningin opnar í dag, föstu- dag, og stendur yfir alla helgina. Opið verður til klukkan 18 á laugar- dag og til klukkan 17 á sunnudag. Heilsusamleg Harpa um helgina Dæmi um fyrirlestra á Heilsu og lífsstíl í Hörpu  Heilsusamlegur matur til framtíðar. Hvað erum við að bjóða börnunum okkar í matinn?  Lukka Pálsdóttir, Happ heilsumatur  Af hverju er megrun fitandi? – Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir og lýðheilsufræðingur Heilsuborg.  Hreyfiseðlar – Lausn til framtíðar? – Auður Ólafsdóttir, verkefnastjóri innleiðingar hreyfiseðils.  Skóbúnaður hlauparans – Hvað skiptir máli? Lýður B. Skarphéðins- son og Elva Björk Sveinsdóttir hjá Eins og fætur toga. Lukka Páls verður meðal fyrirlesara á sýningunni Heilsu og lífsstíl sem fram fer í Hörpu um helgina. Harpa verður undirlögð af heilsu- tengdum viðburð- um um helgina.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.