Fréttatíminn - 02.10.2015, Qupperneq 70
70 bílar Helgin 2.-4. október 2015
Ford Nýr Ka Fæst á góðu verði
96.900 kr.Frá:
BETT sýningin er orðin vel þekkt á meðal kennara og stofnana
á Íslandi og öldi fólks fer þangað á hverju ári til að sjá það sem
er nýjast í heimi tækni og kennslu. Flottar ferðir þar sem gist er
á hinu fræga Cumberland lúxushóteli við Oxford Street.
BETT SÝNINGIN
www.gaman.is gaman@gaman.is Sími 560 2000
Nýr Opel Astra var kynntur á bílasýningunni í
Frankfurt á dögunum en bíllinn verður fáanlegur
hér á landi eftir áramót.
Nuddsæti eru nýjung í Opel Astra 2016.
F ord Ka er ódýrasti nýi bíll-inn á markaðnum. Hann fæst nú í takmarkaðan
tíma á 1.695.000 krónur hjá Ford-
umboðinu Brimborg. Ford Ka er
skemmtilegur smábíll með litríkan
persónuleika þar sem saman fara
frumlegheit og frískleiki í bland
við þrautreynda tækni en í nýjum
og nútímalegri búningi, eins og
segir á síðu Brimborgar. „Hönn-
unin miðar að því að koma öllum
helstu þægindum sem krafist er í
nútímabíl fyrir í vel hönnuðum og
smáum pakka. Nú rúmar farang-
ursrými bílsins 224 lítra eða 20%
meira en í eldri kynslóðinni og
samt er bíllinn jafn stuttur og því
jafn auðvelt að leggja honum í
þröng stæði,“ segir enn fremur.
Ford Ka lítur ekki út fyrir að
vera sérlega stór, en hann er samt
rúmgóður og þægilegur og mikil
áhersla hefur verið lögð á notagildi
bílsins. Rými fyrir aftursætisfar-
þega hefur aukist mikið og stökkið
í aukabúnaði er gríðarlegt, segir
á síðunni en þar kemur einnig
fram að Ford Ka sé þekktur fyrir
frábæra aksturseiginleika, góða
svörun og fjöðrun sem hentar vel
íslenskum aðstæðum.
Eigendur nýs Ford Ka geta tengt
tónhlöðuna sína við hljómkerfi
bílsins sem er með sex hátölurum.
Hvað öryggi varðar þá er bíllinn
búinn stöðugleikastýringu (ESP),
hemlalæsivörn (ABS) með hemla-
jöfnun (EBD), líknarbelgjum,
öryggiskerfi og ISOFIX festingum
fyrir barnabílstóla.
Hægt er að panta í bílinn auka-
búnað eins og lakk með perluá-
ferð, Bluetooth, USB tengibúnað
og raddstýringu, öryggisgardínur,
upphitaða framrúðu og framsæti,
nálægðarskynjara og fjöldann
allan af klæðskerasniðnum lausn-
um eins og leðurklæðningu eða
skreytingum að utan og innan.
Nýr Opel Astra fæst með nuddsætum
Ellefta kynslóðin af Opel Astra var frumsýnd á
alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt nýverið
en bíllinn verður fáanlegur hér á landi eftir
áramótin, að því er fram kemur á heimasíðu
Bílabúðar Benna, umboðsaðila Opel.
Meðal nýjunga sem Opel kynnir í bílnum
eru nuddsæti, Opel On-Star upplýsingakerfi
og ný háþróuð Led framljós. Opel hefur létt
bílinn um 200 kg og stytt um
5 sentimetra en engu að síður
rúmar nýr Opel Astra meira en
forverinn, að því er fram kemur á
síðu umboðsins.
Allar vélar, bæði bensín og
dísil, sem í boði verða í Astra eru
nýjar, menga lítið og eyða litlu,
segir enn fremur.
asKja Nýr Mercedes-BeNz gLc sportjeppi KyNNtur
Mun straumlínulagaðri en forverinn
Nýr Mercedes-Benz GLC var kynntur í Bílaumboðinu
Öskju um liðna helgi, en bíllinn var frumsýndur á
bílasýningunni í Frankfurt á dögunum. Askja, um-
boðsaðili Merceces-Benz, fann fyrir mjög miklum
áhuga varðandi hinn nýja GLC og all nokkrir bílar
voru seldir fyrirfram hjá Öskju, að því er fram kemur
á síðu bílaumboðsins.
GLC lúxus sportjeppinn kemur í stað GLK. Hinn
nýi GLC er fallega hannaður og með mun straumlínu-
lagaðri og sportlegri línur en GLK. Framendinn er
svipsterkur með áberandi framljósum og afturhlutinn
hallar aftur og ber keim af coupe lagi. Innanrýmið er
fallegt og vandað og þar fer saman aukið rými, meiri
þægindi og nýjasta tækni.
Hinn nýi GLC fæst bæði með aflmiklum og spar-
neytnum dísil- og bensínvélum og eldsneytiseyðslan
lækkar að meðaltali um 19% miðað við fyrri gerð,
að því er segir á síðu Öskju. Öflug Plug-in Hybrid
útfærsla er væntanleg á næsta ári.
Níu gíra 9G-Tronic sjálfskipting er staðalbúnaður
í öllum útfærslum GLC. Dynamic Select gerir öku-
manni kleift að velja milli fimm aksturskerfa sem laga
eiginleika bílsins að aðstæðum hverju sinni. GLC er
í boði með 4Matic fjórhjóladrifinu. Þá er hægt að fá
fjölmarga aukahlutapakka í bílinn, eins og venjan er
hjá Mercedes-Benz.
Nýr Mercedes-Benz GLC sportjeppi kemur í stað GLK. Hann er
með mun straumlínulagaðri og sportlegri línur en forverinn.
Framendinn er með áberandi framljósum og afturhlutinn
hallar aftur.
Ódýrasti nýi bíll-
inn á markaðnum
Nýr Ford Ka er smár og knár – og ódýrasti
nýi fólksbíllinn á markaði hérlendis.
Vel fer um bílstjóra og framsætis-
farþega og rými fyrir aftursætisfarþega
hefur aukist.
LOKAHELGI!
Ef keypt er fyrir
6.000 kr. eða meira
fylgir gjöf
OPIÐ ALLA HELGINA
kl. 10–19
RISALAGERSALA
á Fiskislóð 39
Allt að
90%
afsláttur Yfir 4000
titlar frá öllum
helstu útgefendum
landsins!
Gjafir
fyrir öll
tækifæri!
LOKAHELGI!