Fréttatíminn - 25.09.2015, Qupperneq 4
og
NorskIr brjóstdropar
Kröftug hóstamixtúra
sem róar hósta, dregur
úr sársauKa í hálsi og
losar um í ennis- og
Kinnholum.
daNskIr brjóstdropar
Kröftug hóstamixtúra
sem mÝKir hálsinn og
stillir Þrálátan hósta.
Fást í næsta apóteki
brjóstdropar
NorskIr
daNskIr
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Sólríkt, en dregur upp
Skýjabreiðu veStanlandS.
HöfuðborgarSvæðið: Þykknar smám
saman upp Þegar líður á daginn.
HvaSSt og jafnvel Stormur Sv-landS.
rigning, en þurrt na-til. Hlýnar.
HöfuðborgarSvæðið: slagveðursrigning,
en lagast síðdegis.
HæglætiSveður og S-átt. rigning
a-landS og Skúrir Sv-til.
HöfuðborgarSvæðið: skýjað að
mestu og skúrir
lægð og stormur á laugardag
við veðurfræðingarnir höfum gantast með
óveðurslægðirnar, að þær hitti um þessar
mundir frekar á laugardaga, en aðra daga
vikunnar. svo verður einnig nú og slagviðrið
verður hvað leiðinlegast nærri miðjum degi
sunnan- og vestanlands. Hvasst og jafnvel
stormur v-lands um tíma na-til
rignir hins vegar lítið og þar
hlýnar nokkuð eina ferðina enn
þetta síðbúna sumar. lægir
á sunnudag, en veðrskilin
verða við austurland og því
rigning þar. spáð er mildum
vindum framan af næstu
viku.
8
5 7
8
9
10
8 13
11
10
8
9 7
5
8
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
2
milljarða króna velta er
áætluð hjá veitingastað
og matarbúð ikea á
Íslandi eftir fimm ár.
árið 2004 nam velta
þessara eininga 50
milljónum króna.
Drógu tillöguna til baka
Borg ar stjórn reykja vík ur samþykkti á
auka fundi í vikunni að draga til baka
til lögu sem samþykkt var viku fyrr um
að sniðganga vör ur sem eiga upp runa
sinn í ísra el. ákvörðun borgarstjórnar
hafði valdið talsverðri ólgu sem meðal
annars hafði leitt til afbókana á ferðum
til landsins og hótana um að sniðganga
íslenskar vörur. Þá var
látið að því liggja að
bygging lúxushótels
við Hörpu væri í
uppnámi. dagur B.
eggertsson borgar-
stjóri hefur
viðurkennt
að málið
hafi skað-
að meiri-
hlutann í
borginni.
100 margrét lára viðars-dóttir,
fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins
í knattspyrnu, lék 100. landsleik sinn
gegn Hvíta-rússlandi í undankeppni em.
ísland sigraði 2-0 en margrét brenndi af
vítaspyrnu.
Kóngurinn hagnast vel
Fiskikóng ur inn seldi fyr ir rúm ar 409
millj ón ir króna í fyrra og nam hagnaður
fyr ir tæk is ins um 11,6 millj ón um króna. í
árs reikn ingi fé lags ins kem ur fram
að eign ir þess námu 133,8
millj ón um króna í árs lok og
eigið fé nam 34,6 millj ón um
króna.
justin bieber á íslandi
kanadíski söngvarinn
justin Bieber heimsótti ís-
land í vikunni. kom hann
til landsins á mánudag og
var fram á miðvikudag.
Bieber fór meðal annars
til vestmannaeyja og
gisti á Hótel rangá.
mikla athygli vakti þegar
hann birti mynd af sér
á instagram á nærbux-
unum eftir sundsprett í
Fjaðrárgljúfri. Þá kvaddi
hann land og þjóð með
twitter-færslu og kvaðst
elska ísland, þetta hefði
verið besta ferð allra
tíma.
s taðan er einfald-lega sú að aðilar vinnumarkaðarins
eru enn að ræða saman
með aðkomu minni og
næsti fundur er boð-
aður á morgun, föstudag,“
segir Bryndís Hlöðvers-
dóttir ríkissáttasemjari um
stöðu viðræðna um sátt á
vinnumarkaði. „Það er ekki
komin ákveðin niðurstaða
í neitt en það eru ákveðin
atriði sem formenn heildar-
samtakanna eru að skoða
inni í sínu baklandi.“
Aðilar vinnumarkaðarins
hafa fundað stíft í húsa-
kynnum ríkissáttasemjara
undanfarið og er mark-
miðið með fundunum
meðal annars að koma í veg
fyrir yfirvofandi verkföll
og ná varanlegri sátt á
vinnumarkaði. Bryndís
segir þetta samtal engan
veginn nýtilkomið, það
hafi staðið yfir í um það bil
tvö ár, en í það hafi færst
ákveðinn þungi og búið sé
að halda fimm fundi það
sem af er september. „Það
er dálítil pressa á okkur því
langstærsti hluti opinbera
markaðarins á eftir að
semja, meira og minna öll
sveitarfélögin og um helm-
ingur starfsmanna hjá rík-
inu, auk hluta af almenna
markaðnum.“
Bryndís segir hug-
myndina um að taka upp
vinnumarkaðslíkan að
norrænni fyrirmynd hafa
verið uppi lengi en nú sé
meiningin að koma henni
í framkvæmd. Spurð hvað
það þýði á mannamáli segir
hún það felast í því að að-
ilar á vinnumarkaði komi
sér saman um ákveðið
vinnulag við gerð kjara-
samninga. „Það felst meðal
annars í því að sammælast
um hverjir það eru sem
ákveði það svigrúm sem er
til staðar í samfélaginu og
síðan hangir auðvitað ýmis-
legt fleira á þeirri spýtu.
Það er verið að ræða breyt-
ingar á vinnumarkaðslög-
gjöfinni, og almennt bara
stóru myndina í sambandi
við vinnumarkaðinn og
kjarasamningagerð.“
Spurð um hvort eitthvað
sé hæft í orðrómi um breyt-
ingar á lífeyrisréttindum í
stað launahækkana segir
Bryndís það vera eitt af því
sem verið sé að ræða. „Það
er hins vegar ekkert komið
á það stig að hægt sé að
segja frá því opinberlega.
Það er ekkert samkomulag
komið, við erum bara að
ræða saman og það gengur
ágætlega.“
friðrika benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
vinnumarkaður stíFt Fundað hjá ríkissáttasemjara
Bryndís Hlöðvers-
dóttir ríkissátta-
semjari er bjartsýn
á viðræður aðila
vinnumarkaðarins.
Skoða breytingar á
vinnumarkaðslöggjöfinni
samræður aðila vinnumarkaðarins og ríkissáttasemjara um varanlega sátt á vinnumarkaði ganga
vel, að sögn ríkissáttasemjara, en engin niðurstaða er enn í sjónmáli.
meðal þess sem verið er að ræða er að koma upp vinnumarkaðslíkani að norrænni fyrirmynd.
4 fréttir Helgin 25.-27. september 2015