Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 10

Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 10
Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af hefurðu töfrað fram girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Vinsælar hjá Íslendingum í mörg ár V ið eigum í harðri sam-keppni við Youtube, Netflix og fleiri veitur og þurfum að vera á tánum og hlusta á börnin og fjölskyldur þeirra. Við erum að þjónusta börnin og ef við gerum ekki eins og þau segja þá töpum við. Börnin fara bara að gera eitt- hvað annað, þau fyrirgefa ekki neitt,“ segir Sindri Bergmann Þórarinsson, verkefnastjóri Krakka-RÚV. Stóraukin þjónusta RÚV hyggst stórauka þjón- ustu sína við börn á næstunni, enda kannski ekki vanþörf á eftir fremur mögur undan- farin ár. Vefurinn Krakk- aruv.is fer fljótlega í loftið en þar verður að finna mikið af barnaefni á íslensku, tölvu- leiki og sitthvað fleira. Þá bæt- ast við ný stafræn útvarpsstöð fyrir börn og fréttaþáttur fyrir börn í sjónvarpi. „Það hefði mátt gera mikið betur en að undanförnu, það má reyndar alltaf gera betur, en það kemur samt á óvart hvað er til mikið af efni á safn- inu,“ segir Sindri um framboð RÚV af barnaefni undanfarin ár. „En við erum nú að stórauka þjónustuna. Við erum þegar búin að taka til yfir 1.600 mynd- skeið úr safni og erum bara komin aftur til ársins 2001. Þarna er fullt af gullmolum og við erum búin að semja um lengri birtingartíma þannig að allt verður aðgengilegt enda- laust,“ segir hann. Nýjar Krakkafréttir á virkum dögum Sindri segir að fyrsta skrefið sé vefurinn Krakkarúv sem sé sérstaklega hugsaður með spjaldtölvur í huga. Allt efni verður á íslensku og hægt verður að flokka það eftir aldursflokkum og tegund. Auk safnaefnis verður fram- leitt efni sérstaklega fyrir vefinn, til að mynda föndur- þættir og myndbönd sem kenna krökkum gömlu góðu útileikina. Þá verður hægt að skyggnast á bak við tjöldin þegar Ævar vísindamaður býr til þætti sína. „Svo hvetjum við krakka til að senda okkur inn smásögur, stuttmyndir og annað efni og það á að vera stór þáttur í starfsemi vefsins. Við viljum hvetja til þess að sem flestir Hyggjast stórauka efnisframboð fyrir börn Framboð af barnaefni á íslensku hefur verið af skornum skammti síðustu ár. Nú horfir til betri vegar og RÚV boðar nýjan krakkavef með miklu úrvali af efni, útvarpsstöð fyrir krakka og Krakkafréttir í sjónvarpi. Youtube-kynslóðin vill styttra og hraðara efni en áður hefur verið framleitt hér fyrir börn. RÚV er ekki eina stöðin sem hyggst auka framboð á íslensku efni fyrir börn. Á Stöð 2 er hinn gamalkunni Afi mættur aftur til starfa og segir Jóhanna Margrét Gísladóttir sjónvarpsstjóri að fleira sé í bígerð. „Í október fer glæný þáttaröð með Skoppu og Skrítlu í loftið. Hún var tekin upp í ágúst og það verður gaman að fá alveg nýtt efni frá þeim. Svo erum við alltaf að reyna að bæta við nýjum talsett- um teiknimyndaseríum. Talsetn- ingar eru dýrar en það eru tvær seríur sem við áætlum að koma í loftið í vetur, stelpuvænar seríur. Við erum líka að vinna í því að koma barnaefni inn á Krakka- maraþon, þar sem áskrifendur geta sótt sér heilar þáttaraðir,“ segir hún. Verður jóladagatal í ár? „Við erum að horfa til þess að vera með eitthvað nýtt en það er ekki komið á hreint ennþá.“ Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir verða umsjónarmenn Krakkafrétta á RÚV í vetur. Hér eru þau með Sindra Bergmann Þórarinssyni, verkefnastjóra Krakka-RÚV. Ljósmynd/Hari Þær verða á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 18.50 fjóra daga vikunnar. „Þau munu setja málefni líðandi stundar fram á skýran og mynd- rænan hátt fyrir börn og ungt fólk. Þau munu segja frá því sem gerist í heiminum og setja það inn í veruleika barna. Það eiga allir rétt á því að skilja þessi hugtök og frasa sem dynja á okkur á hverjum degi, hvort sem það er hlýnun jarðar, verðbólga, Alþingi eða stýrivextir. Ég er nokkuð viss um að þetta mun gagnast mörgum,“ segir Sindri. Snjallkrakkar vilja styttra og hraðara efni Fleira verður í boði fyrir krakka á RÚV þennan veturinn. Stafræn útvarpsstöð fer í loftið, ný þátta- röð um íþróttir barna og unglinga auk þess sem Ævar vísindamaður verður á sínum stað og Stundin okkar sömuleiðis. Sindri segir að við undir- búning þessara breytinga hafi verið tekið mið af því sem nýtur vinsælda í dag. „Við erum að horfa á hvað er að gerast á Youtube og víðar. Það er verið að biðja um styttra og hraðara efni. Kjarnahópur okkar eru börn á aldrinum 2-12 ára og ég hef kosið að kalla þennan hóp snjallkrakka. Það breytist allt svo hratt og þau upplifa heim- inn á allt annan hátt en ég gerði sem barn.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Hvað gera hinir? finni snilligáfu sinni farveg og uppgötvi eitthvað nýtt,“ segir Sindri. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leikkona og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, sem starfað hefur á fréttastofu RÚV að undanförnu, munu verða umsjónarmenn Krakkafrétta sem fara í loftið 5. október. 10 fréttaviðtal Helgin 25.-27. september 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.