Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 25.09.2015, Blaðsíða 19
ERREA „Það er varla hægt að hafa skoðun á þessari treyju hún er svo venjuleg.“ (GJ) „Hvað í fjáranum er þetta Errea?“ (GV) „Þessi treyja væri fín í rækt- ina, en ekki fyrir landsliðsmenn sem ætla sér stóra hluti úti á vellinum. Í rauninni yrðu þeir nánast ósýnilegir í svona búningum og það er ekki gott veganesti fyrir EM í Frakklandi.“ (KG) „Hér erum við að tala sama tungumálið. Einfaldur og klæðilegur.“ (ÁP) „Í raun eins líflaus og Lotto treyjan en vantar línuritið. Veit ekki hvort er að verra að reyna að skreyta dauðann með línunni eða sleppa því. Í raun er þetta táknmynd þeirrar óánægju sem hefur verið með Errea treyjurnar.“ (EG) ERREA „Þessi er líklega ljótust.“ (GJ) „Ég endurtek: Errea?“ (GV) „Lið sem spilar í svona treyjum er búið að tapa fyrirfram, 10-0.“ (KG) „Mætti vera fallegra, þessar doppur eru ekki að gera neitt.“ (ÁP) „Það gæti verið flott að setja mynstur inn í treyjuna, t.d. skjaldarmerkið sem nokkurs konar vatnsmerki. En að setja þetta tilgangs- lausa mynstur, sem á frekar heima á umbúðum frá þýsku lyfjafyrirtæki, er algerlega bannað.“ (EG) JAKO „Nei, nei, nei, Ísland fer ekki í firmat- reyjurnar frá Jako. Engin ástæða til að fara úr öskunni í eldinn.“ (EG) „Nei takk. Ekki orð um það meir.“ (ÁP) „Allt, allt of firmaboltaleg treyja. Myndi þó henta bumbuboltaliði starfsfólks Húsa- smiðjunnar við Súðavog afar vel.“ (KG) „Jako? Getum við ekki bara haldið okkur við Adidas? Nike? Eitthvað merki sem ég mögulega get borið kennsl á.“ (GV) „Þessi búningur er mjög óspenn- andi eins og flest sem kemur frá JAKO.“ (GJ) HUMMEL „Ég er mikill Hummel maður en þessi treyja á bara heima í lyftingarsalnum eða í veggtennis.“ (EG) „Merkið fremst pirrar mig. Sniðið er ágætt, stuttar ermar og aðsniðið en hönnunin misheppnuð. Þessi ljósblái litur á öxlunum er óþarfi.“ (ÁP) „Einn mesti skandall íþróttasögunnar átti sér stað þegar danska landsliðið hætti að spila í Hummel-treyjum og skipti fyrir í Adidas fyrir um áratug síðan. Ég veit hins vegar ekki með þessa. Hún er dálítið leiðinleg. Skellið Hummel-röndunum niður ermarnar og þá skal ég hugsa málið.“ (KG) „Þetta er eins og undirkjóll úr bláu silki. Nei, ég segi nei!“ (GV) „Hef ekki skoðun á þessu.“ (GJ) ADIDAS „Þessi búningur er fallegur, en það er auðvelt að segja það þar sem hann höfðar til fortíðarþrá- hyggju. En fallega einfaldur og vel heppnað hálsmál.“ (GJ) „Minnir mig á útjaskaða Adidas- bolinn sem ég sef í. Þessi er ekki að gera neitt fyrir mig.“ (GV) „Maður sér hreinlega fyrir sér Atla Eðvalds, Pétur Ormslev, Ragga Margeirs og fleiri hetjur spæna upp völlinn í svona búningum. Ef gamla KSÍ-lógóið yrði sett á þessa treyju í stað hins nýja og gamla Adidas-merkið líka, væri þessi treyja nálega fullkomin og varla hægt að gera betur.“ (KG) „Eftir að hafa pælt aðeins í fótbolta- búningum í gegnum tíðina hefur Adidas yfirleitt haft vinninginn. Ástæðan er líklega sú að þeir hafa náð að halda vel í klassíkina og ekki verið að reyna of mikið að finna upp hjólið. Rendurnar þrjár virka og þessi búningur er retró með V-hálsmálinu. Þessi á vinninginn að mínu mati.“ (ÁP) „Þessi treyja er klassísk Adidas en það er samt svo margt sem gengur ekki upp. Ég myndi gjarnan vilja sjá landsliðið í flottri Adidas treyju en þessi er bara ekki flott.“ (EG) fótbolti 19 Helgin 25.-27. september 2015 Fleiri möguleikar í hraðbönkunum okkar Í hraðbönkum í útibúum okkar geta viðskiptavinir lagt inn seðla og tekið út allt að 300.000 kr. Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5 -1 9 9 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.