Fréttatíminn - 25.09.2015, Síða 24
V
ið erum að setja upp Lokaæfingu
eftir Svövu Jakobsdóttur, sem var
einn af okkar virtustu rithöfundum
á 20. öld,“ segir Tinna Hrafnsdóttir,
leikkona og leikstjóri. „Mér skilst að
þetta verk hafi síðast verið sett á svið hér á landi hjá
Leikfélagi Akureyrar árið 1987 og mér fannst vera
kominn tími á að setja þetta upp að nýju,“ segir hún.
„Áður hafði verkið verið sett upp í Þjóðleikhúskjall-
aranum árið 1983 en eftir það gerði Svava nýja og
endurbætta leikgerð og það er hún sem við erum að
vinna með. Að mér vitandi hefur þessi leikgerð ekki
verið sett upp áður í Reykjavík.“
„Ég og maðurinn minn, Sveinn Geirsson, stofn-
uðum leikhópinn Háaloftið fyrir nokkrum árum og
það er undir því nafni sem Lokaæfing fer á svið,“
segir Tinna. „Mig langaði til að segja sögu þessara
hjóna sem Lokaæfing fjallar um og var svo heppin
að fá góðan hóp listamanna til að gera það með mér.
Leikarar eru Þorsteinn Bachmann og Elma Lísa
Gunnarsdóttir sem leika hjónin, og Kristín Péturs-
dóttir sem er nýútskrifuð leikkona. Ég leikstýri og
framleiði, Sveinn semur tónlistina, Stígur Stein-
þórsson gerir leikmynd, Una Stígsdóttir hannar
búninga, Arnþór Þórsteinsson lýsingu og svo er
Arnmundur Ernst Backman aðstoðarleikstjóri og
hjálpar mér að halda utan um þetta allt saman,“
segir Tinna.
„Okkur langaði líka að setja þetta verk upp vegna
þess að í ár er 100 ára kosningaafmæli kvenna og
Svava var ötul baráttukona á þingi fyrir jafnrétti.
Þann 4. október, á frumsýningardaginn, hefði hún
orðið 85 ára gömul. Okkur fannst ærin ástæða til
þess að minnast hennar með þessu auk þess sem
þessi sýning er hluti af lestrarhátíð Bókmennta-
borgar Unesco,“ segir Tinna. „Í ár er áhersla lögð
á Svövu og hennar verk, svo það verða ýmsir við-
burðir tengdir henni um alla borg í október.“
Á erindi við nútímann
„Þegar Svava skrifaði Lokaæfingu í kringum 1980
var kalda stríðið í algleymingi og óttinn við kjarn-
orkustríð mikill,“ segir Tinna. „Rammi verksins er
því um hjón sem ákveða að dveljast vikum saman
niðri í heimatilbúnu neðanjarðarbyrgi, sem er undir
kjallara hússins þeirra. Dvölin er lokaæfing á því
hvernig þau hyggjast lifa af þegar heimurinn ferst,
könnun á því hvað getur farið úrskeiðis og hvað má
betur fara og slíkt. Í okkar sviðsetningu aðlögum
við verkið að nútímanum, heimsmyndin í dag er
svo breytt. Við skilgreinum því ekki nákvæmlega
hvað þau eru að flýja. Þau eru á yfirborðinu að
flýja heimsendi í hvaða mynd sem hann er enda er
verkið fyrst og fremst um þann heim sem þau búa
til þarna niðri í byrginu,“ segir Tinna.
„Okkur fannst það sterkari leið til þess að verkið
ætti meira erindi við nútímann. Í dag er svo marg-
þætt hvað við óttumst, hryðjuverkaárásir, stríð,
hlýnun jarðar, matarskort, flóttafólk og innflytj-
endur,“ segir hún. „Hjónin Ari og Beta ákveða að
einangra sig frá umheiminum, þau tvö ætla að lifa
af heimsendi en kaldhæðnin er sú að sá heimur
sem ferst er heimurinn þeirra þarna niðri,“ segir
Tinna. „Ekki sá heimur sem er fyrir ofan. Fullkom-
in einangrun afhjúpar tilveru þeirra, smám saman
mást út mörk raunveru og ímyndunar og allt fer á
versta veg,“ segir Tinna.
Brann fyrir sögunni
Lokaæfing er ekki frumraun Tinnu sem leikstjóra
og hún segir hlutverkið eiga vel við sig, hún vilji
Okkur fannst það
sterkari leið til þess
að verkið ætti meira
erindi við nútímann.
Í dag er svo marg-
þætt hvað við ótt-
umst, hryðjuverkaá-
rásir, stríð, hlýnun
jarðar, matarskort,
flóttafólk og innflytj-
endur.
Vil
segja
sögur
Leikkonan Tinna Hrafnsdóttir
stofnaði fyrir nokkrum árum
leikfélagið Háaloftið ásamt
eiginmanni sínum, leikaranum
Sveini Þóri Geirssyni. Í byrjun
október frumsýnir Háaloftið
verk Svövu Jakobsdóttur,
Lokaæfingu, í Tjarnarbíói. Tinna
segir leikstjórnina eiga vel við
sig. Hún vill segja sögur, en er
þó ekki hætt að leika.
„Mér finnst virkilega gaman og lærdóms-
ríkt að skapa mér mín eigin verkefni,“
segir Tinna Hrafnsdóttir. Ljósmynd/Hari
segja sögur. „Ég leikstýrði verki í fyrra sem heitir
Útundan, og var sett upp í Tjarnarbíói af okkur í
Háaloftinu,“ segir Tinna. „Það fjallar um þrjú pör
sem kljást við ófrjósemi. Mig langaði með því verki
að vekja athygli á því „tabúi“ sem ófrjósemi er,“
segir hún. „Ég þurfti sjálf að kljást við ófrjósemi
í fimm ár og var svo lánsöm að eignast tvo yndis-
lega drengi. Mig langaði að segja sögu fólksins sem
er í þessum aðstæðum. Þetta verk vakti töluverða
athygli og ég fann að fólki fannst þörf á umræðunni
um þessar aðstæður,“ segir hún. „Þetta er algengt
vandamál, eitt af hverjum sex pörum í hinum
vestræna heimi þarf að kljást við þetta, sem er mjög
hátt hlutfall og manni bregður við að heyra það.
Svona aðstæður eru viðkvæmar og erfitt að tala um
og þessi sýning var liður í því að opna umræðuna.“
„Ég hef mikinn áhuga á leikstjórn og ég tók það
skref að gera það með þessari sýningu,“ segir hún.
„Ég finn mig mjög vel í því hlutverki. Mig langar að
segja sögur og með því að leikstýra getur maður
svolítið valið hvaða sögu maður vill segja hverju
sinni því í öllum góðum verkum eru margar sögur.
En mér finnst líka gaman að leika og vil halda því
áfram,“ segir Tinna. „Mér finnst virkilega gaman
og lærdómsríkt að skapa mér mín eigin verkefni.
Ég brann fyrir því að koma Lokaæfingu á svið eftir
að ég las leikritið og velti því lengi fyrir mér hvort
ég ætti að leika eða leikstýra,“ segir hún. „Ég fann
loks að ég hafði svo sterka skoðun á því hvaða leið
ætti að fara að verkinu í dag að ég ákvað að leik-
stýra því og sé sko ekki eftir því, segir Tinna.
Samvinna í hjónabandinu
Eiginmaður Tinnu, leikarinn Sveinn Þórir Geirs-
son, semur tónlistina í verkinu og segist hún hafa
mikla trú á honum á því sviði. „Það þekkja hann
margir sem leikara en það eru færri sem vita af
því að hann er mjög fær músíkant,“ segir Tinna.
„Ég gerði mína fyrstu stuttmynd nýlega sem hann
samdi tónlistina við og hún var virkilega flott, kalt
mat. Hann samdi líka tónlistina við Útundan og það
voru margir sem voru hissa á því að þar færi frum-
samin tónlist,“ segir hún. „Hann á mikið erindi
á þessu sviði og við höfum unnið mikið saman
í gegnum árin. Við kynntumst í leikhúsinu og
lærðum fljótt að vinna saman og erum miklir vinir,“
segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona, og leikstjóri.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
24 viðtal Helgin 25.-27. september 2015