Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 32
Þessi maður
er sovésk
ofurhetja,
sallarólegur
í geimnum.
„Ég hafði alltaf verið í þessu hljómsveitastússi og í mörgum sveitum sem voru alltaf á mörkum þess
að meika það, en samt ekki,“ segir Úlfur Eldjárn. Ljósmynd/Hari
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Í nánu
sambandi
við Júri
Gagarín
Tónskáldið Úlfur Eldjárn undirbýr þessa dagana tónleika í
tónleikaröðinni Blikktromman í Hörpu sem haldnir verða þann
7. október. Verkið sem flutt verður á tónleikunum heitir The Ari-
stókrasía Project og er verkið undir miklum áhrifum geimferða,
sér í lagi geimfaranum Júri Gagarín sem spilar veigamikið
hlutverk á tónleikunum. Úlfur hefur unnið að tónlist fyrir
kvikmyndir og sjónvarp í mörg ár og hann segir nokkurra ára
vinnu ljúka með flutningi verksins í Hörpu.
Ú lfur Eldjárn hefur starfað á sviði tónlistarinnar frá unga aldri. Undanfarin ár
hefur hann þó unnið eingöngu við
listina. Hann segist hafa verið hepp-
inn með verkefni í gegnum tíðina
sem hafa gefið honum frelsi til þess
að sinna sínum eigin tónsmíðum.
Aristókrasía verkefnið er gælu-
verkefni sem hann hefur unnið að
með hléum síðan 2007, og segir það
sprottið út frá áhuga á geimferðum,
vísindum og hugmyndum mann-
skepnunnar um alheiminn. „Ég hef
verið með nokkur verkefni á borð-
inu, sem ég kalla mín eigin verkefni.
Skiljanlega sitja þau stundum á hak-
anum vegna kvikmynda- og sjón-
varpsverkefna, sem og auglýsingum sem
koma í bylgjum,“ segir Úlfur. „Núna undan-
farið hefur einmitt verið smá hasar í aug-
lýsingaverkefnum og reyndar óvenju mörg
skemmtileg verkefni,“ segir hann. „Ég hef
vanið mig á að reyna að líta á öll verkefni
sem tækifæri til að gera eitthvað og muna
að tækifærin felast í því sem maður er með
í höndunum hverju sinni,“ segir Úlfur.
„Ég hef unnið sjálfstætt í mörg ár og
hér áður fyrr tók ég að mér allskonar verk-
efni. Það er þó orðið nokkuð langt síðan ég
vann við eitthvað annað en tónlist,“ segir
hann. „Ég var lengi í auglýsingabransan-
um. Það er ótrúlega góður skóli í allskonar
rugli, vinna sem krefst þess að maður sé
skapandi oft við mjög erfiðar og flóknar að-
stæður. Inni á auglýsingastofunum vinnur
líka margt af skemmtilegasta og mest skap-
andi fólkinu. Ég er að mörgu leyti kominn í
draumastöðuna mína núna. Án þess að vera
eitthvað ríkur eða frægur, þá get ég unnið
við það sem mig langar að gera. Verkefnin
eru frekar spennandi. Ég þakka fyrir það á
hverjum degi að vera svo heppinn að geta
unnið við það sem ég elska. Ef maður hugs-
ar samt út í það þá er þetta auðvitað ekki
bara heppni, heldur ótrúlega mikil vinna
og fórnir sem gera manni kleift að vera á
þessum stað. Þetta þekkja örugglega allir
sem hafa ákveðið vinna 100% að listinni,“
segir Úlfur.
Gott að komast í slipp
„Ég fór í tónsmíðanám fyrir nokkrum árum
og það var ótrúlega gott og gefandi að kom-
ast í þann slipp sem tónlistarmaður,“ segir
Úlfur. „Í Listaháskólanum lærði ég ýmis-
legt gagnlegt eins og að útsetja fyrir strengi
og þar komst ég líka í kynni við harðkjarna
framsækinnar tónlistar, þar sem engir af-
slættir eru veittir af listrænum metnaði.
Þótt ég fáist ekki beint við þá tónlist í dag,
þá finnst mér ég hafi fengið ótrúlega mik-
inn innblástur þaðan og mér finnst oft að
Framhald á næstu opnu
32 viðtal Helgin 25.-27. september 2015