Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 25.09.2015, Qupperneq 32
Þessi maður er sovésk ofurhetja, sallarólegur í geimnum. „Ég hafði alltaf verið í þessu hljómsveitastússi og í mörgum sveitum sem voru alltaf á mörkum þess að meika það, en samt ekki,“ segir Úlfur Eldjárn. Ljósmynd/Hari Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Í nánu sambandi við Júri Gagarín Tónskáldið Úlfur Eldjárn undirbýr þessa dagana tónleika í tónleikaröðinni Blikktromman í Hörpu sem haldnir verða þann 7. október. Verkið sem flutt verður á tónleikunum heitir The Ari- stókrasía Project og er verkið undir miklum áhrifum geimferða, sér í lagi geimfaranum Júri Gagarín sem spilar veigamikið hlutverk á tónleikunum. Úlfur hefur unnið að tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp í mörg ár og hann segir nokkurra ára vinnu ljúka með flutningi verksins í Hörpu. Ú lfur Eldjárn hefur starfað á sviði tónlistarinnar frá unga aldri. Undanfarin ár hefur hann þó unnið eingöngu við listina. Hann segist hafa verið hepp- inn með verkefni í gegnum tíðina sem hafa gefið honum frelsi til þess að sinna sínum eigin tónsmíðum. Aristókrasía verkefnið er gælu- verkefni sem hann hefur unnið að með hléum síðan 2007, og segir það sprottið út frá áhuga á geimferðum, vísindum og hugmyndum mann- skepnunnar um alheiminn. „Ég hef verið með nokkur verkefni á borð- inu, sem ég kalla mín eigin verkefni. Skiljanlega sitja þau stundum á hak- anum vegna kvikmynda- og sjón- varpsverkefna, sem og auglýsingum sem koma í bylgjum,“ segir Úlfur. „Núna undan- farið hefur einmitt verið smá hasar í aug- lýsingaverkefnum og reyndar óvenju mörg skemmtileg verkefni,“ segir hann. „Ég hef vanið mig á að reyna að líta á öll verkefni sem tækifæri til að gera eitthvað og muna að tækifærin felast í því sem maður er með í höndunum hverju sinni,“ segir Úlfur. „Ég hef unnið sjálfstætt í mörg ár og hér áður fyrr tók ég að mér allskonar verk- efni. Það er þó orðið nokkuð langt síðan ég vann við eitthvað annað en tónlist,“ segir hann. „Ég var lengi í auglýsingabransan- um. Það er ótrúlega góður skóli í allskonar rugli, vinna sem krefst þess að maður sé skapandi oft við mjög erfiðar og flóknar að- stæður. Inni á auglýsingastofunum vinnur líka margt af skemmtilegasta og mest skap- andi fólkinu. Ég er að mörgu leyti kominn í draumastöðuna mína núna. Án þess að vera eitthvað ríkur eða frægur, þá get ég unnið við það sem mig langar að gera. Verkefnin eru frekar spennandi. Ég þakka fyrir það á hverjum degi að vera svo heppinn að geta unnið við það sem ég elska. Ef maður hugs- ar samt út í það þá er þetta auðvitað ekki bara heppni, heldur ótrúlega mikil vinna og fórnir sem gera manni kleift að vera á þessum stað. Þetta þekkja örugglega allir sem hafa ákveðið vinna 100% að listinni,“ segir Úlfur. Gott að komast í slipp „Ég fór í tónsmíðanám fyrir nokkrum árum og það var ótrúlega gott og gefandi að kom- ast í þann slipp sem tónlistarmaður,“ segir Úlfur. „Í Listaháskólanum lærði ég ýmis- legt gagnlegt eins og að útsetja fyrir strengi og þar komst ég líka í kynni við harðkjarna framsækinnar tónlistar, þar sem engir af- slættir eru veittir af listrænum metnaði. Þótt ég fáist ekki beint við þá tónlist í dag, þá finnst mér ég hafi fengið ótrúlega mik- inn innblástur þaðan og mér finnst oft að Framhald á næstu opnu 32 viðtal Helgin 25.-27. september 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.