Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 60

Fréttatíminn - 25.09.2015, Side 60
Ensími í Reykja- vík og á Akur eyri Hljómsveitin Ensími gaf út nýverið fimmtu breið- skífu sína og ber hún heitið Herðubreið. Hljómsveitin hefur aðallega komið fram á hátíðum á borð við Secret Solstice og Bræðslunni í sumar en nú er komið að því að sveitin haldi tónleika. Fyrri tónleikarnir verða á föstudagskvöldið á Húrra en svo fer hljómsveitin norður og leikur á Græna Hattinum á laugardagskvöldið. Ens- ími ætlar að leika ný lög af plötunni Herðubreið í bland við eldri slagara og lög sem sjaldan fá að heyrast á tónleikum. Hægt verður að kaupa Herðubreið á tón- leikunum og fá hana áritaða af meðlimum Ensími. Breið- skífan Herðubreið er sú fimmta sem rennur undan rifjum hljómsveitarinnar. Hún var unnin í nokkrum lotum af liðsmönnum sveit- arinnar undir dyggri stjórn Hrafn Thoroddsen, for- sprakka Ensími. Herðubreið var hljóðblönduð af Arnari Guðjónssyni hjá Aeronaut Studios og tónjöfnuð af Mandy Parnell hjá Black Saloon í Bretlandi. -hf Sálarsysturnar Kristjana Stefáns- dóttir og Ragnheiður Gröndal blása til tónleika ásamt Kjartani Valde- marssyni píanóleikara á Café Ro- senberg á laugardagskvöldið. Þau ætla að leika sér með amerísku söngbókina og þreifa á lendum tón- listargyðjunnar eins og þeim einum er lagið. Spuni, spjall og dramatík allt í bland. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og standa í um 2 klukkustundir. Miðasala er við innganginn og að- gangseyrir 2.000 krónur. Ragga og Sjana á Rósenberg  TónlisT  MyndlisT sýning MargréTar JónsdóTTur í iðnó List á tímum firringar g uðrún Erla Geirsdóttir skipuleggur sýningarröð-ina „Argintætur í mynd- list,“ í samvinnu við Gallerí Gest og Menningarhúsið Iðnó í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Sýningin á verkum Margrétar Jónsdóttur er sú fyrsta í haust, en þær sem sýna síðar eru Rúna Þorkelsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Listakon- urnar eiga það sameiginlegt að vera fæddar í kringum miðja síðustu öld. Þær voru að stíga sín fyrstu skref í myndlistinni er önnur bylgja femínismans var farin að hafa þau áhrif að konur töldu fullvíst að þær kæmust til vegs og virðinga ekki síður en karlarnir. „Verkin eru úr myndaröðinni IN MEMORIAM. Þau byggja á hug- leiðingum um list og listframleiðslu á tímum firringar, þar sem mark- aðshyggja er allsráðandi. Er ég dvaldi við Cité Internationale Des Arts í París komst ég að því hverjar formæður mínar í kvenlegg voru,“ segir Margrét. „Mér finnst vel við hæfi að geta þeirra nú. Mettu Hans- dóttir í Vík og Gunnhildar yngri „kóngamóður“, sem sögð var hinn mesti svarkur. Metta braut hefðir og venjur enda menntuð og úr öðru menningarsamfélagi. Þar var lista- kona á ferð,“ segir hún. „Hún söng og kenndi m.a. dans sem var bann- að á þessum tíma. Metta var síðasti ábúandinn á landnámsjörð Ingólfs Arnarsonar. Þessar uppgötvanir opnuðu gáttir sem leiddu til þess að ég öðlast skilning á mörgu í lífi mínu og fór að vinna frönsku vegg- fóðursverkin út frá tilfinningum sem vöknuðu, ásamt ádeilu,“ segir Margrét. Margrét er ein af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun fram- línumyndlistar á Íslandi. Einnig er hún einn af stofnendum Hags- munafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna sem síðar leiddi að stofnun SÍM. Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur segir m.a. um verk Margrétar: „Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jóns- dóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi, til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega til- litslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg – gagnvart sjálfri sér og áhorfendum.“ Verk Margrétar eru í eigu Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Kópavogs, Listasafn Reykjaness ásamt, mörg- um opinberum stofnunum. „Í mínum huga getur listamaður aldrei farið út í framleiðslu, það er eitthvað miklu dýpra sem verið er að fást við og því er ekki hægt að leggja listina og hönnun að jöfnu,“ segir Margrét Jónsdóttir mynd- listarkona. Sýningin var opnuð í gær, fimmtudag, en hún stendur til 22. október. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Margrét Jónsdóttir sýnir í Iðnó. Listmálarinn Margrét Jónsdóttir opnaði í gær, fimmtudag, sýningu sína In Memoriam í menn- ingarhúsinu Iðnó við Vonarstræti. Margrét er menntuð við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands, með diplóma í frjálsri myndlist og síðar diplóma í grafískri hönnun. Hún stundaði mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún segir sýninguna byggja á hugleiðingum um list og listframleiðslu á tímum firringar, þar sem markaðshyggja er allsráðandi. 60 menning Helgin 25.-27. september 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.