Fréttatíminn - 25.09.2015, Page 62
Helgin 25.-27. september 2015
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson
og kontrabassaleikarinn Tómas
R. Einarsson gáfu út á dögunum
plötuna Bræðralag. Á plötunni
sömdu þeir lög fyrir hvorn annan
þar sem æðsta markmiðið var
músíkölsk samræða. Upptökurnar
fóru fram á Kolsstöðum í Borgar-
firði í sumar. Þeir Ómar og Tómas
hafa spilað saman í nær áratug,
ýmist tveir einir eða með fjölmenn-
ari sveitum. Á sunnudaginn hefja
þeir félagar tónleikaferð um landið
hvar þeir munu halda 8 tónleika
á jafn mörgum dögum. Þeir hefja
ferðina í Garðaholti í Garðabæ á
sunnudag. 28. september í Hljóma-
höllinni í Reykjanesbæ. 29. sept-
ember á Bryggjunni í Grindavík.
30. september í Ráðhúsinu í Þor-
lákshöfn. 1. október í Systrakaffi á
Kirkjubæjarklaustri. 2. október á
Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði. 3.
október í Löngubúð á Djúpavogi,
og ferðin endar svo þann 4. októ-
ber í Brján í Neskaupstað. Allir
tónleikarnir hefjast klukkan 20.30,
nema í Grindavík, á Höfn og á
Djúpavogi. Þar hefjast tónleikarnir
klukkan 21. -hf
Tónleikaferð Músíkölsk saMræða
Ómar og Tommi fara um landið
Ómar
Guðjóns-
son og
Tómas R.
Einarsson
Þ etta er nýtt íslenskt leik-verk sem við unnum með samsköpunaraðferð, eins og
það er kallað,“ segir Agnes Wild,
leikstjóri sýningarinnar Mæður Ís-
lands.
„Það var ekkert handrit fyrst en
það var unnið úr sögum um konur
frá leikhópnum sjálfum. Titillinn er
hugmyndin sem við vinnum út frá.
Þetta er hugmynd sem mig, ásamt
Sigrúnu Harðardóttur, höfundi tón-
listar, og Evu Björg Harðardóttur,
leikmynda- og búningahönnuði,
langaði að framkvæma. Okkur
fannst þetta áhugavert umræðu-
efni,“ segir hún. „Okkur langaði að
fjalla um „móðurina“ „dótturina“ og
„konurnar.“ Það eiga það allir sam-
eiginlegt að vera fæddir af konu og
eiga móður, eða ömmu þrátt fyrir
að vera ekkert endilega alin upp hjá
þeim,“ segir Agnes.
„Í verkinu leika tíu leikkonur á
aldrinum 17 til 80 ára og við erum
þrír ættliðir sem eru saman í þessu.
Ég, mamma og amma,“ segir hún.
„Svo eru einar mæðgur líka og þetta
er mjög flottur hópur kvenna sem er
saman í þessu. Við unnum sögur og
verkefni saman. Vorum með bréfa-
skriftir og þetta eru allt sannar sög-
ur sem við unnum með. Ekki endi-
lega reynslusögur þessarra kvenna
en þær höfðu allar heyrt þessar sög-
ur frá sínum mæðrum, ömmum eða
langömmum,“ segir Agnes.
„Allt sem kemur fram er sann-
sögulegt en við tökum okkur vissu-
lega skáldaleyfi þar sem það á við
og gerðum þetta leikhúsvænna.
Sögurnar eru ólíkar þar sem við
erum bæði með sögur frá þeim
yngstu og þeim elstu í hópnum,“
segir hún. „Svo við erum að fjalla
um nútímakonuna og konurnar úr
fortíðinni.“
Leikfélagið í Mosfellsbæ hefur
sett upp tvær sýningar á ári undan-
farin ár og hefur aðsóknin alltaf
verið mjög góð. „Þetta er haustsýn-
ingin okkar í ár, en við ætlum líka
að vera með jólasýningu þar sem
við einbeitum okkur að yngri kyn-
slóðinni. Þessi sýning er fyrir full-
orðna og umfangið er mikið,“ segir
Agnes. „Tónlistin er frumsamin og
flutt í sýningunni og við breytum
svolítið útliti leikhússins í þessari
sýningu og leikum okkur svolítið
með formið.“
Leikfélag Mosfellsveitar var
stofnað árið 1976 og var í ár valið
bæjarlistamaður Mosfellsbæjar.
„Nafninu hefur samt aldrei verið
breytt,“ segir Agnes. „Þegar sveit-
in breyttist í bæ þá var það einhver
íhaldssemi og stolt sem varð til þess
að leikfélagið hélt sveitarnafninu og
það er bara skemmtilegt,“ segir Ag-
nes Wild leikstjóri.
Mæður Íslands verður frumsýnt
þann 30. september og allar nánari
upplýsingar má finna á Facebook-
síðu Leikfélags Mosfellssveitar.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
leiklisT nýTT íslenskT verk í Mosfellsbæ
Sannar sögur af
íslenskum konum
Mæður Íslands er nýtt íslenskt leikverk sem verður frumsýnt í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ
í næstu viku. Leikverkið er unnið út frá frásögnum og sögum um íslenskar konur, líf þeirra,
tilfinningar, hvernig þær hafa áhrif á aðra og hvernig aðrir upplifa þær. Leikararnir skapa og
skrifa leikverkið ásamt leikstjóranum Agnesi Wild og segir hún leikhópinn, sem skipaður er
konum á aldrinum 17 til 80 ára, hafa komið með magnaðar sögur á borðið þegar hópurinn
samdi handritið.
Leikkonuhópurinn sem stendur að sýningunni Mæður Íslands. Ljósmynd/Hari
62 menning
Til hamingju
e daginn
Stóri tísku- og
snyrtivörukainn
2. október
Nánari upplýsingar veitir Kristi Jo í síma 531-3307 eða
á tölvupósti á kristijo@frettatiminn.is
Meðal annars munum við alla um:
• Þurrsjampó
• Serum
• Augnförðun
• Nýju haustlitina
• Nýju ilmina
• Hausttískuna í fatnaðinum
Þú vilt ekki missa af þessu!