Dagrenning - 01.10.1946, Page 36

Dagrenning - 01.10.1946, Page 36
Hversu mikilfenglegt og fullkomið er eigi samræmi það, sem við oss blasir, er vér ber- um tímatal þetta sarnan við Pýramidann mikla! Lesandinn mun veita því athygli, að sköpunarár Adarns, 5394 f. K., er það sama, sem opinberað er í Pýramidanum. Sjáum vér af þessu, að lárétta greinin mikla í Pýramid- anum, frá uppbafi lárétta gangsins að drottn- ingarsalnum og yfir salinn þveran, er tákn- ræn og stærðfræðileg yfirsýn alls ferils mann- kynsins, frá sköpun Adams í upphafi til enda þúsund ára ríkisins. Öll lengdin, frá upphafi lárétta gangsins og yfir drottningar- herbergið, út að vegg, er 83,87 almennar egypzkar álnir; það hefir sýnt sig, að mæli- kvarðinn er alin = öld, og sé hann notaður óbreyttur alla leiðina, sýnir hann 83,87 aldir eða 8387 ár, eins og er frá 5394 f. K. til 2994 e. K. Síðustu 10 aldirnar, eða 1000 árin, eru táknuð með síðustu 10 álnunum á þessari leið og er það drottningarsalurinn, sem bæði er stór og mikilfenglegur að gerð, og táknar því svo sem bezt á við þúsund ára ríkið sjálft, og ártalsmælingin ákveður tímabil þús- und ára ríkisins nákvæmlega. Ekki var hægt að óska sér annars, er betur væri fullnægj- andi, einfaldara, markvissara, nákvæmara og altækara! Sannlega er það Guði líkt! Þetta hyggjum vér að sé rétta leiðin til þess að skýra Guðs innblásna Pýramida, — Biblíu Guðs í steini, — það er, að leyfa honum, í allri auðmýkt, að kenna oss með því að skilja lrann eins og hann var gerður, sem er andstætt hinu, að finna upp liugvitssöm, flókin, rúmfræðileg brögð til þess að fram korni ártöl þau, sem vér viljum láta vera fólgin í Pýramidanum, svo að saman beri við kennisetningar vorar. í Pýramidanum eru opinberaðar báðar liliðar þess ætlunarverks, sem þjóð drottins, ísrael, eru ætlaðar: — (1) í sambandi við konungssalinn er það sýnt á mjög vel við eigandi hátt, hvemig háttað er tengslum ísraels við fram- kvæmdarvöld nýskipanar hins mikla Krists: „Höfuðs“ og „líkama“. Ganga og sala kerfið, sem upp stefnir, en það er fyrst uppgangurinn, stallagangurinn mikli, forsalurinn og konungssalurinn, táknar fagurlega hinn guðlega undir- búning að nýskipan þúsund ára ríkisins mikla, sem nú er á næstu grösum, vígslu hennar og stjórn. Vér höfum séð að einvaldurinn mikli er Drottinn Jesú Kristur sjálfur. Hinn mikli „líkami“, framkvæmdarvaldið, sem liann segir að skuli „sitja hjá nrér í hásæti mínu“, „dæma heiminn" og „ríkja yfir þjóðun- um“, verður rnyndað af þeim, sem feta í fótspor frelsarans, hinni sönnu kirkju, sem upp rís í „fyrstu upprisunni". „Ef vér erum orðnir samgrónir honum f\'rir líking dauða hans, munum vér einnig vera það fyrir líking upprisu hans.“ „Þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst rísa.“ „Blessaður og heilagur er sá, sem á þátt í fyrri upprisunni.“ .... „Þeir skulu verða konungar og prestar Guðs og skulu ríkja með honum í þús- und ár.“ Allt þetta er frábærlega táknað í þessum efsta hluta af gangakerfum Pýramidans, og nákvæmlega útskýrt í „Boðskap Pýramidans mikh“. ísrael mun að lokum afsala sér sjálfsvilja sín- urn í helgun og verða viljugur og hlýð- inn þjónn hins sanna Krists og fram- kvæma skilyrðislaust það, sem fyrir hann er lagt. í konungssalnum, sem táknar fyrirkomulag og stjórn nýskipan- arinnar, lúta þess vegna öll megintákn- in að upprisu hinnar sönnu kirkju, sam- einingu hennar við Krist sjálfan og upp- hefð með honurn og valdi yfir heimin- um. Það skyldi haft hugfast, að kon- 34 DAGRENNIMG

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.