Dagrenning - 01.10.1946, Blaðsíða 40
Lengri alinin og hin almenna alin Pýramidans mikla
Lengri alinin = almennar álnir = 1,213204 almenn alin.
= 25 pýramidaþumlungar = 25,027 brezkir þuml.
1 almenn alin = ----lengri alinin = 0,8242637 lengri al.
250 y/n
= 20,606593 pýramidaþuml. = 20,629 brezkir þumlungar.
Ath.: Sólarár (y) er sýnt í rúmmælingum Pýramidans mikla, 365,242353 dagar.
nefndur. Það er raunverulega sýnt í Pýra-
midanum mikla, að hvort tveggja endar
sama árið, sameiningartímabil Ísraels-Breta
og sjöundi þúsund ára dagurinn, þ. e. 1994
e. K. Það er og eftirtektarvert, að tímabil
brezku sameiningarinnar (945—1994 e. K.)
nær ekki aðeins yfir sjöunda 1000 ára dag-
inn (994—1994 e. K.), lieldur er 49 árum
lengra en sá tími er nákvæmlega fagnaðar-
tímabil. Er þetta mikilfenglegt, ef gætt er
þeirrar staðreyndar, að bæði sameiningar-
tímabilið og sjöundi þúsund ára dagurinn
endar samtímis og ber oss þá að hinu mikla
„fagnaðarári fagnaðaráranna“. Hefst þá enn
meiri 1000 ára hvíldardagur, þegar loks er
búið að fást við illvirkjana, og fær þá bæði
ísrael og mannkynið allt frið fyrir öllum
ama og sorgurn, því að jafnvel dauðinn sjálf-
ur verður þá úr sögunni, „og dauðinn verð-
ur eigi framar til“, er þessi dýrðlegi tími
„endurreisnar allra hluta“ er upp runninn.
Flyt heimi blessun með fagnaðs frégnum
um frið, sem nálgast þreyttan lýð.
Flyt boðskap öllunr þjáðum þegnum
um þúsund ára náðartíð.
Það er augljóst af því, sem að framan
greinir, að það er rétt, sem Sir Flinders
Petrie hélt fram, að almenna egypzka alin-
in (sem er jöfn 20,629 brezkum þuml.), sem
notuð var af eldri konungaættunum, var
notuð við uppdráttinn að Pýramidanum
mikla. En það er og margfaldlega sannað í
fyrri bók vorri, „Pýramidanum mikla“, og
mörgum öðrum ritum, að hitt er jafn víst,
að eldri alinin (sem er jöfn 25,027 brezkum
þuml.) var einnig notuð við uppdráttinn að
Pýramidanum, eins og Smyth prófessor segir
afdráttarlaust. Þessi eldri alin var notuð af
forfeðrum Hebrea og af elztu Hebreum, þar
á meðal ísraelsmönnum, og hlaut nafnið
„helga alinin“. Þessi nöfn, helga alinin og
almenna alinin, eru dálítið óheppileg til þess
að nota þau í sambandi við Pýramidann, því
að þau virðast benda til þess, að önnur þeirra
sé heilög, en hin vanheilög, en slík hug-
mynd er alröng. Fyrir því fer betur á því
að nefna helgu alinina, sem er 25 þuml.,
lengri alinina. Nauðsynlegt er að gera sér
það ljóst, að álnir þessar voru raunverulegar
mæfieiningar, sem notaðar voru við dagleg
38 DAGRENNING