Dagrenning - 01.12.1958, Síða 3
DAGRENNING
3. TOLUBLAÐ
13. ÁRGANGUR
REYKJAVÍK
JÚLÍ-DES. 1958
Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1-11-96
Þegar ég nú, eftir þrettán ára ritstjórn og útgáfu Dagrenningar,
sendi frá mér síðasta hefti hennar, er það langt frá því að vera sárs-
auhalaust. Dagrenning hefir verið mér kærara viðfangsefni en flest ann-
að, sem ég hefi fengizt við um dagana, og einu sinni var ætlun mín sú,
að gera hana svo vel úr garði og undirbyggja fjárhag hennar svo, að
ég gæti haft þar af lífsstarf mitt er stundir liðu. En þetta hefir ekki
tekizt, og mun áreiðanlega ekki takast héðan af, og því hefi ég nú af-
ráðið að láta hér staðar numið í útgáfu hennar, fremur en að láta hana
veslast upp frekar en orðið er. Þetta verður því síðasta heftið, sem
út kemur af henni, a. m. k. um sinn.
Frá þessu þrettán ára tímabili er margs að minnast, þó það verði
ekki rakið hér. Dagrenning hefir oft veitt mcr tækifxri til að opna hug
minn og segja það sem mér bjó í brjósti. Ég fann að ég var frjáls, þegar
ég, stundum langt fram á nætur, sat við að semja greinar, sem hún svo
síðar flutti út um landið. En öllu eru takmörk sett. Mér er vel Ijóst, að
Dagrenningu hefir, hin síðustu árin, borið nokkuð frá því marki, er henni
var upphafalega sett, og því er nú bezt að hvíla sig um stund og safna
kröftum til nýrar sóknar, og þá sennilegast á nýjum vettvangi.
Ég vil því hér og nú þakka öllum þeim mörgu kaupendum Dagrenn-
ingar nær og fjær, sem hafa keypt ritið, sumir frá byrjun, og stutt að
því að það gæti komið út. Ég þakka einnig öllum þeim, sem hafa skrifað
mér vinsamleg bréf og sent Dagrenningu greinar og athugasemdir, hvort
sem það hefir verið birt eða ekki. Ég þakka ennfremur margvíslega vin-
semd, sem ég liefi átt að mæta víðsvegar um land, er ég hefi verið þar
á ferð og stafað hefir frá hlýhug til mín vegna Dagrenningar. Alls þessa
minnist ég og met mikils.
En ég veit að kaupendum Dagrenningar er það ekki síður Ijóst en
mér, að ég er orðinn dálítið þreijttur og þarf að hvíla mig um skeið.
Ég held líka, að ég eigi ekki að halda lengra í þessa átt að sinni og
að framundan bíði önnur verkefni, sem mér sé ætlað að vera með í
að leysa.
Eins og allir þeir vita, sem lesið hafa greinar mínar í Dagrenningu,
DAGRENNING I