Dagrenning - 01.12.1958, Síða 4

Dagrenning - 01.12.1958, Síða 4
er ég mikill forlagatrúar maður. — Það eru allir „spámenn“. Ég held því, að æðri hönd stjórni að verulegu leyti lífi mínu — eins og allra annarra — og að hún stýri nú lífsfleyi mínu í aðra átt, en ég hafði sjálf- ur gert ráð fyrir. Mér er líka Ijóst nú orðið, að svo hefir oft einnig verið áður. Og ég vil hlýða þessum „skipstjóra“ í þeirri trú og von, að það sé mér fyrir beztu, og með því geti ég orðið að mestu liði það sem eftir er ævinnar. ★ Sterk og traust hönd, sem ég finn svo oft í lífi mínu, hefir síðustu árin leitt mig til starfa á þeim akri þessa þjóðfélags, sem einna minnst er plægður, en þyrfti að brjótast bæði fljótt og vel. Ég á þar við hjálpar- starfsemina meðal drykkjufólks. Ég finn að í því starfi hefur Drottinn verið að verki með okkur, fáum og smáum, sem þar höfum lagt hönd að nú um fimm ára skeið. Ég held að sú lireyfing, sem þar er á ferð, þurfi nú um stund a. m. k., á mestöllum þeim starfskröftum að lialda, sem af- gangs verða hjá mér frá daglegu lífsstarfi mínu. Ég liefi því ákveðið að leggja því starfi lið mitt næstu árin, ef líf og heilsa leyfir. En samt vona ég innst inni, að mér gefist einnig tækifæri til að halda að ein- hverju leyti áfram spádómsathugunum mínum, þó þær komi e. t. v. aldrei fyrir álmennings sjónir. En því eins og öðru ræður framtíðin, sem engu svarar þó spurt sé, og við það sætti ég mig. ★ Þegar ég nú lýk við þessi formálsorð er nótt — ein af þessum kyrr- látu og hljóðu næturstundum, sem komið geta til manns við og við, jafn- vel í Reykjavík. Ég man það líka rétt, að fyrsta formála Dagrenningar skrifaði ég um svipað leyti nætur, og svo var oft síðan. Nú þarf þess ékki oftar, og því er það, ef til vill, sem mér finnst þessi næturstund svo óvenjulega hljóð. 2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.