Dagrenning - 01.12.1958, Qupperneq 6

Dagrenning - 01.12.1958, Qupperneq 6
Þetta hefi ég nú verið að reyna öðr- um þræði í þrettán ár, og það er ekki mitt um það að dæma hvað áunnist liefir. Um þetta efni hafa birst margar greinar, frumsamdar og þýddar, í Dag- renningu. Því meira sem ég hefi kynnt mér þetta efni, því sannfærðari hefi ég orðið um það, að sú tilgáta sé í alla staði rétt, að hinar norrænu og engilsaxnesku þjóðir séu beinlínis hinar fornu, týndu ættkvíslir ísraels. Hver sá, sem öðlast þessa skoðun og tekur hana alvarlega, hlýtur að gjörbreytast í hugsunarhætti og viðhorfi til alþjóðamála og svo hefir farið fyrir mér. Frá mínu sjónarsviði eru allar aðrar kenningar um þjóðir heimsins og uppruna þeiiTa byggðar á haldlausum kennisetningum, og oftast tilbúnar af fræðimönnum ákveðinna ríkja eða stofnana, beinlínis í jreim til- gangi að blekkja þjóðir lieimsins og villa um fyrir þeim, svo að þær fái ekki skil- ið þennan mikilvæga sannleika. Saga þessara þjóða er í stórum drátt- um sögð í elztu ritum, sem geymst hafa, á einn og sama veg. Meira að segja í merkustu sagnfræðibók íslendinga — Heimskringlu — er sagan af flutningum ,,Ása“, frá heimkynnum þeirra við Kasp- íahaf til Norðurlanda, sögð berum orð- um, — en Æsir voru ,,guðir“ — þ. e. „Guðs þjóð“ — eins og þeir líka voru síðar nefndir. Hinn einfaldi sannleikur þess- arar sögu er svo augljós, að hvert bam getur skilið hann og tekið við honum: ísraelsmenn greindust í tvö ríki með- au þeir bjuggu í landi sínu. Öðm rík- inu — Ísraelsríki, en í því vom tíu ætt- kvíslir ísraels — var sundrað og allur Jdoití þjóðarinnar herleiddur til land- svæðanna sunnan við Kaspíahaf og lát- inn setjast að í „borgum Meda“. Þetta gerðist rúmum 700 árum fyrir fæðingu Krists. Á þessum slóðum bjuggu svo þessar ættkvíslir Israels í mörg hundruð ár og gengu undir ýmsum nöfnum, þar á meðal nafninu Skíðar og Sakar og urðu geysilega fjölmennar. En þegar Rómverjar tóku að leggja undir sig lönd Litlu-Asíu liófu þær ferð norður yfir Kákasusfjöll og settust að á slétt- lendinu norðan og vestan Svartahafs, og nefndust þá Gotar, sem þýðir „Guðs þjóð“. Flokkar úr sumum ættkvíslunum fóru lengra — jafnvel alla leið á Norður- lönd svo sem segir í Heimskringlu: „Fjallgarður mikill gengur af land- norðri til útsuðurs; (Kákasusfjöllin) sá skilur Svíþjóð hina miklu (Rússland) og önnur ríki. Fyrir sunnan fjallið er eigi langt til Tyrklands; þar átti Óðinn eign- ir stórar. í þann tíma fóru Rómverja- höfðingjar víða um heiminn og brutu undir sig allar þjóðir, en margir höfð- ingjar flýðu fyrir þeim ófriði af sínum eignum. En fyrir því, að Óðinn var for- spár og fjölkunnugur þá vissi hann, að hans afkvæmi myndi um norðurálfu heimsins byggja. Þá setti hann bræður sína, Vé og Víli, yfir Ásgarð, en hann fór og díar (guðir) allir með honum og mik- ið mannfólk annað. Fór hann fyrst vest- ur í Garðaríki (Rússland) og þá suður í Saxland (Þýzkaland). Hann eignaðist ríki víða um Saxland og setti þar sonu sína til landgæzlu. Þá fór hann norður til sjávar og tók sér bústað á ey einni; þar heitir nú Óðinsey á Fjóni.“ Þetta er sagan um för ísraelsmanna á Norðurlönd. Þar skírðu þeir svo lands- hlutana eftir ættkvíslunum: Jótland — eftir Júdaættkvísl — og Danmörku eftir Dansættkvísl, og Gotland eftir „Guðs þjóð.“ — Og síðan kunnum við þessa sögu þó skólar og fræðimenn fáist ekki 4 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.