Dagrenning - 01.12.1958, Qupperneq 7

Dagrenning - 01.12.1958, Qupperneq 7
til að skilja og viðurkenna jafn einfald- an og augljósan sannleika sem jtennan. En af þessu leiðir annað og meira: Ef jiessar þjóðir og aðrar þeim náskyld- ar, s. s. Bretar, Hollendingar, Vestur- Þjóðverjar o. fl. eru hinn forni ísrael, þá er hlutverk þeirra meira og vanda- samara en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir, og þá er svo mikið af sagn- fræðivísindum vorra tíma andstætt sannleikanum og blekkingin einber, að nauðsynlegt er að endurskoða öll þau „vísindi" frá rótum. HVAÐ ER KIRKJAN? Eitt af því sem mestri truflun veldur við það að átta sig á Jressum málum er sú útbreidda hugmynd, að Gyðingar nú- tímans séu ísrael; ísraelsþjóðin sé týnd að öðru leyti, en í hennar stað sé kom- in hin svonefnda kristna kirkja. Þessi kenning á rót sína að rekja til kajrólsku kirkjunnar, sem lieldur því fram, að Drottinn hafi útskúfað ísrael við komu Krists, og í stað gömlu ísraels þjóðarinnar sé nú kominn „andlegur ísrael“, sem þá auðvitað er fyrst og fremst hinn kaþólski söfnuður, þ. e. játendur hinnar kaþólsku trúar. „Kirkjan" á að hafa erft öll fvrir- heit ísraelsþjóðarinnar, senr í Biblíunni eru tilgreind, og ekki eru úrelt orðin. Þess er nú sjaldan getið, að kristin trú var orðin verulega útbreidd víða í Evrópu áður en hin svonefnda Rómar- kristni kom til sögunnar. Þannig er það tvímælalaust viðurkennt, að t. d. á Bret- landi voru menn kristnir áður en ka- þólsk kristni barst þangað, og stafaði sú foma kristni frá lærisveinum Krists, og öðmm, er þeim liöfðu fylgt, og flutt höfðu kristnina til fjarlægra landa. Um þetta mætti skrifa langt mál og færa fyr- ir því mörg rök, og helir }>að raunar oft verið gert hér í Dagrenningu. Kirkj- an — engin deild hennar, né heldur hún öll í heild — er ekki neinn „andleg- ur ísrael“. Sá „ísrael“ er ekki til, heldur aðeins hugarburður. Hins vegar er ísraelsþjóðin til enn í dag og sögu henn- ar er hægt að rekja allt til vorra tíma. ef menn fást til að hafna hinum heimsku- legu skoðunum, sem eru alveg að eyði- leggja söguvísindi nútímans. Hinir fyrstu kristnu íslendingar, sem sögur vorar greina frá, voru ekki Róm- arkristnir lieldur höfðu kristni sína frá fmmkristninni eins og hún hafði breiðst út til Bretlands og annama Evrópu- landa. Frásögnin af skírn Ólafs konungs Tryggvasonar í Heimskringlu er greini- leg sönnun þess, að hann hefir verið skírður af manni (,,spámanni“), sem til- heyrt hefir fmmkristninni, en ekki hinni kaþólsku kirkju, sem þá var tæp- ast búin að festa rætur á Englandi. Það er, að mínum dómi, mikil nauð- syn að fólk átti sig á þessu vandasama viðfangsefni: Kirkjan er söfnuður Krists, en enginn „andlegur ísrael“. Hún á að vera opin öllum mönnum og öllum Jrjóðum, sem vilja gerast læri- sveinar Krists og fylgjendur. ísraels- Jjjóðin er nú liins vegar þjóðafjölskylda. Gyðingarnir, sem nú eru að mynda ríki í Palestínu, eru að nokkru leyti — en aðeins að nokkru leyti — ein liinna fornu ættkvísla ísraels — Júdaættkvíslin. — Hinar ættkvíslirnar hljóta að vera til, og em nú kunnar orðnar, Jró „fræðimenn" svonefndir vilji ekki enn viðurkenna þær staðreyndir. PÝRAMÍDINN MIKLI. Því verður ekki neitað, að það hefir haft verulega þýðingu fyrir Jrað kenn- DAGRENNING g.

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.