Dagrenning - 01.12.1958, Page 8

Dagrenning - 01.12.1958, Page 8
ingakerli, sem Dagrenning hefir haldið uppi, hversu þeim spádómsþýðingum, sem byggðu á útreikningum á Pýramíd- anum mikla, hefir skeikað. Eins og margoft hefir verið rætt í þessu riti, hefir sú skoðun verið að ryðja sér mjög til rúms meðal þeirra manna, sem fást við að reyna að skýra spádóma Biblíunnar, að milli þeirra og ltins furðulega mannvirkis, Pýramídans mikla í Egyptalandi, mundi vera mjög náið samband. Því er haldið fram, að Pýra- mídinn mikli sé að verulegu leyti „Bibl- ian í steini“, eins og komist hefur verið að orði, og er þá átt við það, að í hinni nákvæmu, vísindalegu byggingu þessa furðulega mannvirkis, felist, á stærðfræðilegu dulmáli, þýðing tíma- talsspádóma Biblíunnar, en þeir eru margir. Það eru nú yfir hundrað ár síð- an menn veittu þessu fyrst atliygli og allan þann tíma hafa margir mikilhæfir menn lagt mikla vinnu í þessar rann- sóknir. Nú hefir það sýnt sig, að útreikning- ar þessara manna hafa ekki staðizt, a. m. k. ekki á þann hátt, sem þeir sjálfir ætluðust til. Ákveðin ártöl, sem áttu að tákna viss merkileg tímamót eða at- burði, sem menn höfðu vænst að gerð- ust, og um er spáð í ritum Biblíunnar, gerðust ekki á þeim tíma, sem búist var við, a. m. k. ekki með þeim hætti sem menn höfðu gert ráð fyrir. Þegar slíkt kemur fyrir er ekki nema von, að áhug- inn dofni. Því fæstir hafa aðstöðu eða tíma til að rekja slík mál til dýpstu róta, eða kynna sér í hverju mistökin liggja, og svo hefir farið í þessu efni, al- mennt talað. En þrátt fyrir þessi mistök, sem enginn neitar að átt hafi sér stað, er það þó óhagganleg staðreynd, að í öllu því, sem mestu máli skiftir, hafa þessar spámælinga-þýðingar reynzt rétt- ar. Það má því slá því alveg föstu, að milli hins stærðfræðivísindalega fyrir- bæris, Pýramídans mikla, og spádóma Biblíunnar, er greinilegt samband, þó enn liafi ekki tekizt að leysa þær gátur til fulls. Það er einnig mín skoðun og sann- færing, að ýmsir þeirra, sem mest og bezt fást við að kanna þessi mál, láti um of stjórnast af jjeirri löngun að sjá spádóma Ritningarinnar rætast með þeim hætti, sem þeir sjálfir hafa liugsað sér að yrði, frekar en að vera því við- búnir, að allar spádómsþýðingar geti reynzt rangar, þó að spádómurinn sjálf- ur sé og verði réttur. Mér finnst augljóst af minni litlu reynslu í þessum málurn, að tákn Pýra- mídans, sem greinilega eru sýnd, marki ávallt sérstök tímamót, sem hafi heims- sögulega þýðingu, og engum spádóms- þýðanda geti til lmgar komið hin rétta þýðing spádómsins löngu áður. Þannig var þetta t. d. með ártalið 1954. Allir pýramídafræðingar, undantekningar- laust, töldu að það ártal — og tímabilið allt fram til 1954 — táknaði endalok „hinnar miklu Babylonar“, þ. e. kollvörp- un hinna satanisku skipulagshátta vorra tíma. En þetta reyndist rangt. Hins vegar markar allt þetta tímabil — og þó alveg sérstaklega ártalið 1954 — upphaf nýrrar aldar hér á jörð — atómaldarinn- ar — með tilkomu vetnissprengjunnar, sem fyrst var sprengd í júnímánuði 1954. Þessi stórfelldu tímamót sýndi Pýramídinn mikli, þó engum þeim manni, sem reyndi að þýða spádóminn, kæmi þetta til hugar. Og svo stórkost- leg eru þessi tímamót, að nú í árslokin 1958 er um það rætt í fullri alvöru að á árinu 1959 muni takast að senda menn 6 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.