Dagrenning - 01.12.1958, Page 11

Dagrenning - 01.12.1958, Page 11
ur kynni. Þá svarar Guðríður: „Hvorki er ég fjölkunnug né vísindakona, en þó kenndi Halldís fóstra mín mér á íslandi það fræði, er hún kallaði Varðlokur". Þorbjörg svaraði: „Þá ertu happfróð". Guðríður segir: „Þetta er þess konar fræði og atferli, að ég ætla í öngum at- beina að vera, því að ég er kona kristin". Þorbjörg svarar: „Svo mætti verða, að þú yrðir mönnum að liði hér um, en þú værir þó kona ekki að verri; en við Þorkel met ég, að fá þá hluti hér til, er þarf“. Þorkell herðir nú að Guðríði, en hún kveðst mundu gera sem hann vildi. Slógu þá konur hring umhverfis, en Þorbjörg sat uppi á seiðhjallinum (þ. e. miðilsstólnum). Kvað Guðríður þá kvæðið svo fagurt og vel, að engi þótt- ist fyrr heyrt hafa með fegri raust kveð- ið, sá er Jrar var. Spákona þakkar henni kvæðið og kvað margar þær náttúrur hingað að hafa sótt — „og þótti fagurt að heyra það er kveðið var, er áður vildu frá oss snúast og oss öngva hlýðni veita; en mér eru nú margir þeir hlutir auð- sýnir, er áður var bæði eg og aðrir duld- ir. En eg kann það að segja, að hallæri Jjetta mun ekki haldast lengur en í vet- ur, og mun batna árangur, sem vorar. Sóttarfar það, sem lengi hefir legið, mun og batna vonu bráðara. En þér, Guð- ríður, skal ég launa í hönd liðsinni það, sem oss hefir að þér staðið, því að þín forlög eru mér nú öll glöggsæ. Það muntu gjaforð fá hér á Grænlandi, er sæmilegast er til, þó að þér verði það eigi til langæðar, því að vegir þínir liggja til íslands, og mun þar koma frá þér ættbogi mikill og góður, og yfir Jnnum ættkvíslum mun skína bjartur geisli; enda far nú vel og heil, dóttir mín.“ „Síðan gengu menn að vísindakonunni, og frétti hver eftir því, sem væri forvitni á; var hún og góð af frásögnum; gekk það og lítt í tauma, er hún sagði. Þessu næst var komið eftir henni af öðrum bæ, og fór hún þá þangað.“ (Þorfinns saga karlsefnis, 4. kap.). # Greinilegri lýsingu á miðilsfundi, en hér er gefin, er tæpast hægt að fá. Þor- björg Lítil-völva er „spákona" — miðill, sem fer milli bæja og heldur miðils- fundi að beiðni fólks. Umbúnaðurinn er miðilsstóll (seiðhjallur), og (kvenna) hringur. Sérstakur söngur er sunginn meðan miðillinn er að komast í samband, og síðan ganga fundarmenn að og spyrja miðilinn tíðinda, sem einkum er spár um framtíðina. Mjög svipað Jjessu fara mið- ilsfundir fram nú á dögum. í bókinni „Framhaldslíf og nútímaþekking" eftir séra Jakob Jónsson, segir svo um miðils- fundi nú á dögum: „Nú er komið að hinu ósjálfráða mið- ilstali. Til }:>ess að það eigi sér stað, Joarf miðillinn að falla í dá eða svefn, sem nefndur er miðilssvefn eða sambands- ástand (trance). Flestir þeir miðlar, sem rækta með sér þessa tegund miðilsgáf- unnar, hafa um sig „hring“ nokkurra manna, sem stöðuglega eru með Jaeim á fundum. Eru fundirnir ýmist hafðir í björtu eða dimmum og er það mjög mis- jafnt hvað á við hvem miðil. Notalegur hiti þarf einnig að vera í herberginu. Fundarmenn sitja allir í hring og miðill- inn einn í miðjum hringnum. (Lbr. hér). Oftastnær — og þó ekki alltaf — haldast allir í hendur á meðan hann fellur í mók- ið, og hjá mörgum miðlum gerir söngur eða veikur hljóðfærasláttur það að verk- um, að miðlinum gengur betur að sofna og kraftur hans til þess að tala eykst. Mik- DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.