Dagrenning - 01.12.1958, Síða 12

Dagrenning - 01.12.1958, Síða 12
ið virðist hér sem annars staðar komið undir samstillingu fundarmanna, eitt ráðið henni til eflingar er stutt bæn, flutt fram af einhverjum fundarmanni. Sam- úðarleysi, kuldi og þvergirðingsskapur spillir og tefur fyrir Jjví, að nokkuð geti gerzt. Þó er ekki svo að skilja að menn eigi að vera fyrirfram sannfærðir um fyr- irbrigðin eða sammála um allt. Heilbrigð gagnrýni gerir aðeins gott eitt, ef henni fylgir um leið andleg gestrisni, hrein- skilni og opinn hugur gagnvart Jreim at- burðum, sem kunna að gerazt. Uppgerð- arhátíðleiki eða Jrvinguð alvara gerir ógagn á miðilsfundum. Eftir að miðill- inn er sofnaður er ekki nauðsynlegt að haldast lengur i hendur, og þó að einn maður í einu tali við miðilinn og heppi- legt sé, að á fundunum sé einhver sérstak- ur, sem hefir stjórnina, þá mega menn gjarnan tala saman óþvingað, ef Jrað truflar ekki; hlátur, sem ekki gengur of langt, virðist heldur ekkert gera til, enda gefur röddin, sem talar af munni miðils- ins, ákaflega oft tilefni til glaðværðar, engu síður en alvöru eða biturrar hryggð- ar.“ (Framhaldslíf og nútímaþekking, bls. 91-93). Þegar þessar tvær lýsingar á miðils- fundum eru bornar saman kemur greini- lega í ljós, að liér er um sömu sam- bandsaðferðina að ræða. Á miðilsfundi er því „framinn seiður“, eins og Jrað var nefnt í heiðnum sið. Með þessari sér- stöku aðferð eru andaverur „seiddar" að og þær ná meiri og minni tökum á sálar- lífi miðilsins — „tala gegnum hann“ — eins og J^að er nefnt. Þorbjörg Lítil- völva segir það og berum orðum, að fyr- ir hinn ágæta söng Guðríðar hafi „marg- ar þær náttúrur (þ e. verur) að sótt, er áður vildu frá oss snúast og oss öngva hlýðni veita.“ Bendir þetta ótvírætt til Jress að um andasamband sé að ræða eins og spiritistar líka halda frarn að sé, })eg- ar slíkar verur tala Jrar fyrir munn mið- ils. Spiritisminn er því ekki kristindóm- ur, og styður ekkert að eflingu hans, nema síður sé. Hins vegar má með spiri- tisma fá verulegar sannanir fyrir því að einhverjar „andaverur“ eru í mjög nánu sambandi við mannfólkið, og hægt er að hafa samband við þær, m. a. með þess- um hætti. Þetta vissu ntenn til forna og Jrað einnig, að yfirleitt voru andasam- bönd Jressi ekki góðrar tegundar. Sam- böndin eru yfirleitt við verur á lágu stigi — djöflaanda, — sem þykjast vera allt ann- að en Jaeir eru og sem leiða glötun og tortímingu yfir þá, sem í þessi sambönd komast. Meginvilla spiritistanna er sú, að Jreir gera ráð fyrir Jjví, að andasam- böndin séu við framliðna menn — jafn- vel framliðna ástvini — en slíkt er hinn mesti misskilningur. Samböndin eru oft- ast við lygaanda og blekkinga verur, eins og bezt sést á því, að sjaldnast er sá boð- skapur réttur — eða sannur, sem Jrær liafa að flytja. — Spiritisminn er því hin forna heiðni endurborin og löguð að nútíma hugsun- arhætti. — Spiritisminn er ekki endur- bættur kristindómur, heldur leiðir hann til algjörrar útrýmingar á sönnum krist- indómi, eins og bezt er nú komið á dag- inn með Jjeim Jjjóðum þar sem hann hefir náð mestri útbreiðslu. Með þessu er ekkert um það sagt að hin forna heiðni hafi ekki átt sína göfgi í ýmsum greinum. Síður en svo. En það var einmitt „seiðurinn" og hin mikla spilling, sem fylgdi útbreiðslu hans, sem eyðilagði þessi fomu trúarbrögð, a. m. k. hér á landi og vafalaust einnig annars staðar. 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.