Dagrenning - 01.12.1958, Side 20
voru. í kosningunum sem fóru fram í
september Utk sigraði nýr stjómmála-
flokkur, sem nefndi sig: „Nýi lýðveldis-
flokkurinn" og eru aðalmenn lians þeir
er næst stóðu de Gaulle í stjórnarbylt-
ingunni, þar á meðal Sustelle, sem tal-
inn er hafa skipulagt byltinguna í sum-
ar. Nýi lýðveldisflokkurinn fékk yfir 180
þingsæti og röskar 4 millj. atkvæða, og
er því stærsti jnngflokkurinn, bæði að
atkvæðamagni og þingmannatölu.
Kommúnistar urðu næstir að atkvæða-
magni, fengu tæpar 4 millj. atkvæða en
ekki nema 10 |nngmenn, svo vegur
jieirra er að engu orðinn í þinginu. Jafn-
aðarmenn héldu nokkurnveginn fylgi
sínu, um 3 millj. kjósenda. en hröpuðu
úr sem næst 100 þingsætum niður í 40
þingsæti. Róttæki flokkurinn, sem lengi
hefir miklu ráðið í stjórnmálum Frakk-
lands, gekk klofinn til kosninga og beið
mikið afhroð bæði um kjósendur og
þingsæti. Einn af aðalleiðtogum hans,
Mendes France, féll í kosningunum.
Tdins vegar unnu hægri flokkarnir flest-
ir verulega á, og eru nú miklu sterkari á
þingi en áður.
Forsetakosning fór fram síðast í des-
ember og var de Gaulle kjörinn forseti
Frakklands með 75% atkvæða. Nú hefir
og ný stjórn verið mynduð í Frakklandi,
aðallega af fvlgismönnum de Gaulle, en
þó er enn í rauninni ekki hægt að gera
sér fulla grein fyrir Jdví hvað gerst hefir
í hinni nýju, frönsku stjórnarbyltingu.
Engu verður um það spáð nú, hverjar
afleiðingamar verða fyrir hið heimspóli-
tíska ástand, af því sem nú hefir gerst í
Frakklandi. Margt bendir Jjó til þess að
Frakkland muni fjarlægjast hin vestrænu
Jrjóðasamtök, Atlantshafsbandalagið, og
leita meira samstarfs við Riissa en verið
liefir til þessa.
HNIGNUN LÝÐRÆÐISINS.
Á það hefir nokkrum sinnum verið
minnst í Dagrenningu að margt bendi
til Jyess, að nú sé að ljúka ákveðnum
áfanga í þróunarsögu hinna demókrat-
isku skipidagsliátta. Lýðræðið, í Jjeirri
inynd sem Jiað hefir tekið á sig síðustu
áratugina, er allt of veikt stjórnarform
til Jiess að Jiað fái staðist samkeppni hins
nýja einræðis, sem búið er að koma á
um niikinn hluta heims, og sem kallar
sig hinu furðulega nafni „aljiýðulýð-
ræði“. Það sem gerst liefir í Frakklandi
er ljóst merki þess hvert stefnir. Leiðin
liggur burt frá þingræðinu, sem nokkur
lönd í Evrópu hafa búið við nú um ára-
tuga skeið og er orðið sjúkt og spillt.
Lýðræðisskipulag fær ekki staðist, nema
allir þrír höfuðþættir stjórnvaldsins séu
verulega sjálfstæðir og næsta óháðir hver
öðrum. Með tilkomu hinna pólitísku
f'lokka, sem taka allt vald í sínar hendur
og gera Jnngin og ríkisstjórnimar að
viljalausum verkfærum, sem oft eru not-
uð á hinn ósvífnasta hátt til að ganga
erinda flokkanna — oftast Jjvert ofan í
Jyjóðarhagsmuni, — hefir hið gamla,
borgaralega lýðræðiskerfi hrunið til
grunna og er nú raunverulega ekki leng-
ur annað en gömul, holdlaus beinagrind.
í stað þess er komið allt annað fyrir-
komulag: stéttaþing og stéttaflokkar sem
semja sín á milli um völd og fjármuni.
Þegar lýðræðið hóf göngu sína, um miðja
nítjándu öldina, varð fyrsta hlutverk
Jress að brjóta hina gömlu stéttafjötra
og skapa frjáls Jyjóðfélög jafnrétthárra
manna. Lokastig þess sýnist ætla að verða
það að koma aftur á stéttaþjóðfélagi,
sem hlýtur að enda á Jyann veg, að ráða-
menn hinnar sigrandi stéttar taka öll
völd og ráð af öllum öðmm og koma á
hreinu einræði. Þannig er nú komið í
18 DAGRENNING