Dagrenning - 01.12.1958, Síða 23

Dagrenning - 01.12.1958, Síða 23
ins. Sú stjórn þurfti að mæta mestu örðugleikum sem nokkur íslenzk stjóm hefir orðið að taka við fyrr og síð- ar í efnahagslífi íslenzku þjóðarinnar, þ. á m. lokun Spánar-markaðsins, sem hafði staðið undir útgerð landsmanna um ára- tuga skeið. Hermann Jónasson hefir alla tíð síðan dreymt um þann möguleika, að skapa úr Framsókn, Alþýðuflokknum og þeim hluta kommúnistaflokksins, sem ekki fylgir Moskvu-línu skilyrðislaust, eina öfluga vinstri fylkingu, sem gæti farið með völd og ráð hér á landi, jafn- vel um áratuga skeið, líkt og gerst hefir í Noregi og Svíþjóð. Hermann gaf ekki upp vonina um að þetta mætti takast allan þann tíma, sem samstarf Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar átti sér stað, og var því jafnan frekar andsnúinn þeirri samvinnu. H. J. mun hafa átt manna mestan jrátt í því að koma á samvinnu Alþýðuflokksins og Framsóknar í síðustu kosningum, og að trt'ggja sér ítök í þeim hluta kommúnistaflokksins, sem ekki taldist beinlínis til Moskvulínunnar, með því að tryggja Hannibal Valdimars- syni og félögum hans sem sterkasta að- stöðu í hinum nýja kommúnistabanda- lagi — Alþýðubandalaginu. — Allt þetta tókst betur en flestir bjuggust við, og svo vel raunar, að Moskvu-línan í komm- únistaflokknum virtist um tíma í nokk- urri hættu. En framkvæmd þessarar draumsjónar beið óbærilegan hnekki þegar hinn nýi stjórnarmeirihluti varð þegar í byrjun starfstíma síns að gefast upp við það stefnuskrármál sitt, sem hann hafði lagt mesta áherzlu á í kosningunum, en það var, að láta bandaríska herinn hverfa úr landi. Hvað Alþýðuflokkinn og Framsókn snerti var Ungverjalandsmálið og Súezdeilan 1956 kærkomið tækifæri til þess að hætta við brottrekstur hersins, því hvorugur þess- ara flokka mun í raun og sannleika hafa óskað eftir brottför hans. En fyrir komm- únista, sem fóru í stjórn fyrst og fremst til að ganga erinda Sovétríkjanna, var þetta mikið áfall. Þeir biðu þó færis að bæta sér skaðann og það tækifæri fengu þeir vorið 1958 þegar Genfarráðstefnan um landhelgismálið reyndist árangurs- laus. Sjávarútvegsmálin voru í höndum kommúnista, enda höfðu þeir óspart stutt að því, að sem mest af viðskiptum jrjóðarinnar færi „austur fyrir tjald“. Nú fengu þeir einnig tækifæri til að nota viðkvæmt vandamál íslenzku þjóðarinn- ar — stækkun landhelginnar — sem áróð- ursmál fyrir sig, og til þess að spilla sam- starfi vestrænna þjóða. Þetta tækifæri létu þeir að sjálfsögðu ekki ónotað og tókst meira að segja að koma því til leið- ar, að ísland lenti — í fyrsta skipti í sögu sinni — í vopnaðri styrjöld við næsta nágranna sinn — Bretland. Við þessar aðgerðir allar efldist Moskvu-lín- an mjög aftur innan Alþýðubandalags- ins og tókst að beygja svo alla meðlimi flokksins, að ekki gat lengur orðið um klofning að ræða. Þetta kom og brátt i ljós í stjórnarsamstarfinu, það varð örð- ugra með hverjum deginum að fá sam- stöðu innan ríkisstjómarinnar um þau mál sem miklu skipti, og loks kom þar, að ráðherrar kommúnista neituðu alveg að fallast á efnahagsmálalausn þá, sem Framsókn taldi réttasta og Alþýðuflokk- urinn hefði einnig fylgt, ef kommúnist- ar hefðu ekki skorist úr leik. Það má nú telja fullreynt, að draurn- ur Hermanns um að kljúfa kommún- istaflokkinn og innlima Alþýðuflokkinn með einhverjum hætti í Framsókn get- ur aldrei rættst, og er því hyggilegt að hætta þeim tilraunum með öllu. Þess DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.