Dagrenning - 01.12.1958, Page 24
verður að gæta, að ástandið er allt ann-
að mi og aðstæður allar aðrar en þegar
bylting varð í gamla, norska verka-
mannaflokknum. Rússland er nú miklu
\ oldugra en það var þá, og heldur betur
utan um taflmenn sína, og það ekki síð-
ur hér á landi en annars staðar. Þess ber
og að gæta að þeir menn, sem ánetjast
kommúnismanum nokkuð verulega, eiga
mjög örðugt með að yfirgefa hann aft-
ur. Hann er andlegt eitur, sem sýkir allt
sálarlíf jreirra, og reynslan hefir sýnt, að
það eru aðeins fá prósent sem læknast.
STJÓRN NÝKOMMÚNISTA.
í febrúarhefti Dagrenningar 1953 —
eða fyrir um ]rað bil sex árum — skrif-
aði ég grein sem heitir Nýkommúnis-
minn á íslandi. Ég sýndi fram á þá þró-
un, sem verða mundi næstu ár í íslenzkri
pólitík, og leiddi þremur árum síðar til
myndunar vinstri stjómarinnar. Ég benti
á það, að upp úr 1949 hafi nýkommúnis-
minn tekið að búa um sig í Framsóknar-
og Alþýðuflokknum með það fyrir aug-
um að ná þeim flokkum undir yfirráð
sín eða til samstarfs við sig. Þetta gat
auðvitað ekki tekist nema allir hinir
fyrri leiðtogar flokka þessara, sem höt-
uðu allt samstarf við kommúnista, yrðu
með einhverjum hætti fjarlægðir. Þessi
bylting fór fram í Alþýðuflokknum
haustið 1952, þegar Hannibal Valdimars-
syni tókst að ná þar völdum. Um þetta
segir í Dagrenningu 1953:
„Valdataka nýkommúnista í Alþýðu-
flokknum þurfti ekki að koma neinuin
á óvart, sem fylgst hefir með þeirri þró-
un að undanfömu. Það, sem mönnum
kom á óvart, var ekki það, að Stefán
Jóhann félli við formannskjörið, held-
ur hitt, að allir hinir eldri leiðtogar og
strafslið flokksins skvldi neita samstarfi
við hina nýju forustu, sem með slægð og
undirferli liafði brotist til valda í þessu
forna vígi íslenzkrar alþýðu.
Þessi afstaða sósialdemokratanna í
flokknum kom nýkommúnistunum alveg
á óvart og hefir í bili breytt nokkuð
fyrirætlunum þeirra. Vel má vera að
þeir, Hannibal og Bragi, geri sér ekki
fulla grein fyrir því, að þeir séu nýkomm-
únistar og telji sig aðeins „frjálshuga
sósialdemokrata", sem ekkert vilji hafa
saman við kommúnista að sælda. Það er
þó næsta ótrúlegt að svo sé, en hitt trú-
legra, að þeir telji sér litla hættu búna
um að ánetjast kommúnistum, þótt þeir
syndi hættulega nærri veiðarfæmm
þeirra. En ef svo er, gera jjeir sér ekki
fulla grein fyrir því að sá flokkur, sem
þeir tilheyra og „stjórna" nú að nafninu
til, er ekki lengur hinn sami og áður
var, lieldur fjarstýrð deild úr alheims-
samtökum nýkommúnista, sem beita
lýgi, slægð og undirferli til að koma mál-
um sínum fram, í stað þess að berjast
fyrir þeim á opnum vettvangi. Þeim væri
gott að hugleiða hver urðu endalok Jan
Masaryks, Benesar og ýmsra þeirra sósi-
aldemokratisku kommúnistavina fyrr og
síðar, sem hafa verið hengdir og skotnir
fyrir austan tjald.
Sú stefna sem nýkommúnistar hugsa
sér að marka í íslenzkum stjómmálum
er næsta greinileg. Þeir hugsa sér stríð
við Sjálfstæðisflokkinn og „íhaldssamari"
hluta þjóðarinnar, en samstarf við Fram-
sóknarflokkinn, ef sá flokkur vill taka
upp „vinstra samstarf" sem svo er kall-
að“ (Dagr., 1. h. 1953, bls. 30.).
Hvort sjá menn ekki nú hvemig þetta
hefir allt farið eins og hér var sagt. Ný-
kommúnistarnir í Alþýðuflokknum los-
uðu sig við alla þá, sem áður voru þar
22 DAGRENNING