Dagrenning - 01.12.1958, Side 31

Dagrenning - 01.12.1958, Side 31
ANGELO B. TRAINA: Uppruni oá þróun kynstoínaima Grein sú, sem hér fer á eftir, er þýdd úr tímariti Adams Rutherford: Pyramidalogy 3. h. 1958. Margt í grein þessari er svo athyglisvert, að rétt þótti að gefa lesendum Dagrenningar kost á að kynnast lienni. Þó að á allt verði ekki fallist, sem hér er sagt, er meginskoðunin vafalaust rétt, og mikil nauðsyn er á því, að fólk reyni að átta sig á kynþáttavandamálunum, sem nú eru víða ofarlega á baugi, og læri að líta á þau hleypidóma- og fordómalaust, en allt of mikið er að því gert nú, að fella dóma í þessum efnum án nokkurrar raunhæfrar þekkingar. Grein þessi ætti að geta skýrt ýmis atriði, sem menn gera sér nú litla grein fyrir, og þó ínenn fallist ekki á þá skoðun, að æskilegt sé að hvítir menn og litaðir blandist mikið, stafar það ekki af fjandskap í garð hins þeldökka fólks, né löngun til að undiroka það, heldur er hér um að ræða guðlegt lögmál, sem svo hættulegt getur verið að brjóta, að mannkynið 'bíði þess aldrei bætur. J. G. V---------------------------------------------------------------------------------------------- 1. VITNIÐ - Biblían: Sú spurning er algeng, enda eðli- legt að spurt sé: „Skapaði Guð hinn fyrsta mann, Adam, og sé Adam forfað- ir allra kynstofna, hvers vegna eru þá til hvítir, svartir og gulir menn? Hvers vegna er þessi munur og af hverju stafar hann?“ Þeir sem fletta upp í I. Mósebók, í þeirri trú, að það sé rétt, sem þar er skrifað, sé það rétt skilið, munu öðlast undursamlega þekkingu, og vér mununr komast að raun um, að þar kemur allt nákvæmlega heim við hlutlausar niður- stöður rannsóknarstofunnar og vísinda- lega skilgreiningu hinna færustu og trú- verðugustu mannfræðinga og þjóðfræð- inga. í 2. kap. I. Mósebók, 7. v. segir svo: „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar,“ og hér er rétt að taka fram, vegna þeirra lesenda, sem kunna að vera ófróðir um það, að í Biblíunni er nöfn- um á mönnum og hlutum oft ætlað að tákna eðli þeirra. Þannig er hin bókstaf- lega merking orðsins Adam á hebresku „rauður leir“, og merkir að Adam hafi verið skapaður úr rauðum leir. Efnasam- setning rauðs leirs er þannig, að litur hans getur orðið mismunandi eftir raka- stigi, hita og sólskini. Rauður leir, sem sól skín á, verður ljósrauður, gulur eða svartur. Þannig er um Adam, manninn úr rauða leirnum, hina upphaflegu mynd, sem breyttist og varð að hvítum, gulbrúnum og svörtum kynstofnum. Myndun kynstofna hófst eftir syndaflóðið. En greining í kynstofna var ekki kom- in til sögunnar fyrir syndaflóðið. Ein ástæðan er sú, að á því svæði, sem byggt var fyrir flóðið, var menningin mjög samsteypt og náði yfir lítið landsvæði. Það voru giftingar „sona Guðs“ og „dætra mannanna", sem orsökuðu hið mikla frá- hvarf þessara tíma, sem endaði með dóm- DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.