Dagrenning - 01.12.1958, Page 33

Dagrenning - 01.12.1958, Page 33
höfundar þessa „vísindalega skáldskapar" voru að reyna að breiða út, var, að arf- gengi væri algert aukaatriði og kynþátta- einkenni raunverulega engin til. Samt sem áður þurfum vér ekki að fara lengra aftur í tímann en til 1930, til þess að sjá, að frægustu mannfræðingar og þjóðfræð- ingar heimsins voru sammála um að ótví- ræður arfgengur grundvallarmunur væri á hinum þremur kynstofnum, og þeir byggðu þessar sameiginlegu skoðanir sín- ar á niðurstöðum vísindalegra rannsókna, sem fengnar voru með þúsundum athug- ana og mælinga og ógrynni af sönnun- um, sem ólíklegt er að nokkrum takist að hrekja. Og nú, þessi árin, er enn ver- ið að finna, með vísindalegum aðferðum, fleiri atriði, sem staðfesta niðurstöður hinna þriggja öruggu vitna, sem nefnd voru hér að framan. Síðast h. 25. júní 1956 sendi Associated Press í New York út frétt um það, að sérfræðingar í blóð- rannsóknum hefðu fundið hinn sérstæða „Diego factor“ í blóði fólks í Mongólíu. Áður héldu menn að hann væri aðeins í blóði amerískra Indíána. Hann finnst hvorki í blóði hvítra manna né Negra. Tveir vísindamenn frá Venezuela, Migu- el Layrisse og Tulio Arends, hafa verið að rannsaka Caraby- og Arawaco-Indíána, Kínverja og Japani. Mario Lewis, Hiroko Ayukawa og Bruce Chown í Winnipeg og Philip Levine í New Jersy eru sömu skoðunar að flestu levti. Rannsóknir hafa verið gerðar á 200 Hollendingum og 150 Spánverjum. Ennfremur hafa verið tekn- ar 200 blóðprufur úr ítölum og um 1000 úr hvítum mönnum í Bandaríkjunum. í engum af þessum mönnum hefur „Diego factorinn" fundizt — aðeins í hinum gul- brúnu niðjum Jafets. Slóð Indíánanna í Ameríku hefur því einu sinni enn verið rakin til Asíu. Vísindamenn ætla að gera þúsundir rannsókna enn á hverjum kyn- stofni, en niðurstöðurnar eru enn sem komið er taldar hinar merkilegustu. Ef til vill er hér staður til þess að skýra dálítið hina margtuggnu setningu: „Sama blóð rennur í æðum allra þjóða.“ Hún hefur svo oft verið misnotuð og rifin úr samhengi. Orðið „blóð“ er raun- ar alls ekki notað í þessari setningu í endurskoðuðu Biblíu-útgáfunni eða beztu handritunum. Orðið er notað í „King James Version", en almennt er talið að það hafi verið sett þar inn í heimildarleysi. En jafnvel í King James- útgáfunni er það ljóst af sambandinu, að mörk eru sett milli kynstofnanna og ekki talið æskilegt að giftingar eigi sér stað þeirra á milli, þótt þess sé kostur. Innah tegundanna geta orðið margskonar bland- anir, hvort sem um er að ræða hesta, hunda eða fé o. s. frv., en við það glatast nauðsynlegustu eiginleikar hverrar teg- undarinnar um sig. Sú staðreynd, að þetta er hægt, réttlætir engan veginn framkvæmdina né gerir hana æskilega. „Og hann lét út frá einum sér- hverja þjóð manna byggja allt yfir- borð jarðarinnar, en hann hafði ákveðið fyrirsetta tíma og takmörk bólstaða þeirra“ (Post. 17.26). Ráðandi einkenni. Þegar kynblöndun á að fara fram hjá hestum, hundum búfé eða fólki, verður að hafa viss erfðalögmál í huga. Alltaf þegar blöndun innbyrðis á sér stað sam- fellt, verða sameiginleg einkenni meira og meira ráðandi. Séreinkenni hinna þriggja sona Nóa, hvers um sig, urðu vit- anlega einkenni niðja hvers þeirra. Bræð- urnir þrír fluttu eftir flóðið ásamt fjöl- skyldum sínum sinn í hverja heimsálf- una, og þar urðu einkenni þeirra ein- DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.