Dagrenning - 01.12.1958, Page 35
er orðað, því að það er nauðsynlegt, til
þess að skilja útskýringar og spádóma
bæði Gamla- og Nýja Testamentisins.
Orðið, sem þýtt er að „margfalda" hefur
einnig aukamerkinguna ,,að sannfæra".
Mongólski kynstofninn, eða afkomendur
Jafets, er bæði fjölmennastur og hvíti
kynstofninn er einnig að sannfæra hann
um, að rétt sé að taka upp vestræna háttu.
En þótt afkomendur Sems hafi gert sín
mestu trúboðsátök til þess að reyna að
snúa niðjurn Jafets, svo að þeir mættu
verða þátttakendur í blessun Sems, virð-
ast þeir fyrst og fremst hafa látið sann-
færast af efnishyggju vorri.
Niðurstaðan verður því þessi: Niðjar
Kams áttu að verða þeir undirgefnu,
niðjar Sems forustukynstofninn, en niðj-
um Jafets var gefinn kostur á að velja á
milli hlutdeildar í blessun Sems eða bölv-
un Kams. (Sjá einnig Jesaja 60.—63. kap.)
Opnar dyr: Fáir hafa gengið inn.
Enn sem komið er virðast fáir afkom-
endur Jafets hafa valið þann kostinn, að
eignast hlutdeild í blessun Sems. Jafet
hefur enn hvorki fundið Guð né vonina,
þrátt fyrir mikið trúboðsstarf Semsniðja
alla tíð frá dögum Messíasar. Hlutfalls-
lega fáir Mongólar hafa veitt viðtöku
þeirri náðargjöf, sem boðin er í fagnað-
arerindi Krists, að eignast hlutdeild í
friðþægingunni, sem getur — þegar leyft
er — numið burt syndir hvers sem er,
hvort sem hann er svartur, hvítur eða
gulur. Engum er meinað að eignast hlut-
deild í þessari blessun. Skýringin er
miklu fremur sú, að spámennirnir sáu
fyrir og sögðu fyrir vissa hluti, sem áttu
eftir að gerast, vegna arfgengra eiginleika
frá sonum Nóa. í forspá Nóa var brugðið
upp í spámannlegum dráttum löngum
þróunarferli þeirra ættstofna, sem frá
sonum hans skyldu vaxa, menningu
þeirra, siðfræði, andlegum og líkamleg-
um eiginleikum. Ennfremur heimkynn-
um þeirra (hvers í sinni heimsálfu) lofts-
lagi og innbyrðis kynblöndun, sem átti
að stuðla að því, að marka sem skýrast
sérkenni hvers kynstofnsins um sig:
í Asíu — Jafet — Mongólar — gulbrúnir.
í Erópu — Sem — Kákasusmenn — hvítir.
í Afríku — Kam — Negrar — svartir.
Hver kynstofn hefur sérstaka og auð-
þekkta beinabyggingu, litarhátt, háralag
o. s. frv.
Efdr tvístrunina við Babel-turninn og
ringulreiðina upp úr því, hélt Jafet norð-
ur á bóginn, Kam fór suður, en Sem varð
kyrr þar á milli, svo að hann mætti í
fyllingu tímans, og samkvæmt áformi
Guðs, ráða yfir hinum tveimur. Ættir
þeirra uxu síðan og margfölduðust, hver
í sínum heimkynnum, urðu að þjóðum
og þjóðflokkum, sem, vegna ólíkra and-
legra og líkamlegra einkenna, samlagast
illa enn þann dag í dag.
Nú skulum vér fletta upp í Biblíunni,
til þess að fá fyllri lýsingu á séreinkenn-
um kynstofna Nóa.
Niðjar Jafets: Austurlandamenn.
„Synir Jafets eru: Gómer, Magog(Asíu-
Rússland — Esekil 38.2), Javan (Java —
Japan), Tubal, Meshech (Tobalsk og
Moskva — hlutar af Rússlandi), Madía
(frumbyggjar Medíu), Tíras (frumbyggj-
ar Þrakíu). — Synir Gómers: Askenas,
Rífal og Tógarma (frumbyggjar núver-
andi Turkestan). — Synir Javans: Elísa
(stundum nefndur Ellasar og Larsa í fom-
um sögnum), Tarsis og Kittar (einnig
Kittim, Akita, Kathy, Sinim, eða Kína)
og Dodanin." I. Móseb. 10,1_4. Lesið
DAGRENNING 33