Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 39
mér, en þeir höfðu engin áhrif. Ég losn- aði aldrei við þá óttalegu tilfinningu, að eldur brynni í líkama mínurn. Tunga mín var skrælnuð, og ég bað um vatn. H júkrunarkonurnar gáfu mér glas eftir glas, en þorstinn var óslökkvandi. í þessari sjúkrastofu varð ég stöðugt fyrir ásóknum illra anda. Ég get sagt yð- ur það, af eigin reynslu, að heimur illra anda er raunveruleiki. Á hverjum degi, um kl. 5, varð ég vör við nærveru afla frá þeim heimi. Það er ógerningur að finna orð, sem lýsa þessum hryllilegu verum, sem komu til mín og léku á ein- hver yfirnáttúrleg hljóðfæri. Þær iðuðu af kæti meðan þær voru að kvelja mig. Ég tróð upp í eyrun og hrópaði: ,,Ég er glötuð! Ég er glötuð!“ Ég gat ekki losn- að við þennan ófögnuð, hvernig sem ég reyndi. Vikum saman kom mér ekki dúr á auga. Sterkustu deyfilyf verkuðu aðeins stuttan tíma. Hver dagur var eins og eilífð. Sökum þess að ég hafði misst allt sam- band við efnislega hluti, langaði mig ekkert til að lifa. Líkami minn var til- finningalaus. Ég gat stungið mig með nálum og fann ekkert til. Mér stóð alveg á sama um annað fólk. Ég fann ekki nokkrar taugar til beztu vina minna. Jafnvel móðir mín, elskuleg, var orðin mér einskis virði. Ég var eins og dauð manneskja, og þó var ég lifandi, kvalin af þeirri hugsun, að ég væri glötuð og svipt návist Guðs. Ég hafði horazt svo mikið, að ég var orðin eins og beinagrind. Næringarskort- urinn hafði farið þannig með mig, að ef ég stakk fingrinum einhvers staðar í hold mitt, varð eftir djúp hola. Bláminn hvarf úr augum mínum, þau urðu skolgrá á litinn og sjáaldrið hætti að geta víkkað. Ég brosti aldrei og talaði sjaldan. Venju- lega skrifaði ég á pappírsblað það sem ég þurfti að segja. Þegar hjúkrunarkon- urnar sprautuðu í augun á mér, deplaði ég þeim ekki, því að allur viðbragðs- hæfileiki líkamans var horfinn. Máttur bænarinnar. Eitt af því furðulegasta við þessi veik- indi mín var, að ég hélt minninu óskertu allan tímann. Margir, sem fá raflost, eru gjörsamlega minnislausir fyrst á eftir, og hlutar úr ævi þeirra gleymast alveg. En ég held að Guð hafi lofað mér að halda minninu til þess, að ég gæti sagt öðrum frá reynslu minni og sannfært þá um mátt Krists. Allan þennan reynslutíma stigu bænir Guðs útvaldra fyrir mér til hæða, og bati minn var beint svar við þeim bænum. Hinn 6. júní 1950 kom hjúkrunar- konan inn í sjúkrastofuna til mín og sagði mér að koma með sér í lækning^- stofuna. Ég var óskaplega hrædd við lækningaaðferðirnar og bjóst alltaf við að hver þeirra mundi verða mín síðasta. í þetta skipti féll ég í einhvers konar meðvitundarleysi eftir aðgerðina. Frelsunin. Ég get ekki fullyrt hve lengi ég var meðvitundarlaus, en ég veit að það var þá sem Drottinn frelsaði mig. Meðan ég lá þarna á borðinu, rænulaus og án vit- undarstarfsemi, ómegnug þess að biðjast fvrir, fór hinn máttugi andi, sem Guð lét „svífa yfir djúpinu" og blés í Adam, að berast út um mfnar veiku taugar. Og skyndilega fór ég að reyna að biðjast fyrir: „Jesús minn! Jesús minn! Jesús minn!“ Svo sagði ég þessi orð: „Ég get það ekki.“ Og það var vissulega rétt. Mig skorti allan innri þrótt til þess að sigr- ast á óttanum. En nú var sá máttur að DAGRENNING -.37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.