Dagrenning - 01.12.1958, Síða 42

Dagrenning - 01.12.1958, Síða 42
staðar, aðallega rót sína að rekja til seinagangs í efnahagsþróuninni, fátækt- ar og óhagkvæmri skiptingu jarðeign- anna. Þótt fjárhagsafkoman skipti miklu máli, er þó ekki nema hálf sagan sögð með því. Prófessor Alexander held- ur því fram, að orsök óánægjunnar sé einnig: 1) aðkallandi þörf á breyting- um á sjálfri þjóðfélagsbyggingunni í éðlilegt og öruggt lýðræðisskipulag, og 2) rótgróin tortryggni íbúanna um að öll fjárhagsleg samvinnuáform séu mið- uð við það, að gera þá að nýlenduþjóð- um. Annar misskilningur af sömu rót er sá, að það sé fyrst og fremst fátæktin, sem opnar kommúnismanum leiðina inn í ríki Suðui'-Ameríku. Prófessor Alex- ander bendir á, að kommúnisminn eigi miklu minna fylgi að fagna meðal fá- tækustu stéttanna heldur en millistétt- anna, menntamanna og stúdenta. Hann sýnir fram á, að hjá þessum stéttum sé það ekki efnahagsástandið, heldur miklu fremur marg misheppnaðar til- raunir til þess að koma á þjóðfélags- legum og stjórnmálalegum umbótum, sem hafi neytt marga úr þeirra röðum til þess að gerast stuðningsmenn komm- únismans. Sú hagfræðilega þróun, sem tilkoma iðnaðarins hafði í för með sér, olli ekki verulegri breytingu á fjárhags- afkomu þessara stétta, en hún bætti dá- lítið lífskjör smábænda og verkamanna í flestum ríkjum Suður-Ameríku. Af- leiðingin varð sú, að kommúnistar fengu lítið fylgi meðal þessara stétta. Sökum þess að menntamenn og stú- dentar láta jafnan til sín taka í þjóð- félagslegum umbótum og það er eðli þeirra, að vera fyrstir til að fagna nýj- um hugmyndum, grípa þeir fegins hendi þau meðöl, sem ætla má að lækni þjóðfélagslegar meinsemdir. Þeirra heitasta áhugamál er að losa lönd sín við leifar lénsskipulagsins og koma á auknu frelsi og þjóðfélagslegu réttlæti. Þar sem spyrnt hefir verið gegn þess- ari þróun, hefir jarðvegurinn reynst frjór fyrir kommúnismann. En með hverju skrefi, sem stigið hefir verið í framfaraátt, hefir um leið verið lagður steinn í götu kommúnista. Prófessor Alexander nefnir Guate- mala og Chile til þess að rökstyðja þá skoðun sína, að á hverjum stað sé þjóð- félagsbylting bezta varnarmeðalið gegn útbreiðslu kommúnismans. Sökum þess að í hvorugu þessara ríkja hefir orðið slík bylting, hafa kommúnistar getað náð talsverðum áhrifum þar. Það skal tekið fram, að í Suður-Ameríku merkir hugtakið „þjóðfélagsbylting" ekki ger- breytingu ríkjandi skipulags í einu vet- fangi, heldur hægfara umbætur og þá skipan eignaréttarins á landinu, sem teljast má sanngjörn skipting, eftir nú- tíma skilningi. í stuttu máli táknar það, að uppræta lénsskipulagið, sem er arf- ur frá nýlendutímabilinu og efldist á 19. öldinni, eftir skilnaðinn við Spán, þeg- ar landeigendur fengu vald, sem ríkið hafði áður haft. Meðal þessara leifa lénsskipulagsins eru jarðeignalögin, sem vernda eignarétt fáeinna manna yfir víðlendum svæðum, og ánauðar- fyrirkomulagið, sem fær landeigendum óskorað vald yfir vinnuafli verkamanna sinna. Sem dæmi þess, hvað þrifizt get- ur í skjóli þessa fyrirkomulags, má nefna það, að landeigendur í Andes- fjöllum hafa talið umráðarétt sinn yfir daglaunamönnum svo óskoraðan, að þeir senda þá til vinnu í námunum og hirða svo afraksturinn sem tekjur bú- gai'ðsins. 40 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.