Dagrenning - 01.12.1958, Síða 43
Um alla Suður-Ameríku hafa komm-
únistar ekki hikað við það undanfarin
ár, að liðsinna þessum öflum lénsskipu-
lagsins, með því að styðja einræðis-
herra eða ríkisstjórnir öfgafullra ein-
ræðisflokka, þegar sú samvinna hefir
verið vatn á myllu þeirra sjálfra. Gott
sýnishorn af þessu er stuðningur þeirra
við Leguila, einræðisherra í Perú, fyrir
um það bil tuttugu árum. Einnig má
nefna dæmi um sams konar vinnubrögð
kommúnista í Chile, Guatemala, Vene-
zuela og Dominicana lýðveldinu. En síð-
ustu árin hafa þeir þó gætt þess vel og
beitt öllum brögðum til þess að villa á
sér heimildir og leyna þessari sam-
vinnu, ef áformin skyldu misheppnast.
Þess vegna hafa þeir þá reglu hvert
sinn sem ný ríkisstjórn er mynduð, að
skipta sér í tvær deildir, sem á yfir-
borðinu þykjast berjast hvor gegn ann-
arri. Annar flokkurinn styður þá stjórn
sem situr, en hinn þykist vera í stjórn-
arandstöðu. Þessi vinnubrögð voru not-
uð í stjórnartíð Perons í Argentínu og
síðar þegar einræðisstjórnir sátu að
völdum í Perú og Venezuela.
Kommúnisminn í Suður-Ameríku
hefir tekið upp sérhverja línu heims-
kommúnismans, þar á meðal sósíal-
fasisma, samfylkingar og alþýðubanda-
lög. Hvenær sem skipun hefir borizt frá
Moskvu um stefnubreytingu eða nýjar
starfsaðferðir, hafa flokksstjórnirnar
hlýtt í auðsveipni. Flokkarnir eru litlir
þarna og þess vegna er samheldnin
miklu meiri og skipulagið fastara í
skorðum en þar sem kommúnistahreyf-
ingin hefir ítök í fjöldanum. Jafnvel
atburðir eins og uppreistin í Ungverja-
landi 1956, sem hjó skörð í fylkingar
kommúnista víðast hvar í heiminum,
hafði sáralítil áhrif á samök þeirra í
Suður-Ameríku. Skilyrðislaus hlýðni
við Moskvu-valdið er starfsskylda, sem
atvinnukommúnistunum í flokksstjórn-
unum kemur ekki til hugar að bregða
út af.
Þótt þarna sé ekki til að dreifa hreyf-
ingu meðal lægri stéttanna, fer því þó
fjarri, að kommúnistar séu áhrifalausir
í Suður-Ameríku. Almenningsálitið þar
er fyrst og fremst mótað af borgara-
stéttunum, sem áður voru nefndar, þ. e.
miðstéttunum — menntamönnum og
stúdentum — einmitt þeim stéttunum,
sem mest hafa hallazt að kommúnism-
anum. í Suður-Ameríku eiga skoðana-
bræður auðveldara með að ná áhrifum
í öfugu hlutfalli við fjölda en í flestum
öðrum löndum.
Tvennt er einkar athyglisvert í at-
hugunum prófessors Alexanders. í
fyrsta lagi, hve kommúnistahreyfing-
in í Suður-Ameríku hefur fáum af-
burðamönnum á að skipa, hvort heldur
sem er pólitískum leiðtogum eða fræði-
mönnum, einkanlega síðan þeir dóu
Anibal Ponce, argentíski kennarinn, og
J. C. Mariategui, blaðamaðurinn frá
Perú. En hvorki Ponce, sem ritaði um
þjóðfélagsmál eftir kenningum Marx,
né Mariategui, sem stofnaði sósíalista-
flokk í Perú og hefur líklega verið
fremsti boðberi Marxismans í Suður-
Ameríku, voru félagar í kommúnista-
flokknum.
I öðru lagi er það Ijóst af rannsókn-
um prófessorsins, að þótt kommúnist-
um hafi yfirleitt mistekizt að ná nokkr-
um verulegum áhrifum meðal vinnu-
stéttanna, hafa þeir náð sterkri aðstöðu
þegar — og aðeins þegar — þeim hefur
tekizt að komast til valda í verkalýðs-
félögunum. Sem stendur eru kommún-
istar t. d. sérstaklega vel settir í Chile,
DAGRENNING 41