Dagrenning - 01.12.1958, Síða 46

Dagrenning - 01.12.1958, Síða 46
kostlegur, að ef til vill skeður aldrei annað eins á því sviði. UPPSKEEA DAUÐANS. En það fylgir annað og meira fundi þessarar mörg þúsund ára gömlu graf- ar í „Konungadalnum“ hjá Þebu. Það tóku að gerast merklegir atburðir, sem ráku hver annan og vöktu ekki síður heimsathygli en frásagnirnar um hina ómetanlegu dýrgripi, sem smátt og smátt voru tíndir upp úr fylgsnum graf- arinnar. Hinn vísindalegi árangur þessa rann- sóknarleiðangurs var tvímælalaust með eindæmum mikill, en hann færði ekki þátttakendunum gæfu að sama skapi. Þvert á móti. Dauðinn vakti allan tím- ann yfir verki þeirra og sótti þá, hvern eftir annan, með stuttu millibili. Allt benti til, að enginn þeirra, sem viðstadd- ir voru, þegar hinar innsigluðu dyr Faraós voru opnaðar, mundi eiga langt líf fyrir höndum frá þeirri stundu. Alls létust 20 manns með dularfullum og óeðlilegum hætti næstu árin. Árið 1930 — átta árum eftir að gröfin fannst — var Howard Carter sá eini af þeim, sem var á lífi. En þann 17. febrúar 1923 grunaði engan um þá óhamingju, er sveif yfir höfði þeirra, er safnazt höfðu saman í ofvæni eftirvæntingarinnar frammi í forsal grafhýsisins. Þetta var aðeins vandlega útvalinn hópur sérfróðra manna, sem fengið höfðu leyfi til að vera viðstaddir á þeirri stóru stund, er innsiglin yrðu brotin. Leiðangursmennirnir áttu þegar mik- ið og erfitt verk að baki. Þeir höfðu mokað burt fjallháum haugum af möl og ruðningi, sem hulið hafði hin 30 þrep, er lágu niður að fyrstu hurðinni, og þeir höfðu verið margar vikur að tæma átta metra langan gang, sem lá þaðan að næstu dyrum. Þrátt fyrir þetta voru þeir enn ekki komnir að markinu. Ennþá var þeirri spurningu ósvarað, hvort þeir hefðu fundið óskemmda konungsgröf, eða hvort launin yrðu nú (eins og svo oft áður) ekki annað en erfiðið og von- brigðin, þegar í ljós kæmi, að hvílu- staður konungsins hefði þegar verið rú- inn öllum verðmætum af grafarræningj- um á löngu liðnum öldum. Innsiglið á hurðinni var dálítið skemmt og grafargripirnir lágu á tjá og tundri í forherberginu. Það mátti því eins búast við, að innsta herbergið, þar sem kistan með smyrlingnum átti að standa, væri tómt. VEGGUR ÚR GULLI. Mikil spenna og eftirvænting gagn- tók alla, sem biðu í forherberginu. Hugs- un þeirra var aðeins ein: Hvað finnur Carter? Hann var nú með stökustu ná- kvæmni að losa hvern steininn á fætur öðrum úr múrlaginu. Skyldi ljósið frá lampa hans falla inn í tómt herbergi, eða skyldi geislinn lenda á konungs- kistu ? Þegar gatið var orðið nógu stórt til þess að allir gætu séð inn um það, stóðu þeir fyrst orðlausir af hrifningu. Þeir litu aðeins hver á annan og svo aftur á hið gullna furðuverk. Þeir stóðu fyrir framan vegg úr skíru gulli! Seinna komust menn að raun um, að gullveggurinn var önnur hliðin á kistu konungsins — kistu, sem reyndist yfir 5 metrar á lengd og þrír metrar á breidd. Mönnum gafst kostur á að dá- sama hina frábæru vinnu á þessari kistu og þeim minni, sem innan í voru. En 44 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.