Dagrenning - 01.12.1958, Page 48

Dagrenning - 01.12.1958, Page 48
nægjandi skýringu á því, hvers vegna þeir, sem þátt tóku í uppgreftrinum, hrundu niður meS svo skjótum og und- arlegum hætti. Hinir hálærðu vísindamenn urðu, eft- ir langa töf og ýmis konar varnagla, að viðurkenna, að eitthvað kynlegt gæti verið þarna á ferð. Það þótti til dæmis ekki óhugsanlegt, að prestarnir, sem smurðu hina látnu konunga, hefðu látið eiturefni í viðarkvoðuna og olíuna, sem átti að verja líkin rotnun. Þetta gátu verið sterk eiturefni, sem menn þekktu ekki nú á dögum, og hefðu getað haldið krafti sínum í árþúsundir í nægilega ríkum mæli til þess að verða þeim mönn- um að bana, er þá snertu á smyrlingn- um. Bulgarini prófessor bar fram mjög djarflega tilgátu. Hann taldi sem sé hugsanlegt, að fyrir 3000 árum hefðu Egyptar þekkt geislaverkanir úraníums, og því stráð úraníumryki á gólf grafar- innar, áður en þeir innsigluðu hana, til þess að tortíma þeim, er þar kynnu að leita inngöngu. Þannig hefðu þeir þegar í upphafi lagt fram sinn hlut til þess, að „formæling faraós“ yrði að áhríns- orðum. FÓRNARLÖMBUNUM FJÖLGAR. Þræturnar um þetta héldu áfram. Hvert sinn, sem nýtt og dularfullt duðsfall bar að höndum, sá annar aðil- inn þar nýja staðfestingu á kenningu sinni um „formælingu faraós“, en hinn aðilinn beitti öllum ráðum til þess að reyna að sanna að ekkert samband væri á milli hinna einstöku sorgaratburða. Eh meðan þessu fór fram, hélt dauðinn áfram að sækja ný og ný fórnarlömb. George Jay Govld, vinur hins hug- djarfa Carnavons lávarðar, dó fáeinum dögum eftir að hann skoðaði gröf Tut- Ank-Amons. Egyptalands-fræðingurinn Arthur Welgall dó úr illkynjaðri, „ókenndri hitasótt". Starfsbróðir hans, Archibald Douglas Reid, dó skyndilega, þegar hann var í þann veginn að taka röntgenmynd af smyrlingnum. Margir dóu einnig af þeim innfæddu mönnum, sem aðstoðuðu við flutning kistunnar og að koma hinum fundnu gripum fyrir. Þeir, sem héldu fram kenningunni um „formælingu faraós“, gátu einnig bent á eitt atriði enn máli sínu til stuðn- ings: Það hafði áður komið fyrir í sam- bandi við fund egypzkrar konungsgraf- ar, að hver óheillaatburðurinn rak ann- an, bæði stórir og smáir. Þá dóu margir vísindamenn á stuttum tíma, einmitt meðan þeir voru að vinna úr þeim gögn- um, er þá fundust. Að lokum var smyrlingurinn seldur til Ameríku. Honum var séð fyrir fari með stórskipinu Titanic, en örlög þess skemmtiferðaskips eru öllum kunn. Það rakst á ísjaka og með því fórust 1500 manns. SMYRLINGSHÖND VELDUR ÓGÆFU. í þessu sambandi þykir rétt að segja stuttlega frá tveimur tilfellum, þar sem smyrlingshönd og skorpinn fingur egypzkrar konungsmúmíu hafa leikið dularfullt hlutverk. Sumarið 1908 fékk kona iðnaðar- manns nokkurs í Wien múmíuhönd að gjöf frá æskuvini sínum, sem hafði ferðazt til Afríku og vildi gefa henni 46 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.