Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2015, Page 8

Ægir - 01.02.2015, Page 8
8 Hjalti Sigfússon, eigandi sölu- og þjónustufyrirtækisins MD Véla á Vagnhöfða í Reykjavík hefur áratuga reynslu í þjón- ustu við ljósa- og aðalvélar skipa og báta hér á landi. Hann segir gjörbreytingu hafa átt sér stað á umhirðu útgerða hvað vélbúnað skipanna varðar. Yfir- gnæfandi meirihluti útgerða sinni reglubundnu fyrirbyggj- andi viðhaldi og eftirliti með búnaðinum sem hafi skilað sér í því að alvarlegar vélarbilanir og óvæntar tafir skipa frá veið- um séu fátíðar. Hjalti segir mik- inn áhuga hjá útgerðum á spar- neytnari vélum en hann telur að ná megi enn betri árangri við hönnun nýrra skipa í nýt- ingu orkunnar um borð. „Ég var í bílunum á sínum tíma, byrjaði að læra bifvéla- virkjun á Þórshamri á Akureyri fyrir 52 árum en síðustu þrjá áratugina hef ég alfarið helgað mig vinnu við vélbúnað skipa og báta,“ segir Hjalti en hann stofnaði ásamt fleirum fyrirtæk- ið MD Vélar árið 1990 um þjón- ustu, sölu og ráðgjöf tengdri Mitsubishi díselvélum. Í fram- haldinu keypti hann meðeig- endur sína út úr fyrirtækinu og hefur rekið það einn síðustu 12 árin en auk áðurnefndrar þjón- ustu við Mitsubishi vélar hefur fyrirtækið einnig selt og þjón- ustað búnað frá PJ Diesel í Kaupmannahöfn, m.a. varahluti og túrbínur. Á verkstæði fyrir- tækisins eru m.a. í boði sér- hæfðar viðgerðir og stillingar á túrbínum fyrir skip og báta og Hjalti Sigfússon í MD Vélum hefur yfir 30 ára reynslu í þjónustu við vélbúnað skipa og báta: Fyrirbyggjandi viðhald er reglan í dag og stórar vélabilarnir sjaldgæfar Hjalti Sigfússon, eigandi MD Véla. „Ef við berum saman vélbúnað í dag og á þeim tíma þegar ég var að byrja í þessari þjónustu þá er búnaðurinn all- ur mun vandaðri nú til dags. Smíðin er til muna nákvæmari og betri.“ Mynd: Þorri S k ip a v éla r

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.