Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 8

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Gunnar Rögnvaldsson reifar ísínum pistli hugmynd, sem ætla mætti að sannir jafnaðar- menn gætu verið veikir fyrir, að minnsta kosti að öðru jöfnu:    Mér finnst aðþeir pen- ingar sem Rík- isútvarpið fær til reksturs þess, ættu að deilast niður á alla fjölmiðla í landinu svo að þeir í friði og jafnri að- stöðu geti háð innvortis styrjöld sín á milli og þjarmað þannig rík- isfjármagnaðir hver að öðrum með hinum pólitíska boðskap sem ríkisstarfsmönnum í fjölmiðlastétt einum er lagið og sem ekkert á skylt við fjölmiðlun né hvað þá Upplýsinguna.    Þannig að við fáum loksins aðvera í friði fyrir þessu ríkis- fjármagnaða pólitíska afli með því að láta það sjálft um að drekka sig í hel með sínu perestroika úr vínkjallara sósíalismans.    Þegar slagurinn er búinn ættiað loka fyrir peningana og aka brunarústunum á öskuhaug- ana.    Þá væri komið hreint borð ogfjármunum skattgreiðenda hefði loksins verið vel varið.    Láta þá sjálfa um sína byltingu.    Annað er varla sanngjarnt.    Einn lítri af perestroika sósíal-ismans myndi þar eftir verða mark to market og kosta meira en ekki neitt á kostnað annarra.“ Gunnar Rögnvaldsson Ekki vandamál, bara lausnir STAKSTEINAR HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS EKKISLEIKJA MALBIKIÐ Í FROSTINU! -NAGLADEKKIN UNDIRHJÓLIÐ FÁST ÍGÁP Veður víða um heim 14.1., kl. 18.00 Reykjavík -4 léttskýjað Bolungarvík -3 snjóél Akureyri -4 snjókoma Nuuk -11 snjókoma Þórshöfn 1 skýjað Ósló -5 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 2 léttskýjað Brussel 3 léttskýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 2 skúrir London 7 heiðskírt París 6 heiðskírt Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 2 skúrir Berlín 6 heiðskírt Vín 5 skýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 6 þoka Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 12 léttskýjað Aþena 10 heiðskírt Winnipeg -11 alskýjað Montreal -20 skýjað New York -3 skýjað Chicago -10 alskýjað Orlando 16 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:56 16:20 ÍSAFJÖRÐUR 11:27 15:58 SIGLUFJÖRÐUR 11:12 15:39 DJÚPIVOGUR 10:32 15:43 Hálfdán Ingólfsson, flugstjóri hjá Erni, fékk góðar móttökur á Reykja- víkurflugvelli í gær þegar hann kom úr sinni síðustu ferð fyrir félagið. Skv. reglum lætur Hálfdán nú af störfum vegna aldurs en hann er 65 ára í dag, 15. janúar. Ferill Hálfdánar er langur. Hann fór ungur í flugnám og hóf störf hjá Erni á Ísafirði 1977. Vestfirðir voru vettvangur félagsins, m.a. póst- og sjúkraflug, og þurfti oft að tefla á tæpasta vað enda mannslíf í húfi. Um 1990 starfaði Hálfdán á vegum Ernis í Afríku, en þá leigði Rauði krossinn Twin Otter-vél frá félaginu til hjálparstarfs í Kenýa og Angóla. Svo sneri Hálfdán aftur heim, en rauður þráður í starfi hans hefur verið flug á litlum vélum út um land. Síðasta ferð Hálfdánar í gær var til Bíldudals, en ferðir hans þangað eru óteljandi. Þar var Hálfdán kvaddur með virktum svo og fyrir sunnan, en slökkvibílar voru notaðir til að mynda vatnsboga þegar Hálf- dán ók Jet Streem-vél Ernis í hlað eftir sína lokalendingu. Í flugskýli var svo fjöldi fólks saman kominn til þess að heiðra fluggarpinn, sem er goðsögn marga á meðal. sbs@mbl.is Þakklæti Hálfdán fyrir miðju með Jónínu Guðmunds- dóttur og Herði Guðmundssyni, eigendum Ernis. Morgunblaðið/Þórður Athöfn Slökkviliðið sprautaði vatnsboga yfir flugvél Ernis þegar Hálfdán ók í hlað eftir lokaferð. Hálfdáni fagnað við lendingu  Vestfjarðaflug- maður lýkur ferli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.